Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 2

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 2
PENINGAMÁL 2002/4 1 Undanfarinn ársfjórðung hefur verðbólga hjaðnað áfram. Verði framvindan með svipuðum hætti og það sem af er árinu mun verðbólgumarkmið Seðla- bankans nást fyrir árslok. Samkvæmt verðbólguspá bankans, sem kynnt er í ritinu, mun verðlagsstöðug- leiki ríkja áfram næstu tvö árin, þótt verðbólga kunni að aukast tímabundið um miðbik tímabilsins. Til grundvallar verðbólguspánni liggur þjóðhagsspá Seðlabankans, en bankinn birtir nú eigin spá í fyrsta skipti. Samkvæmt henni dragast þjóðarútgjöld saman um rúmlega 3% í ár, en hagstæð utanríkisviðskipti valda því að hagvöxtur verður nálægt núlli. Hag- vöxtur verður dræmur á næsta ári, eða 1½%, en mun glæðast nokkuð þegar líða tekur á árið 2004. Vegna þess að framleiðsla mun líklega vaxa hægar en fram- leiðslugeta gerir að jafnaði mun gæta vaxandi slaka í þjóðarbúskapnum, ekki síst á vinnumarkaði. Við slíkar aðstæður er líklegt að launabreytingar verði hóflegar. Jafnframt ætti ytri jöfnuður í þjóðar- búskapnum að stuðla að stöðugu gengi krónunnar, en gert er ráð fyrir óverulegum viðskiptahalla næstu tvö árin. Þessar aðstæður munu stuðla að stöðugleika verðlags á tímabilinu. Sem endranær ríkir þó tölu- verð óvissa um flesta þætti spárinnar, t.d. um ytri skilyrði í þjóðarbúskapnum. Mesta óvissan lýtur þó að hugsanlegum stóriðju- og virkjanaframkvæmdum. Verðbólguspáin og þjóðhagsspáin gera ekki ráð fyrir að ráðist verði í stórframkvæmdir við álbræðsl- ur og virkjanir sem eru í bígerð. Ekki lágu fyrir nægar upplýsingar um framkvæmdirnar í tíma til þess að unnt væri að leggja mat á þær, eins og upp- haflega voru áform um að gera í þessu hefti Peninga- mála. Það mat verður unnið jafnskjótt og forsendur verða til þess og mun líklega birtast í næsta hefti Peningamála. Þótt ákvarðanir hafi ekki verið teknar um stóriðjuframkvæmdir eru á þeim töluverðar líkur. Það veldur nokkrum vanda við spágerð og mótun peningastefnunnar. Verði af framkvæmdum breytast allar forsendur í grundvallaratriðum. Til greina kæmi að taka nú þegar tillit til hugsanlegra framkvæmda við vaxtaákvarðanir. Seðlabankinn telur það hins vegar ekki tímabært í ljósi þess að óvissa ríkir enn um hvort af framkvæmdum verður. Bankinn byggir þessa afstöðu sína á því að framleiðslu- og atvinnu- tap vegna of aðhaldssamrar stefnu, ef ekki verður ráðist í framkvæmdirnar á næsta ári, verður líklega meira en ef peningastefnan yrði ekki nógu aðhalds- söm þegar ákvörðunin liggur fyrir. Ástæður þessa eru einkum þrjár. Í fyrsta lagi mun slaki ágerast á næsta ári ef ekki kemur til framkvæmdanna. Aðhaldsstig peningastefnunnar nú er of mikið miðað við þær forsendur. Hætta er á að lægðin í hagkerfinu ágerist meira en efni standa til ef peningastefnan tekur á næstunni að einhverju leyti mið af framkvæmdum sem ekki verður af. Í öðru lagi mun enn líða nokkur tími þar til að ákvörðun um framkvæmdirnar verður tekin og enn lengri þar til að þeirra fer að gæta í veru- legum mæli í eftirspurn og verðbólguþrýstingi og það gefur tíma til að bregðast við. Í þriðja lagi getur viðbragðsflýtir peningastefnunnar verið mikill og því hægt að bregðast skjótt við með hærri vöxtum en ella um leið og ákvarðanir verða teknar. Úttekt á stöðugleika fjármálakerfisins, sem Seðlabankinn gerir á hálfs árs fresti, er birt í þessu hefti Peningamála. Þar kemur fram að dregið hefur enn frekar úr ýmiss konar hættum sem kunna að hafa Inngangur Forsendur fyrir frekari lækkun Seðlabankavaxta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.