Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 48

Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 48
Stjórnarmenn lögðu áherslu á að nauðsyn þess að hlúa að nýfengnu sjálfstæði Seðlabanka Íslands og að tryggja að verðbólgumarkmiðsstefnan verði bæði gagnsæ og fyrirsjáanleg. Í þessu samhengi lögðu nokkrir stjórnarmanna til að íhugað yrði að tilkynna fyrirfram um dagsetningar reglulegra stefnuákvörð- unarfunda bankastjórnar Seðlabankans og gera í kjöl- far þeirra ítarlega grein fyrir forsendum ákvörðunar bankastjórnar. Þeir lögðu ennfremur til að íhugað yrði að breyta lausafjármiðlun Seðlabankans í því skyni að hvetja banka til að snúa sér frekar að milli- bankamarkaði og að forðast bjögun á peninga- markaði. Stjórnarmenn voru sammála um að staða ríkis- fjármála og fjárlagaáætlanir stjórnvalda væru í meginatriðum í traust en þeir lýstu þó áhyggjum vegna umframeyðslu á undanförnum árum. Þeir studdu fyrirætlanir stjórnvalda um að stefna bæri aftur að hóflegum fjárlagaafgangi og lækkun ríkis- skulda til að geta betur mætt ytri áföllum. Til að ná þessum markmiðum lögðu þeir til að meiri áhersla yrði lögð á aðhald í fjárlagagerð og að dregið yrði úr rekstrarútgjöldum, sérstaklega launaútgjöldum til opinberra starfsmanna, en ekki dregið úr fé til fram- kvæmda sem væru nauðsynlegar til að styrkja innviði efnahagslífsins og skapa þannig forsendur fyrir lang- tímahagvexti. Stjórnarmenn lögðu til að fjárlagagerð yrði efld með því að taka upp fjárlög sem næðu til nokkurra ára í senn, með skýrum útgjaldaviðmiðum og sveifluleiðréttum fjárlagamarkmiðum auk þess sem framsetning fjárlaga yrði í samræmi við hefð- bundnar aðferðir þjóðhagsreikninga. Stjórnarmenn færðu lof á staðfasta viðleitni stjórnvalda til kerfisumbóta sem miðuðu að auknum hagvexti. Þeir studdu aðgerðir til að endurskoða skattkerfið til að stuðla að auknum sparnaði og draga úr ýmsum misfellum á sama tíma og fyrirtækja- skattar eru færðir nær alþjóðlegum viðmiðum. Þeir fögnuðu ennfremur því að einkavæðing væri að fara af stað aftur og áætlunum um að nota afraksturinn til að lækka ríkisskuldir. Stjórnvöld voru hvött til að beita sér fyrir auknum sveigjanleika í gerð kjara- samninga til að taka meiri tillit til mismunandi fram- leiðni eftir greinum. Flestir stjórnarmenn lýstu þeirrri skoðun að athuga bæri hvort auka mætti hlut einka- aðila í þjónustu sem nú er á hendi hins opinbera eins og t.d. í heilbrigðis- og menntamálum. PENINGAMÁL 2002/3 47 Ísland: valdar hagtölur 1998 1999 2000 2001 20021 Hagkerfið (breytingar í %) Verg landsframleiðsla................ 5,0 3,6 5,5 3,0 -0,5 Innlend eftirspurn...................... 12,7 4,0 6,6 -2,5 -2,9 Vísitala neysluverðs.................. 1,7 3,4 5,0 6,7 5,2 Atvinnuleysi (%)....................... 2,8 1,9 1,3 1,7 2,3 Innlend fjárfesting (% af landsframleiðslu)............. 29,6 -3,4 14,7 -6,2 -13,0 Fjármál hins opinbera (% af landsframleiðslu) Tekjuafgangur /-halli2 ............... 0,5 2,4 2,4 -0,1 -0,5 Sveiflujafnaður tekjuafgangur /-halli.................. 2,1 3,8 2,3 0,1 1,4 Heildarskuldir ........................... 48,9 44,2 41,6 46,8 41,9 Peningar og útlán (breytingar í %) Útlán innlánsstofnana (lok tímabils)............................. 30,4 23,2 24,6 17,3 ... Útlán lánakerfis (lok tímabils)............................. 27,6 22,3 43,8 14,5 ... Peningamagn - M3 (lok tímabils)............................. 15,2 17,0 11,0 15,5 ... Stýrivextir Seðlabanka (meðaltal tímabils, í %) ............ 7,3 8,4 10,5 10,9 ... Greiðslujöfnuður (sem hlutfall af VLF) Vöruskiptajöfnuður ................... -4,4 -3,6 -5,6 -0,8 0,8 Viðskiptajöfnuður ..................... -7,0 -6,9 -10,1 -4,4 -2,0 Fjármagnsjöfnuður.................... 8,0 9,8 10,5 5,4 ... Erlendar skuldir......................... 72,4 84,5 108,9 124,3 ... Gjaldeyrisvarasjóður (innflutn. fjöldi mánaða)3 ......... 1,6 1,8 1,5 1,4 ... Staða gagnvart Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum (m.v. 30. apríl 2002) Staða í ísl. kr. (í % af kvóta) ..... . . . . 84,2 Staða í SDR (í % af úthlutun)... . . . . 0,4 Kvóti (í m. SDR) ...................... . . . . 117,6 Gengisskráning Gengisfyrirkomulag .................. Fljótandi gengi Daggengi (17. maí 2002)4......... 129,2 Nafngengi (breytingar í %)....... 1,8 0,2 -0,1 -20,1 ... Raungengi (breytingar í %) ...... 1,6 1,8 2,9 -12,9 ... 1. Framreiknað. 2. Byggt á þjóðhagsreikningum. 3. Fjöldi mánaða sem gjaldeyrisvarasjóður dugar fyrir innflutningi. 4. Gengi krónunnar miðað við viðskiptavog (31/12/1991=100). Heimildir: Þjóðhagsstofnun, Seðlabanki Íslands, fjámálaráðuneyti og mat starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.