Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 16

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 16
drátt sé að ræða. Síðustu mánuði virðist hafa orðið nokkur tilfærsla í útlánavexti til innlánsstofnana og fjárfestingarlánasjóða frá öðrum hlutum fjármála- kerfisins. Útlán þessara meginlánastofnana til heim- ila, fyrirtækja og hins opinbera jukust um 6,2% á föstu verði og gengi á tólf mánuðum til júníloka á meðan heildarútlán í lánakerfinu jukust um 5%, en í ágúst var ársvöxturinn kominn niður í rúmlega 5%. Frá ársbyrjun til ágústloka jukust lán þessara stofn- ana til fyrirtækja um tæp 4% á föstu verði og gengi, útlán til opinberra aðila um 6% og útlán til ein- staklinga um tæp 2%.9 Nokkuð hefur hægt á vexti útlána lífeyrissjóða til einstaklinga frá því í fyrra, þótt ársvöxturinn sé enn mikill, á bilinu 10-15% að raungildi sl. mánuði, samanborið við u.þ.b. fjórðungs ársvöxt á fyrri hluta sl. árs. Auknir lánsmöguleikar hjá Íbúðalánasjóði gætu hafa átt þátt í hjöðnuninni hjá lífeyrissjóðum.10 Gögn um útlán innlánsstofnana liggja fyrir til septemberloka. Hjöðnun í tólf mánaða vexti útlána stöðvaðist á vormánuðum, sveiflaðist síðan á bilinu 2-3% og var 2½% til septemberloka. Að frátöldum áhrifum gengisbreytinga og verðtryggingar hefur vöxtur útlána innlánsstofnana aukist frá því í mars og var u.þ.b. 6% til septemberloka, ríflega tvöfalt meiri en í mars. Að raungildi hafa útlán aukist nokkuð undanfarna mánuði, en voru í septemberlok ívið minni að raungildi en fyrir ári. Lítil hjöðnun greinanleg í peningamagni og sparifé Mælikvarðar á peningamagn hafa stundum gegnt veigamiklu hlutverki í mati á efnahagsástandi eða jafnvel horfum um verðlagsþróun. Túlkun slíkra vís- bendinga er þó einatt bundin miklum vandkvæðum. Ólíkt útlánatölunum hefur ekki orðið vart við mikla hjöðnun í vexti peningamagns og sparifjár (M3) á sl. ári. Til septemberloka hafði M3 vaxið um 14,7% á tólf mánuðum, sem er sami nafnvöxtur og á sama tíma í fyrra. Að teknu tilliti til verðbólgunnar, sem var mun minni á seinna tímabilinu, hefur raunvöxtur peningamagns og sparifjár reyndar aukist úr 6% í fyrra í 11% síðustu tólf mánuði. Svo mikill vöxtur gæti verið áhyggjuefni því til lengdar samræmist hann ekki stöðugu verðlagi. Ekki er þó tilefni til mikilla áhyggna í bráð því líklegt er að vöxturinn tengist aukinni sparnaðarhneigð sem fundið hefur sér farveg um hríð í auknum innstæðum í bankakerfinu. Þá hafa innstæður á peningamarkaðsreikningum auk- ist mjög en vöxtur þeirra þarf ekki að bera vott um peningaþenslu fremur en t.d. auknar inneignir í verð- bréfasjóðum. Þess má reyndar geta að Ísland er ekki eina landið í heiminum sem býr við töluvert mikinn vöxt peningamagns og sparifjár um þessar mundir. Skuldir heimilanna halda áfram að vaxa Skuldir heimilanna hafa haldið áfram að aukast á þessu ári, um 21 ma.kr. eða 3% að raungildi frá áramótum til júníloka, en lengra ná gögn ekki fyrir lánakerfið í heild. Skuldaaukningin virðist hins vegar mestöll vera í langtímalánum, nánar tiltekið við fjár- festingarlánasjóði (13 ma.kr. á föstu verði), fyrst og fremst Íbúðalánasjóð, og lífeyrissjóði (2,5 ma.kr.). Bankaskuldir einstaklinga hækkuðu um 2,5 ma.kr. á þessum sex mánuðum, allt mælt á verðlagi desem- bermánaðar 2001. Þótt skuldasöfnun heimilanna sé umtalsverð er hún ekki lengur jafn hröð og hún var á árunum 1999 og 2000. Umskiptin eru e.t.v. meiri en virðist við fyrstu sýn ef tekið er tillit til aukinna lántökumögu- PENINGAMÁL 2002/4 15 Mynd 13 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S 1999 2000 2001 2002 0 5 10 15 20 25 30 35 40 % M3 og innlend útlán innlánsstofnana 12 mánaða breyting Útlán M3 Heimild: Seðlabankinn. Útlán, fast verð/gengi M3 raunvirt 8. Á undanförnum misserum hafa stórar lánastofnanir flust úr flokki fjár- festingarlánasjóða og teljast nú innlánsstofnanir eða bankar. Fyrst rann FBA saman við Íslandsbanka og í byrjun þessa árs fékk Kaupþing leyfi til að starfa sem innlánsstofnum. Til þess að fá samanburðarhæfar tölur þarf því að skoða umsvif þessara stofnanaflokka í sameiningu. Sam- ræmd gögn ná til ágústloka. 9. Markaðsskuldabréf og -víxlar eru hér talin með útlánum. Lítil skulda- aukning einstaklinga stafar að hluta af því að í ágúst er stór innheimtu- mánuður hjá Íbúðalánasjóði, stærsta lánardrottni heimilanna. 10. Vitað er að ýmsir lífeyrissjóðir hafa aukið veðkröfur. Á móti vegur þó að hámarkslán hafa í mörgum tilfellum verið hækkuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.