Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 13

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 13
Hér á eftir verður fjallað nánar um stöðuna á nokkrum mikilvægum sviðum þjóðarbúskaparins, sem gefa vísbendingu um ástand eftirspurnar, þ.e.a.s. á vinnumarkaði, eignamörkuðum, í opinberum fjár- málum, lánakerfinu og hjá heimilum. Umtalsverður samdráttur í fjárfestingu atvinnuvega, en enn virðist töluvert byggt af atvinnu- og íbúðar- húsnæði Eftir mikla uppsveiflu á árunum 1996-1998 og árinu 2000 dróst fjárfesting atvinnuvega saman í fyrra og hefur sá samdráttur að því er best verður séð haldið áfram á yfirstandandi ári. Þetta má greina á innflutn- ingi fjárfestingarvöru, eins og að framan var getið. Samkvæmt upplýsingum sem aflað hefur verið með óformlegri könnun virðist stefna í litla fjárfestingu í sjávarútvegi á árinu, líklega aðeins u.þ.b. 2½-3 ma.kr., og líklega mun fjárfesting minnka enn frekar á næsta ári. Í samgöngugeiranum var fjárfest í flug- vél og flutningaskipi á þessu ári fyrir u.þ.b. 6 ma.kr., en ekki er vitað um nein stór fjárfestingaráform á næsta ári. Verð á atvinnuhúsnæði fer lækkandi, enda mikið framboð eftir byggingarhrinu síðustu ára. Því hefði mátt gera ráð fyrir að verulega dragi úr fjár- festingu þar á næstunni. Athuganir á umfangi nýhafinna bygginga (sökkla) benda hins vegar til að enn séu töluverð umsvif á þessu sviði. Bygging á vöruhóteli Eimskips, sem áætlað er að kosti um 2 ma.kr., stendur upp úr af einstökum stórum fram- kvæmdum. Einnig eru uppi mikil áform um bygg- ingu hótela á þessu og næsta ári. Gert er ráð fyrir að þessi fjárfesting muni nema 5½-6 ma.kr. árin 2002 og 2003. Eftir stórfellda aukningu verslunar- og þjónusturýmis undanfarin ár má gera ráð fyrir veru- legum samdrætti á næstunni. Einnig eru horfur á samdrætti fjárfestingar í iðnaði. Íbúðafjárfesting hefur verið meiri en reikna mátti með í ljósi sam- dráttar í innlendri eftirspurn. Útlit er fyrir að hún haldi í horfinu og gott betur, en nánar er fjallað um fjárfestingu á á öðrum stað í þessari grein. Vöruinnflutningur dregst ekki lengur saman eins og á síðari hluta árs 2001 en aukningin er lítil og virðist hafa stöðvast í bili Á fyrstu níu mánuðum hafði vöruinnflutningur á föstu gengi dregist saman um 6½% frá sama tíma í fyrra og um rúmlega 5% að magni. Nokkuð hefur dregið úr uppsöfnuðum samdrætti á árinu því að hann nam 10½% á fyrstu fjórum mánuðum ársins og var enn meiri í lok sl. árs. Árstíðarleiðréttur inn- flutningur jókst töluvert í apríl, maí og júní en hefur verið nokkuð stöðugur síðan. Almennur vöruinn- flutningur á tímabilinu janúar-september hafði dreg- ist saman um 4% að magni frá sama tíma árið áður. Þar vegur þyngst 20% magnsamdráttur í innflutningi fjárfestingarvöru, en innflutningur neysluvöru dróst saman um tæplega 4%. Innflutningur neysluvöru hefur heldur aukist á ný sl. mánuði, t.d. bifreiðainn- flutningur. Innflutningurinn hafði þannig dregist saman 6% á fyrstu sex mánuðum ársins og rúmlega 10% á fyrstu fjórum mánuðunum. Innflutningur rekstrarvöru jókst nokkuð, einkum vegna aukinna umsvifa tengdum stóriðju. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi hefur aukist og dregið úr launaskriði Að undanförnu hafa vísbendingar um vaxandi slaka á vinnumarkaði orðið skýrari. Skráð atvinnuleysi var 2,2% í september. Atvinnuleysi er jafnan minna yfir sumarmánuðina en á öðrum árstímum og hefur það af þeim sökum minnkað samfellt síðan í mars. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi hefur hins vegar aukist jafnt og þétt frá miðju síðasta ári. Á landsbyggðinni átti sér stað árstíðarbundin fækkun atvinnulausra yfir sumarmánuðina en á höfuðborgarsvæðinu var hún vart greinanleg. Að teknu tilliti til árstíma var at- vinnuleysi áætlað 3% í september, eða hið mesta síðan í mars 1998. Með auknu atvinnuleysi hefur langtímaatvinnu- lausum, þ.e.a.s. þeim sem hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur, fjölgað. Í september höfðu 12 PENINGAMÁL 2002/4 Heimild: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd 9 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S 1999 2000 2001 2002 10 11 12 13 14 15 16 Ma.kr. Árstíðarleiðréttur vöruinnflutningur á föstu verði 3 mánaða hreyfanlegt meðaltal Alls Án skipa og flugvéla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.