Peningamál - 01.11.2002, Síða 4

Peningamál - 01.11.2002, Síða 4
PENINGAMÁL 2002/4 3 I. Þróun efnahagsmála Forsendur stöðugleika í efnahagsmálum hafa styrkst enn frekar frá því síðasta hefti Peningamála kom út í ágúst. Hjöðnun verðbólgunnar hefur haldið áfram, jafnvægi ríkt í utanríkisviðskiptum og flest bendir til að mesti samdrátturinn í þjóðarútgjöldum sé að baki þótt hagvöxtur sé dræmur. Í þessum hluta er fjallað um framvindu verðlagsmála, ytri skilyrði og vís- bendingar um framleiðslu og eftirspurn í þjóðar- búskapnum. Verðlagsþróun Verðbólga nálgast mjög verðbólgumarkmið Seðla- bankans og var á þriðja ársfjórðungi í samræmi við spá Seðlabankans í ágúst Í október hafði vísitala neysluverðs hækkað um 2,9% á einu ári og hefur því nálgast mjög 2½% verðbólgu- markmið Seðlabankans. Nú í nóvember mun Hag- stofa Íslands hefja birtingu tveggja kjarnavísitalna. Þessar vísitölur sýna u.þ.b. 1% meiri verðbólgu (sjá síðar), sem bendir til nokkru meiri undirliggjandi verðbólgu en vísitala neysluverðs hefur mælt. Í ágúst spáði Seðlabankinn hækkun vísitölu neysluverðs um 3,4% frá þriðja ársfjórðungi 2001 til jafnlengdar 2002. Vísitalan hækkaði í reynd um 3,3%. Þetta er Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Verðbólga nærri markmiði og aukinn slaki án stóriðjuframkvæmda Verðbólgan hélt áfram að hjaðna sl. þrjá mánuði og er nú aðeins lítillega yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Kjarnavísitölur sýna reyndar nokkru meiri verðbólgu og staðfestir það fyrra mat Seðla- bankans um að undirliggjandi verðbólga hafi verið nokkru hærri en vísitala neysluverðs gaf til kynna. Frá því í janúar hefur árshraði verðbólgunnar verið undir verðbólgumarkmiðinu og horfur eru á að hækkunin yfir árið verði það einnig. Á seinni hluta næsta árs reiknar Seðlabankinn með að verðbólgan fari aðeins yfir verðbólgumarkmiðið á ný, en verði síðan við eða innan verðbólgumarkmiðsins til árs- loka 2004. Í þessum spám er ekki reiknað með að ráðist verði í stórfelldar virkjunar- og stóriðjufram- kvæmdir á tímabilinu, en það myndi breyta öllum niðurstöðum í grundvallaratriðum. Spáin er að öðru leyti byggð á því að stöðugleiki ríki í gengismálum næstu tvö ár, framleiðsluspenna verði óveruleg eða lítils háttar slaki á tímabilinu. Vísbendingar um framvindu efnahagsmála á árinu benda til þess að hagvöxtur hafi verið dræmur, en mesti samdrátturinn sé þó að baki. Seðlabankinn birtir nú í fyrsta sinn eigin þjóðhagsspá fyrir næstu tvö ár og tekur verðbólguspáin m.a. mið af henni. Áætlað er að þjóðar- útgjöld dragist saman um rúmlega 3% í ár, en hagstæð utanríkisviðskipti komi í veg fyrir samdrátt í landsframleiðslu. Á næsta ári er reiknað með dræmum hagvexti, 1½% vexti landsframleiðslu og 1% vexti þjóðarútgjalda. Gert er ráð fyrir lítilli aukningu einkaneyslu á næsta ári, eftir samdrátt í ár, sem einkum má rekja til aukins slaka á vinnumarkaði, og minni vaxtar ráðstöfunartekna og mikillar skuld- setningar heimila. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 4. nóvember 2002.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.