Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 11

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 11
mikið, og skýrist það m.a. af áhrifum gengishækk- unar krónunnar á fjármagnsliði og lækkun skatta. Staða og horfur iðnaðarfyrirtækja eru einnig góðar. Bæði framlegð og hagnaður batnar á milli ára. Staða fyrirtækja í verslun og þjónustu er hins vegar veik, en ástandið hjá fyrirtækjum í samgöngum og upplýs- ingatækni hefur batnað verulega. Ekki liggur fyrir traust mat á stöðu og afkomu óskráðra fyrirtækja fyrr en löngu eftir að árið er liðið. Reynt hefur verið að afla upplýsinga um stöðuna með óformlegum viðtölum. Í þeim hefur komið fram að umtalsverður samdráttur er í smásöluverslun, sem brugðist hefur verið við með hagræðingu og minna mannahaldi. Í heildsölu, t.d. bílasölu, virðist heldur bjartara framundan en verið hefur. Hótel- og veitingastarfsemi stendur fremur illa eftir lakara sumar en vænst var, en mikil fjárfesting stendur yfir eða er í undirbúningi í hótelum. Afturkippur hefur verið hjá verktakafyrirtækjum eftir mikil umsvif á sl. árum. Vonir um stóriðju- og virkjunarframkvæmdir og ágæt eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hafa dregið úr svartsýni sem áberandi var í lok sl. og byrjun þessa árs. Í könnun á viðhorfum 400 veltuhæstu fyrirtækja landsins sem Gallup hefur gert fyrir Seðlabankann og fjármálaráðuneytið (sjá rammagrein 2), kemur fram 10 PENINGAMÁL 2002/4 Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið hafa fengið Gallup til að spyrja forráðamenn íslenskra fyrirtækja um væntingar þeirra og áform. Slíkar kannanir hafa lengi tíðkast erlendis enda þykja þær gefa vísbendingar sem nýtast ásamt hagtölum til að spá fyrir um efnahagsþróun. Áformað er að gera slíka könnun tvisvar á ári hér á landi. Þessi fyrsta könnun var gerð á tímabilinu 4. sept- ember til 8. október sl. Í úrtak voru valin 400 veltu- hæstu fyrirtæki á Íslandi og var svarhlutfall um 80%. Spurt var um álit á efnahagsástandi, framtíðarsýn, þróun gengis, vaxta og verðlags og ýmislegt varðandi fyrirtækin s.s. veltu, birgðir og starfsmannafjölda. Spurningar voru þannig bæði eigindlegar og megind- legar. Svör við eigindlegum spurningum eru reiknuð í vísitölur sem má nota til að leggja mat á niðurstöður og þá ekki síst breytingar og þróun. Í tímans rás kemur leitni betur í ljós og jafnframt hversu áreiðanleg svörin reynast. Taflan sýnir svör við völdum spurningum. Fyrirtæki sem gera ráð fyrir að velta aukist í ár eru fleiri en hin sem reikna með að velta dragist saman. Athyglisvert er að breyting meðallauna er metin 1,7% næstu sex mánuði, sem er töluvert undir umsömdum launahækkunum í einkageiranum án fjármálastofnana, sem eru ríflega 3%. Þessa niðurstöðu má túlka þannig að fyrirtækin reikni með hagræðingu sem leiði til hlut- fallslegrar fækkunar hálaunafólks og/eða neikvæðu launaskriði. Hagræðingu má einnig lesa út úr því að gert er ráð fyrir að hagnaður í ár verði hærra hlutfall af veltu en í fyrra þrátt fyrir að afurðir hækki minna í verði en aðföng. Velta dregst á hinn bóginn saman að raunvirði í ár miðað við árið 2001 og það sama gildir um fjárfest- ingu. Vísitala sem mælir fjölgun/fækkun starfsmanna sýnir að fleiri fyrirtæki ætli að fækka starfsfólki en fjölga á næstunni og að starfsmönnum muni heldur fækka á árinu. Næstu tólf mánuði telja fyrirtækin að verðbólga verði nánast í samræmi við verðbólgumark- mið Seðlabankans, að gengi krónunnar lækki um hálft annað prósent og að stýrivextir bankans verði 6,8%. Rammagrein 2 Staða og viðhorf íslenskra fyrirtækja Könnun Gallups í september- október 20021 % nema annað sé tekið fram Fjölgun, óbreyttur fjöldi eða fækkun starfsmanna næstu 6 mánuði .................................................................. 86 Breyting á starfsmannafjölda 1.jan.- 31.des. 2002 ............ -2,4 Raunbreyting veltu milli áranna 2001 og 2002 ................. -1,6 Breyting meðallauna á næstu 6 mánuðum......................... 1,7 Verðbreyting afurða næstu 6 mánuði2 ............................... 0,8 Verðbreyting aðfanga næstu 6 mánuði3............................. 1,7 Stýrivextir Seðlabanka eftir 12 mánuði ............................. 6,8 Verðbólga næstu 12 mánuði............................................... 2,6 Breyting á gengi krónu næstu 12 mánuði.......................... -1,5 1. Taflan sýnir prósentubreytingar nema fyrir vexti (prósentur) og fjölg- un/fækkun starfsmanna (vísitala). Vísitalan tekur gildi frá 0 - 200. Gildi nálægt 100 þýðir að jákvæð og neikvæð svör hafi svipað vægi. 2. Ársbreyting: 1,6%. 3. Ársbreyting: 3,4%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.