Peningamál - 01.11.2002, Síða 7

Peningamál - 01.11.2002, Síða 7
hækkun húsnæðisverðs sótt í sig veðrið undanfarna mánuði. Þessi þróun er sérkennileg í ljósi þess að lík- lega minnkaði ráðstöfunarfé heimilanna á sl. ári, sem ætti að öðru óbreyttu að draga úr eftirspurn eftir hús- næði.3 Undanfarna tólf mánuði hefur húsnæðisliður vísitölu neysluverðs hækkað um 6%, en í maí nam tólf mánaða hækkun markaðsverðs húsnæðis, eins og það er mælt í vísitölu neysluverðs, aðeins 2,8%. Undanfarna þrjá mánuði hefur markaðsverð hús- næðis hækkað um 2½%, eða 10½% umreiknað til árshækkunar. Ástæða er til að staldra við aukna húsnæðis- verðbólgu undanfarna mánuði, því að hún gæti gefið til kynna að meiri kraftur sé í eftirspurn en ráða má af öðrum vísbendingum. Líklegt er þó að ástæður þessarar þróunar séu nýlegar kerfisbreytingar á fjár- mögnun íbúðarhúsnæðis. Þar ber fyrst að nefna hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs í maí í fyrra. Þá er þess að geta að í byrjun þriðja ársfjórðungs þessa árs var kaupskyldu sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu af félagslegu húsnæði aflétt. Breytingarnar fela í sér að eigendur félagslegs íbúðarhúsnæðis geta nú selt sínar íbúðir á markaðsvirði, t.d. í því skyni að festa kaup á stærra húsnæði. Nýr hópur seljenda og kaupenda kemur því inn á markaðinn sem líklegt er að auki eftirspurn eftir húsnæði. Enn er ekki ljóst hversu mikil áhrif þessara breytinga verða og hversu lengi þau vara. Til viðbótar má nefna að í reglu- gerðum um viðbótarlán er gert ráð fyrir að hægt sé að veita sérstakar undanþágur frá eigna- og tekju- mörkum. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalána- sjóði hafa þessar undanþágur verið túlkaðar með mismunandi hætti. Verðhjöðnun á innfluttum vörum það sem af er ári þrátt fyrir verðhækkun á bensíni Styrking krónunnar á fyrri helmingi þessa árs hefur haft töluverð verðlagsáhrif. 7. ágúst sl. þegar það var hæst hafði gengi krónunnar hækkað um rúm 17% frá nóvember í fyrra og um tæp 17% frá áramótum en síðan þá hefur það lækkað aftur um 3,8%. Verð á inn- fluttum vörum hefur sl. tólf mánuði hækkað um tæplega 1% en lækkað um tæplega 1% á ársgrund- velli það sem af er árinu. Lækkunin innan ársins átti sér stað þrátt fyrir að bensín hafi hækkað um 6,5% á ársgrundvelli frá áramótum. Áhrif gengisbreytinga ættu að skila sér nokkuð hratt inn í verð á innfluttum matvörum því að veltuhraðinn er tiltölulega mikill í matvöruverslun. Verð innfluttrar matvöru hefur lækkað um 3,7% undanfarna tólf mánuði, um 12,6% frá byrjun janúar, ef umreiknað er til árshraða, og náði lágmarki í ágúst. Auk gengishækkunar krón- unnar kann aukin samkeppni á milli lágvöruverðs- verslana með matvörur að hafa haft áhrif, því að nýr aðili kom inn á markaðinn sl. sumar. Undanfarna tvo mánuði hafa innfluttar matvörur hækkað nokkuð í verði á ný. Verðbólguvæntingar fyrirtækja um eða undir verð- bólgumarkmiðinu en almenningur væntir meiri verð- bólgu Verðbólguvæntingar forráðamanna fyrirtækja og á fjármálamarkaði hafa verðið í ágætu samræmi við verðbólgumarkmiðið, þ.e.a.s. um eða innan við 2½%. Því virðist sem traust þessara aðila á að peningastefnan nái settu marki sé með ágætum. Væntingar almennings virðast hins vegar sem fyrr mótast af liðinni tíð, fremur en spám um framtíðina. Verðbólguálag ríkisskuldabréfa með um 4½ árs líftíma hefur sveiflast á milli 2,2% og 2,7% frá því að Peningamál voru síðast gefin út. Að meðaltali var verðbólguálagið 2,4% á tímabilinu og 2,2% undir októberlok. Það hefur því að mestu verið undir 2½% verðbólgumarkmiði Seðlabankans ef undan eru skildar tímabundnar hækkanir tengdar væntingum um breytingar á vísitölu neysluverðs eða birtingu hennar. Tilkynningar Seðlabankans um lækkun stýri- 6 PENINGAMÁL 2002/4 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N 1999 2000 2001 2002 0 5 10 15 20 % 12 mánaða breyting Húsnæði Þjónusta einkaaðila Mynd 4 Húsnæðisliður og þjónusta einkaaðila í neysluverðsvísitölu 1990-2002 3. Með ráðstöfunarfé er átt við ráðstöfunartekjur að viðbættri nettólán- töku en að frádregnum vaxtagreiðslum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.