Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 14

Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 14
28% atvinnulausra verið það sex mánuði eða lengur, en á sama tíma í fyrra var þetta hlutfall 23%. Árs- fjórðungslegar tölur um fjölda langtímaatvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu frá 1992 sýna að flest árin eykst langtímaatvinnuleysi yfir vetrarmánuðina og fram á sumar en dregst þá saman. Þessa árstíðar- sveiflu er ekki að sjá í ár og er þróunin svipuð og árið 1992 þegar langtímaatvinnuleysi jókst verulega allt árið. Niðurstöður könnunar meðal forvarsmanna 400 fyrirtækja á væntanlegri breytingu stafsmannafjölda næstu mánuði benda til að atvinnuleysi eigi eftir að aukast. Meirihluti forsvarsmanna fyrirtækja í könn- uninni eða 61% telja að starfsmannafjöldi verði svipaður og hann var um mitt ár, 22% að þeir verði færri en aðeins 17% telja að þeim muni fjölga. Meiri tilhneigingar til fækkunar starfsmanna gætir á lands- byggðinni, meðal sjávarútvegs- og flutninga- og ferðaþjónustufyrirtækja og meðal stærri fyrirtækja. Hins vegar virðast iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki og minni fyrirtæki telja að starfsmenn þeirra verði nokkru fleiri í upphafi næsta árs en þeir voru í sept- ember. Samkvæmt könnun Gallups lækkaði vænt- ingavísitala sem mælir viðhorf heimilanna til atvinnuástandsins verulega milli september og október, eða úr 98,8 í 78,4 stig og hefur ekki verið lægri frá því í janúar. Verulega hefur dregið úr framboði á störfum. Meðalfjöldi lausra starfa í lok mánaðar fækkaði úr 595 í 242 fyrstu níu mánuði ársins samanborið við sama tíma í fyrra. Fjöldi lausra starfa er nú svipaður og hann var árið 1999. Nokkur samdráttur hefur einnig orðið á veitingu atvinnuleyfa það sem af er árinu miðað við sama tíma í fyrra. Fjöldi veittra atvinnuleyfa fyrstu níu mánuði ársins er þó enn svipaður og árið 2000 en veruleg breyting hefur orðið á samsetningu útgefinna atvinnuleyfa. Árið 2000 var meirihluti útgefinna atvinnuleyfa, eða um 60%, ný atvinnuleyfi, en það sem af er ári voru endurnýjuð atvinnuleyfi svipað hlutfall. Flest at- vinnuleyfi eru veitt til starfa við fiskvinnslu, ræst- ingu, þrif, eldhús- og umönnunarstörf en dregið hefur úr veitingu leyfa vegna starfa í byggingariðnaði og öðrum iðnaði. Enn virðist því erfitt að manna ákveðin störf þrátt fyrir verulega aukningu atvinnu- leysis. Einnig hefur orðið fækkun meðal þeirra sem ráðnir eru til starfa hér á landi í gegnum EES-vinnu- miðlanir á sama tíma og fleiri leita vinnu utan land- steina fyrir tilstilli EES-vinnumiðlunar hér á landi. Veruleg aukning hefur verið undanfarin ár á út- gjöldum Ábyrgðasjóðs launa vegna vangoldinna vinnu- og orlofslauna og vaxandi fjöldi launþega fær greitt úr sjóðnum.6 Í byrjun nóvember höfðu fleiri launþegar fengið greidd laun úr sjóðnum en allt árið í fyrra og það sama á við um útgjöld hans vegna launa (á verðlagi ársins 2002). Gert er ráð fyrir áframhaldandi aukningu það sem eftir er ársins. Gangi áætlanir sjóðsins eftir verður fjöldi launþega sem fær greidd laun úr sjóðnum í ár meiri en nokkurt ár undanfarinn áratug ef undan eru skilin árin 1991 og 1993. Umtalsvert hefur dregið úr launaskriði í einka- geiranum án fjármálastofnana á árinu. Á þriðja fjórðungi ársins mældist launaskrið 0,3% frá árs- fjórðungnum á undan, eða jafn mikið og á öðrum fjórðungi. Tölur Kjararannsóknarnefndar um launa- breytingar frá öðrum ársfjórðungi 2001 til sama árs- fjórðungs í ár sýna u.þ.b. sömu niðurstöðu og launa- vísitala Hagstofunnar. Launaskrið á þriðja árs- fjórðungi 2002 var 1,2% en 3,5% á sama ársfjórð- ungi í fyrra. Vegna þess að verðbólga hefur hjaðnað hratt á árinu hefur kaupmáttur launa í einkageiranum aukist síðastliðna tvo ársfjórðunga þrátt fyrir minna launaskrið, eftir að hafa dregist saman þrjá árs- fjórðunga í röð. Í einkageiranum án fjármálastofnana stefnir í 5-6% hækkun launa milli áranna 2001 og PENINGAMÁL 2002/4 13 6. Útgjöld Ábyrgðasjóðs launa vegna hvers launþega sem fær greitt úr sjóðnum geta verið mismunandi eftir því hver laun hans voru, hve marga mánuði laun eru greidd og hvort einnig er um að ræða van- goldið orlof. Mynd 10 1990 91 92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 2002 1 2 3 4 5 6 % Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi 1990-2002 Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mánaðarlegar tölur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.