Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 23

Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 23
að meðaltali aukist um 2,8% á ári undanfarin 10 ár. Verði aukning samneyslu aðeins 1% munu þjóðar- útgjöld vaxa um 0,7% í stað 1% og hagvöxtur verður mjög svipaður. Töluverður munur er einnig á spá um íbúðafjárfestingu 2002 og 2003, sem stafar af nokkuð ólíku mati á stöðu markaðarins. Spáin háð óvissu en breytingar á meginforsendum höfðu lítil áhrif á heildarniðurstöðuna Þær upplýsingar um líklega framvindu efnahagsmála sem þjóðhagsspáin veitir, t.d. um spennu eða slaka í þjóðarbúskapnum, gegna veigamiklu hlutverki við gerð verðbólguspár. Óvissa er hins vegar töluverð, eins og ávallt þegar spáð er um efnahagsframvind- una. Hún er þó líklega sérstaklega mikil í kringum hagsveifluskil, þ.e.a.s. á skilum hagvaxtar og sam- dráttar. Reynsla undanfarinna áratuga bendir t.d. til þess að samdráttur landsframleiðslu og þjóðarút- gjalda sé kerfisbundið vanmetinn á samdráttartímum, ekki síður en hagvexti er vanspáð á hagvaxtartímum. Þessi óvissa endurspeglast í óvissu um forsendur spárinnar. Til að kanna hversu viðkvæm spá bankans um hagvöxt næstu tveggja ára er fyrir breytingum á helstu forsendum var þeim hnikað til innan senni- legra marka. Einnig var litið á áhrif skella á nokkrar helstu stærðir líkansins. Niðurstaða þeirrar athugunar er að spá um hagvöxt á árunum 2002-2004 er ekki mjög næm fyrir breytingum sem prófaðar voru. Spá um hagvöxt hljóp á bilinu -0,1% til +0,2% árið 2002, 1,3% til 1,7% árið 2003 og 2,7% til 3,3% árið 2004. Rétt er að taka fram að hér er ekki um tölfræðilegt mat á óvissu að ræða. Í öllum tilfellum var gengið út frá því að ekki yrði af stóriðjuframkvæmdum sem áformuð eru. Frá því að Seðlabankinn birti síðast verðbólguspá sína í ágúst sl. hafa líkurnar á því að farið verði í þessar framkvæmdir í raun lítið breyst. Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Norðuráls og Landsvirkjunar um raforkusölu til tvöföldunar á framleiðslugetu Norðuráls. Eftir stendur þó að endanlegum samn- ingum milli stjórnvalda og framkvæmdaaðila er ekki lokið og því ríkir enn óvissa um þessi áform. Þá liggja heldur ekki fyrir nákvæmar áætlanir um kostn- að, verkumfang og endanlega stærð framkvæmda. Óvissuþættir munu væntanlega skýrast á næstu vikum og mánuðum enda er að því stefnt að ljúka samningum milli íslenskra stjórnvalda og Lands- virkjunar annarsvegar og Norðuráls og Alcoa hins vegar í byrjun næsta árs. Ef verður af áformum um stækkun Norðuráls úr 90 þús. tonna framleiðslu á ári í 180 þús. tonn og bygginu 320 þús. tonna álvers á vegum Alcoa, gefa fyrirliggjandi áætlanir til kynna 22 PENINGAMÁL 2002/4 Tafla 2 Þjóðhagsspá Seðlabankans Milljarðar króna Magnbreytingar á verðlagi hvers árs frá fyrra ári (%)1 2002 2003 2004 2002 2003 2004 Einkaneysla ............................................. 416,9 426,3 434,7 -1½ ½ 1¼ Samneysla ............................................... 189,6 197,7 206,4 2¾ 2 2¼ Fjármunamyndun .................................... 148,1 151,4 163,6 -14 1 6¼ Atvinnuvegafjárfesting ...................... 81,4 83,9 95,3 -20¾ 1½ 10½ Fjárfesting í íbúðarhúsnæði ............... 33,7 34,4 34,3 3 1 -1 Fjárfesting hins opinbera ................... 32,9 33,1 33,9 -7 -½ 1½ Þjóðarútgjöld, alls ................................... 754,5 775,6 804,8 -3¼ 1 2½ Útflutningur vöru og þjónustu ................ 315,1 318,7 337,2 5½ 4 4¼ Innflutningur vöru og þjónustu ............... 288,9 298,9 314,8 -3¼ 2½ 3¼ Verg landsframleiðsla.............................. 780,7 795,4 827,2 0 1½ 3 Viðskiptajöfnuður sem % af VLF........... . . . 0 -1 -1 Atvinnuleysi sem % af mannafla............ . . . 2½ 3¼ 3 Framleiðsluspenna sem % af VLF.......... . . . ½ -¼ 0 1. Magnbreytingar eru reiknaðar á föstu verðlagi ársins 1990.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.