Peningamál - 01.11.2002, Side 17

Peningamál - 01.11.2002, Side 17
leika hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum. Áætlað er að skuldir heimilanna við lánakerfið hafi um síðustu áramót numið um 170% af ráðstöfunartekjum þeirra. Samkvæmt gögnum um skuldir heimilanna í júní hækkar þetta hlutfall enn á þessu ári, þar sem búist er við að raunhækkun ráðstöfunartekna verði lítil en skuldir hafa vaxið um ríflega 7% að raunvirði á síðustu tólf mánuðum. Einkaneysla undanfarin ár hefur að töluverðu leyti verið fjármögnuð með láns- fé sem hefur aukið ráðstöfunarfé heimilanna umfram þær tekjur sem eru til ráðstöfunar eftir skatta. Þegar hægir á skuldaaukningunni minnkar þetta ráðstöfun- arfé og skýrir það samdrátt einkaneyslu 2001 þrátt fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi aukist um 1½%. Hafi heimilunum tekist að dreifa greiðslubyrðinni meira á árinu vegur það þó á móti þessari tilhneigingu. Vextir hafa lækkað í kjölfar lækkunar stýrivaxta Frá því að Peningamál voru gefin út síðast hefur Seðlabankinn lækkað stýrivexti sína fjórum sinnum, um samtals 1,7 prósentur. Stýrivextir bankans voru 6,8% í byrjun nóvember. Vextir á peningamarkaði hafa lækkað í takti við vaxtalækkanir Seðlabankans eftir að rýmra varð um laust fé á markaði. Frá miðju sumri hafa þriggja mánaða peningamarkaðsvextir verið lægri en stýrivextir Seðlabankans. Í kjölfar lækkunar stýrivaxta hafa bæði óverðtryggðir og verðtryggðir skuldabréfavextir einnig lækkað. Óverðtryggðir vextir hafa lækkað meira en verð- tryggðir, sem er eðlilegt á tímum fallandi verðbólgu- væntinga. Vextir ríkisbréfa með 11 ára líftíma voru t.d. 8,2% 1. ágúst, en hafa verið u.þ.b. 7½% að undanförnu. Vextir spariskírteina með sama líftíma voru 5,3% 1. ágúst en hafa að undanförnu verið u.þ.b. 5%. Óverðtryggðir bankavextir hafa lækkað að meðaltali um 1,5%. Verðtryggðir útlánavextir bankanna hafa hins vegar lítið breyst. Nánar er fjall- að um vaxtaþróun í næstu grein í ritinu. Gengisþróun innlendra hlutabréfa stingur í stúf við framvinduna á erlendum mörkuðum Gengisþróun hlutabréfa í íslenskum fyrirtækjum hefur verið á skjön við þróun á erlendum mörkuðum. Frá september sl. haust hefur vísitala aðallista í Kauphöll Íslands hækkað um rúmlega þriðjung og u.þ.b. 17% frá áramótum. Mest var hækkunin á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hlutabréf lyfjafyrirtækja hafa hækkað um tvo þriðju, samgöngufyrirtækja um þriðjung og sjávarútvegsfyrirtækja um 28% á sl. tólf mánuðum. Hlutabréf fyrirtækja á sviði upplýsinga- tækni hafa hækkað einna minnst, en jafnvel þau hafa hækkað undanfarna mánuði. Þrátt fyrir nokkra fækkun skráðra hlutafélaga hefur heildarmarkaðs- verðmæti þeirra aukist og nemur um þessar mundir rúmlega 500 ma.kr. Veltan hefur aukist með hækk- andi hlutabréfaverði, eins og algengt er. Þannig var veltan í september sl. hin mesta frá upphafi og stefnir í metveltu á þessu ári. Hin hagstæða þróun á innlendum hlutabréfa- markaði er áhugaverð í ljósi mikillar verðlækkunar á erlendum hlutabréfum. Gengi innlendra hlutabréfa dró dám af verði erlendra hlutabréfa á árunum 1998- 2000, en á sl. ári skildi leiðir. Reyndar er leitun að erlendum hlutabréfavísitölum sem hafa sýnt hag- 16 PENINGAMÁL 2002/4 Heimild: EcoWin. Lækkun hlutabréfavísitalna erlendis Bandaríkin (S&P 500) Evrusvæði (EMU Stoxx 50) Bretland (FTSE100) Japan (Nikkei 225) Heimurinn (Morgan Stanley) 0-10-20-30-40 % Mynd 15 Breyting 31. des. 2001 - 25. okt. 2002 Mynd 14 1993 94 95 96 97 98 99 00 01 2002 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 % Skuldir heimilanna við lánakerfið 1993-2002 Heimild: Seðlabanki Íslands. 12 mánaða raunbreyting júní-júní
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.