Peningamál - 01.11.2002, Síða 5

Peningamál - 01.11.2002, Síða 5
4 PENINGAMÁL 2002/4 annar ársfjórðungurinn í röð sem spá Seðlabankans einn ársfjórðung fram í tímann gengur því sem næst að fullu eftir.2 Hratt hefur dregið úr verðbólgu á árinu. Hún náði hámarki í janúar, þegar hækkun vísitölu neysluverðs undangengna tólf mánuði nam 9,4%, fór undir 4½% þolmörk ársins 2002 í júlí og 4% þolmörkin, sem gilda munu frá byrjun næsta árs, í ágúst. Frávik tólf mánaða verðbólgu frá verðbólgumarkmiðinu liggur fyrst og fremst í verðhækkunum á fyrstu þremur mánuðum tímabilsins. Þegar þessir þrír mánuðir hverfa úr verðsamanburðinum minnkar mæld 12 mánaða verðbólga. Frá ársbyrjun hefur verðlags- stöðugleiki raunar verið með ágætum á heildina litið. Á tímabilinu frá janúar til október hækkaði vísitala neysluverðs um 1,2%, eða sem nemur 1,6% á árskvarða. Á tímabilinu kann að gæta lítils háttar árs- tíðarsveiflu, auk þess sem sérstakra aðgerða til að hefta verðhækkanir kann að gæta enn. Hvað sem því líður virðist óhætt að fullyrða að hraði verðbólgunnar innan ársins hafi verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Verðbólga í helstu viðskiptalöndum Íslands lækk- aði frá áramótum til vormánaða og var minnst 1,2% í júní, en í september var meðalverðbólga í helstu viðskiptalöndunum 1,7%. Verðbólga í ríkjum EES var 1,8% í september. Sé sami mælikvarði notaður á verðbólgu á Íslandi og EES var verðbólga á Íslandi 3,2%. Undirliggjandi verðbólga er enn töluvert yfir verð- bólgumarkmiðinu Sem fyrr segir mun Hagstofa Íslands hefja nú í nóvember birtingu á tveimur kjarnavísitölum til að mæla undirliggjandi verðbólguþróun (sjá nánar umfjöllun í rammagrein 1). Kjarnavísitala 1, sem er vísitala neysluverðs án grænmetis, ávaxta, búvöru og bensíns, hefur hækkað um 3,8% undanfarna tólf mánuði en aðeins um 1,7% undanfarna sex mánuði og um 1,9% undanfarna þrjá mánuði (í báðum tilvikum á árskvarða). Kjarnavísitala 2, sem er kjarnavísitala 1 án opinberrar þjónustu, hefur hins vegar hækkað um 4% síðustu tólf mánuði og um 1,4% á árskvarða hvort heldur litið er til síðustu þriggja eða sex mánaða. Mynd 2 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S 1999 2000 2001 2002 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 % Verðbólguþróun 1999-2002 12 mánaða breytingar Helstu viðskiptalönd Íslands Ísland: Samræmd vísitala neysluverðs Heimild: Hagstofa Íslands. Ísland: Neysluverðsvísitala Mynd 3 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 0 2 4 6 8 10 % Verðbólga á mælikvarða vísitölu neysluverðs og kjarnavísitalna janúar 1994 - október 2002 Heimild: Hagstofa Íslands. Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Vísitala neysluverðs Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 2000 2001 2002 2.0 3.0 4.0 5.0 6.0 7.0 8.0 9.0 % Neysluverðsvísitala og verðbólguspár Seðlabankans 2000-2002 %-breytingar frá sama ársfjórðungi árið áður Maí ’01 Ágúst ’01 Nóv. ’01 Nóv.’00 Mynd 1 Feb.’00 Nóv.’99 Neysluverðsvísitala Ágúst ’00 Maí ’00 Feb.’02 Feb.’01 Maí 02 Ágúst ’02 2. Nánar verður fjallað um frávik í verðbólguspám Seðlabankans í fyrsta hefti Peningamála á næsta ári eins og gert hefur verið í fyrsta hefti ársins síðustu ár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.