Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 8

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 8
vaxta hafa jafnan haft lítil áhrif á verðbólguálag ríkisskuldabréfa, sem ber vott um traust á peninga- stefnuna. Svipaðar niðurstöður má sjá í könnun meðal sér- fræðinga á fjármálamarkaði (sjá nánar umfjöllun í rammagrein 3) en þeir gera að meðaltali ráð fyrir að verðbólga yfir næsta ár verði 2,2%. Hæsta og lægsta gildi var 2,6% og 1,5%. Lægsta gildi hækkunar vísitölu neysluverðs sem vænst er yfir næsta ár er þó vel yfir neðri þolmörkum verðbólgumarkmiðsins. Í könnun sem Gallup gerði á væntingum og áformum 400 stærstu fyrirtækja landsins (sjá nánari umfjöllun í rammagrein 2) var spurt um verðbólgu- horfur næstu tólf og 24 mánuði. Forsvarsmenn fyrir- tækjanna töldu að meðaltali að vísitala neysluverðs myndi hækka um 2,6% næstu tólf mánuði og um 4,9% næstu 24 mánuði, sem jafngildir 2,4% á ári. Þrisvar á ári er gerð könnun fyrir Seðlabankann á verðbólguvæntingum almennings, nú síðast í októ- ber. Í niðurstöðum könnunarinnar kom fram að almenningur gerir að meðaltali ráð fyrir að verð- bólga næstu tólf mánuði verði 3,5%. Miðgildi var nokkru lægra eða 3,2%, þ.e.a.s. jafnmargir spáðu að verðbólgan yrði meiri en 3,2% og að hún yrði minni.4 Verðbólguvæntingar heimilanna hafa lækkað nokkuð síðan í maí en þá voru samsvarandi tölur 4,2% fyrir meðaltal og 4,0% fyrir miðgildi. Staðalfrávik mældist 1,3% og lækkar mikið frá fyrri könnunum á þessu ári. Í janúar og maí var staðal- frávik 2,5% og 1,8% sem er með því hæsta frá því að farið var að framkvæma þessar kannanir árið 1997. Ytri skilyrði og framleiðsla Horfur í alþjóðlegum efnahagsmálum hafa versnað Batinn í heimsbúskapnum, sem efnahagsspár fyrr á árinu gerðu ráð fyrir, hefur verið tregari en vonir stóðu til. Samkvæmt síðustu könnun Consensus Forecasts,5 sem gerð var í október sl., höfðu hag- vaxtarhorfur á þessu ári heldur versnað í Bandaríkj- unum og Evrópusambandinu frá því í apríl, en ívið minni samdrætti var spáð í Japan. Spáð var að meðaltali 1% hagvexti í Evrópusambandslöndunum, 2½% hagvexti í Bandaríkjunum og um 1% sam- drætti í Japan. Horfur um hagvöxt á næsta ári hafa einnig versnað samkvæmt sömu könnun. Að meðal- tali var spáð u.þ.b. ½% minni hagvexti í Bandaríkj- unum og ¾% minni hagvexti í Evrópusambands- löndunum en í apríl, eða 3% og 2%. Jafnframt hefur komið í ljós að hagvöxtur í Bandaríkjunum í fyrra var minni en áður var talið og að samdráttar gætti í þrjá ársfjórðunga samfleytt, en ekki einn eins og áður var talið. Horfurnar hafa versnað enn meira frá vormánuð- um ef litið er til þróunar á hlutabréfamörkuðum eða vísitalna sem mæla viðhorf heimila og fyrirtækja. Á þriðja ársfjórðungi varð mesta lækkun á verði hluta- bréfa í Bandaríkjunum í einum ársfjórðungi frá árinu 1987 og í Evrópu lækkuðu hlutabréf enn meira í verði. Þá hafði S&P 500-vísitalan bandaríska fallið um u.þ.b. helming frá mars árið 2000, eða meira en nokkru sinni í hálfa öld. Hlutabréfaverð hefur þó heldur rétt úr kútnum síðustu vikur. Bókhalds- hneyksli hjá bandarískum fyrirtækjum og stríðshætta við Persaflóa áttu þátt í síðustu hrinu lækkana, en vonbrigði með afkomutölur fyrirtækja og depurri hagvaxtarhorfur má telja undirliggjandi orsök verð- fallsins. Þetta hefur haft slæm áhrif á viðhorf neyt- enda, sem gæti reynst afdrifaríkt, því að það var öðru fremur seiglan í vexti einkaneyslu í Bandaríkjunum, PENINGAMÁL 2002/4 7 4. Jafnmargar mælingar eru fyrir ofan og neðan miðgildi, þannig að það er besti mælikvarðinn á það sem flestir töldu. Meðaltalið getur færst frá miðgildinu ef nokkrir aðilar eru með væntingar sem víkja langt frá því sem flestir telja. Jan. Febr. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. 0,0 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 % Verðbólguvæntingar 3. janúar - 31. okt. 2002 Daglegt verðbólguálag óverðtryggðra ríkisbréfa og væntingar fyrirtækja og almennings skv. könnunum Verðbólguálag ríkisbréfa (nú til um 4½ árs) Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 5 Verðbólguvæntingar almennings Verðbólguvæntingar fyrirtækja 5. Mánaðarlega kannar, safnar saman, og birtir Consensus Forecasts spár 240 stofnana sem fást við þjóðhagsspár víðsvegar um heim. Reiknað meðaltal spánna þykir að jafnaði gefa betri vísbendingu um framvindu næstu ára en einstakar spár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.