Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 22

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 22
Seðlabankans. Hins vegar er spáð minni hagvexti á næstu tveimur árum en gert var ráð fyrir í spá Þjóð- hagsstofnunar sem í meginatriðum lá til grundvallar verðbólguspánni í ágúst. Atvinnuleysi eykst á næstunni en fer að minnka aftur þegar líða tekur á 2004 Eins og fram hefur komið gætir aukins slaka á vinnu- markaði. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi hefur hækkað jafnt og þétt undanfarið ár og var komið í 3% í sept- ember. Í þjóðhagsspánni er reiknað með að atvinnu- leysi haldi áfram að aukast á næsta ári og verði um 3¼% að meðaltali, en úr því dragi á ný þegar líða tekur á árið 2004 og verði þá u.þ.b. 3% að meðaltali. Þetta er nokkuð meiri atvinnuleysi en gengið var útfrá í síðustu verðbólguspá Seðlabankans. Gangi þessi spá eftir gæti atvinnuleysi orðið nokkru meira á næsta ári en samrýmist stöðugri verðbólgu, en nálægt því stigi á seinni hluta ársins 2004. Samdráttur einkaneyslu á þessu ári og dræmur vöxtur á því næsta Áætlað er að einkaneysla dragist saman um 1½% á þessu ári. Á næsta ári er gert ráð fyrir dræmum vexti einkaneyslu, eða um ½%, og um 1¼% árið 2004. Þróun einkaneyslu dregur dám af minnkandi vexti ráðstöfunartekna sem aftur endurspeglar verri atvinnuhorfur á næstu tveimur árum. Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist óveru- lega á þessu ári en aukist um 1% árið 2003 og um 1½% árið 2004. Fjárfesting vex lítillega á næsta ári en meira árið 2004 Áætlað er að fjárfesting á næsta ári verði u.þ.b. 1% meiri en í ár. Árið 2004 verður vöxtur farinn að glæðast á nýjan leik. Af undirliðum þjóðarútgjalda er atvinnuvegafjárfesting næmust fyrir ástandi í þjóðar- búskapnum. Reiknað er með að hún verði farin að taka við sér árið 2004 og aukist þá um ríflega 10%. Hins vegar eru taldar líkur á að fjárfesting í íbúðar- húsnæði dragist þá eilítið saman, eftir sex ára sam- felldan vöxt. Spáin um íbúðafjárfestingu er meðal annars byggð á upplýsingum um íbúðarlán til ný- bygginga, byggingu sökkla á höfuðborgarsvæðinu, verðþróun á íbúðamarkaði og samtölum við mark- aðsaðila. Vísbendingar eru nokkuð misvísandi sem eykur óvissu í spánni. Reiknað er með að áhrifa kerfisbreytingar á íbúðamarkaði, sem áður hefur verið greint frá, taki að fjara út á næsta ári. Spá Seðlabankans í meginatriðum í takti við spá fjár- málaráðuneytisins en atvinna og einkaneysla eru þó veikari Þjóðhagsspá Seðlabankans er í stórum dráttum svipuð spá fjármálaráðuneytisins frá því í október sl. Nokkur atriði eru þó frábrugðin, sem skýrist að hluta til af því að spá Seðlabankans tekur tillit til upplýs- inga sem komið hafa fram eftir að spá fjármálaráðu- neytisins var gerð. Þótt byggt sé í grundvallaratriðum á sömu líkönum við spágerðina, ræður mat alltaf töluverðu um endanlega niðurstöðu og geta stofn- anirnar túlkað vísbendingar um stöðu efnahagsmála með mismunandi hætti. Rétt er að hafa í huga að spárnar geta mótast nokkuð af því að þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er ein af meginforsendum fjár- lagafrumvarps, en spá Seðlabankans er fyrst og fremst til grundvallar verðbólguspá bankans. Hér á eftir verður bent á það helsta sem skilur á milli þessara tveggja þjóðhagsspáa. Seðlabankinn spáir ½% meiri samdrætti einka- neyslu á yfirstandandi ári en fjármálaráðuneytið og ¾% minni vexti árið 2003. Meginástæða þess að í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir minni einkaneyslu en í spá fjármálaráðuneytisins er að reiknað er með meiri slaka á vinnumarkaði á þessu og næsta ári, sem birtist í minni hækkun launagreiðslna. Spáð er 3¼% atvinnuleysi árið 2003, samanborið við 2½% í spá fjármálaráðuneytisins. Seðlabankinn gerir ráð fyrir minni hækkun launa á þessu ári en ráðuneytið. Spá bankans er í samræmi við athuganir hans sem benda til sterks sambands hagvaxtar og atvinnuleysis, í samræmi við svokallað lögmál Okuns. Minnkandi hagvöxtur fer saman við vaxandi atvinnuleysi og virðist sem minnkandi hagvöxtur sé leiðandi vís- bending um aukið atvinnuleysi næstu ár þar á eftir. Í ljósi þess að hagvöxtur á þessu og næsta ári verður nokkuð undir langtímavaxtargetu þjóðarbúsins og að árstíðarleiðrétt atvinnuleysi er nú um 3% er ólíklegt að atvinnuleysi komi til með að minnka út spátíma- bilið, eins og spá fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir. Í fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í haust er gert ráð fyrir að samneyslan vaxi um 1% á næsta ári. Í ljósi reynslunnar gerir Seðlabankinn ráð fyrir því að samneysla vaxi um 2% árið 2003 en samneysla hefur PENINGAMÁL 2002/4 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.