Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 21

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 21
þessu ári og 0,3% á því næsta. Þegar þessi afkoma er skoðuð verður hins vegar að hafa í huga að ríkið naut þess í tekjum að þjóðarútgjöld voru mikil á árunum 2000 og 2001, framleiðsla mikil og vaxandi, atvinnu- leysi lítið og bótagreiðslur sömuleiðis. Meðfylgjandi mynd sýnir afkomutölur ríkisins leiðréttar fyrir áhrif- um hagsveiflunnar. Sveifluleiðrétt afkoma versnaði um 1,8% af landsframleiðslu milli 2000 og 2001, en batnar samkvæmt áætlunum þessa árs um 0,7% af landsframleiðslu, eða um 6 ma.kr. á þessu ári, því að afkoman versnar minna en minnkandi hagvöxtur gefur tilefni til. Lítils háttar bati verður á sveiflu- leiðréttri afkomu á næsta ári, hagvöxtur dræmur en afkoma stendur í stað ef marka má áætlanir. Fleira en landsframleiðslan ein og sér hefur áhrif á fjárhag ríkissjóðs. Í síðustu uppsveiflu fóru þjóðarútgjöld langt fram úr landsframleiðslu, en það leiddi til mikils viðskiptahalla. Þar sem ríkissjóður hefur verulegar tekjur af útgjöldum fólks og sér í lagi innflutningi bíla og annarri varanlegri neysluvöru, hafði viðskiptahallinn jákvæð áhrif á afkomu hans. II. Þjóðhags- og verðbólguspá Að gefinni óbreyttri peningastefnu, stöðugu gengi krónunnar og því að ekki komi til stóriðjufram- kvæmda eru horfur á að 2½% verðbólgumarkmið Seðlabankans náist á síðasta fjórðungi þessa árs. Horfur eru á litlum sem engum hagvexti á þessu ári en að hagvaxtarhorfur fari smám saman að glæðast þegar líða tekur á seinni hluta spátímabilsins. Vöxtur þjóðarútgjalda verður hins vegar dræmur á spátíma- bilinu. Að sama skapi mun atvinnuleysi halda áfram að aukast þar til líða tekur á seinni hluta spátíma- bilsins og verður nokkuð umfram það atvinnuleysis- stig sem samrýmist óbreyttri verðbólgu. Eftir- spurnaraðstæður næstu tveggja ára ættu því að stuðla að því að verðbólga haldist lág á spátímabilinu. Tímabundnar aðstæður munu þó líklega leiða til þess að verðbólga fari yfir verðbólgumarkmiðið að ári, en verði ávallt vel innan efri þolmarka verðbólgumark- miðsins. Að tveimur árum liðnum verða áhrif þessara tímabundnu þátta hins vegar horfin og horfur á að verðbólga verði komin aðeins undir verðbólgumark- miðið. Óvissa spárinnar er talin vera nokkurn veginn samhverf, þ.e.a.s. jafn miklar líkur eru á að verð- bólgan verði meiri en spáð er til næstu tveggja ára og að hún verði minni. Eftirspurn og framleiðsla Seðlabankinn birtir nú þjóðhagsspá í fyrsta skipti. Meðal lykilforsendna spárinnar má nefna að gert er ráð fyrir að útflutningur sjávarafurða 2002 verði að magni til 4% meiri en 2001, og aukist um 3% árið 2003. Talið er að verðlag sjávarafurða í erlendri mynt hækki um 3% á yfirstandandi ári, en lækki um 1½% á næsta ári. Útflutningur á áli er talinn aukast um 7% árið 2002, og um 1½% 2003. Verð á áli í erlendri mynt hefur lækkað undanfarið og eru horfur á því, að svo kunni að fara áfram. Því er gert ráð fyrir að verð á áli í erlendri mynt lækki um 7% á árinu, og um tæp 11% á því næsta. Forsendur fyrir magnbreytingu helstu útflutningsvara eru svipaðar þeim sem fjár- málaráðuneytið notaði í spá sinni í haust, en hér er gert ráð fyrir töluvert óhagstæðari þróun á verðlagi erlendis. Horfur á litlum sem engum hagvexti á yfirstandandi ári Í kjölfar kröftugs hagvaxtar undanfarin ár eru horfur á litlum sem engum vexti á yfirstandandi ári. Er það þáttur í nauðsynlegri aðlögun hagkerfisins að jafn- vægi eftir langvarandi ofþenslu. Þótt lítil breyting verði á magni vergrar landsframleiðslu milli ára, á töluverð breyting sér stað á einstökum þáttum hennar. Þannig er gert ráð fyrir u.þ.b. 1½% samdrætti í einkaneyslu og um 14% samdrætti fjárfestingar, þótt fjárfesting í íbúðarhúsnæði vaxi enn. Í heildina munu þjóðarútgjöld dragast saman um 3¼% á árinu. Samdráttur þjóðarútgjalda í ár og í fyrra er umtals- verður og boðar mikil umskipti frá vexti þeirra árin fjögur á undan. Útflutningur vex um 5½% en inn- flutningur gæti dregist saman um 3¼%. Verg lands- framleiðsla mun því, eins og áður segir, nánast standa í stað. Hagvaxtarhorfur munu smám saman glæðast þegar líða tekur á spátímabilið Á næsta ári verður hagvöxtur tiltölulega lítill eða um 1½%. Að sama skapi verður vöxtur þjóðarútgjalda dræmur. Þegar líða tekur á spátímabilið er gert ráð fyrir að hagvöxtur glæðist nokkuð. Spáð er að hag- vöxtur árið 2004 verði komin í 3% og að vöxtur þjóðarútgjalda verði um 2½%. Samkvæmt þjóðhagsspánni verður hagvöxtur meiri í ár en gengið var útfrá í síðustu verðbólguspá 20 PENINGAMÁL 2002/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.