Peningamál - 01.11.2002, Page 25

Peningamál - 01.11.2002, Page 25
fylgjandi töflu þýðir þetta að gert er ráð fyrir að gengi krónunnar styrkist um 8% yfir þetta ár, sem samsvarar 3½% hækkun gengis krónunnar milli meðaltala áranna 2001 og 2002 og tæplega 1% styrkingu milli meðaltala áranna 2002 og 2003. Í síðustu spá bankans var samsvarandi vísitölugildi 127,3. Ný spá bankans gerir því ráð fyrir um 2½% veikara gengi út spátímabilið en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Til viðbótar við horfur um eftirspurn og fram- leiðsluspennu, sem raktar eru hér að ofan, byggir verðbólguspá Seðlabankans á forsendum um verð- þróun nokkurra lykilstærða, svo sem launakostnaðar og innflutningsverðlags. Þessar verðforsendur hafa tiltölulega lítið breyst frá síðustu spá. Þó er nú gert ráð fyrir að á næsta ári verði vöxtur launakostnaðar á unna einingu yfir árið nokkurn veginn í samræmi við jafnstöðuvöxt, þ.e.a.s. að launakostnaður á unna einingu vaxi um sem nemur 2½% verðbólgumarkmiði Seðlabankans, en verði um 1% undir því árið 2004. Í síðustu spá bankans var hins vegar gert ráð fyrir því að vöxtur launakostnaðar á unna einingu yrði í samræmi við verðbólgumarkmiðið árið 2004. Þetta endurspeglar það að gert er ráð fyrir meiri slaka á innlendum vinnumarkaði á næstu árum en áður var talið. Alþjóðleg verðþróun hefur verið endurmetin í ljósi skýrari vísbendinga um veikar undirstöður alþjóðahagkerfisins og að það muni taka lengri tíma að ná sér á strik aftur. Því er í spánni gert ráð fyrir að innflutningsverðlag í erlendri mynt hækki aðeins um 1% á næsta ári í stað 2% í síðustu spá. Samkvæmt meginspánni mun verðbólga aukast tímabundið á fyrri hluta næsta árs Samkvæmt spánni mun verðbólgumarkmið Seðla- bankans nást á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Er það töluvert fyrr en stefnt var að í sameiginlegri yfir- lýsingu bankans og ríkisstjórnar frá 27. mars 2001, en í samræmi við síðustu spá bankans. Verðbólga mun hins vegar aukast nokkuð fram á mitt næsta ár, samkvæmt spánni, og verður um tíma meiri en gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans. Þetta helgast af tímabundnum áhrifum veikara gengis krónunnar en reiknað var með í síðustu spá, auk þess sem hag- vöxtur og framleiðsluspenna verða nokkru meiri á þessu ári, eins og komið hefur fram. Með nokkurri tímatöf ýtir framleiðsluspennan undir verðbólgu fram eftir árinu 2003. Samkvæmt spánni verður verðbólga eitt ár fram í tímann því tæplega 3%. Tvö ár fram í tímann verður verðbólga hins vegar undir markmiðinu Þegar áhrif þessara tímabundnu þátta fjara út og aukinn slaki í þjóðarbúskapnum á næsta ári fer að hafa áhrif á verðlagsþróun, mun verðbólga aftur fara minnkandi og verður komin í um 2% tvö ár fram í tímann, sem er í samræmi við síðustu spá bankans. Spáð er að verðbólga yfir árið 2002 verði aðeins 1,7%. Hjöðnun verðbólgunnar síðustu mánuði ársins 2002 og í janúar 2003 hefur lítið að gera með hjöðn- un verðbólgunnar næstu mánuði, heldur helgast hún af mikilli hækkun vísitölu neysluverðlags síðustu mánuði ársins 2001 og í janúar 2002. Yfir næsta ár er spáð 2,5% verðbólgu, eða jafnt verðbólgumark- miðinu, og tæplega 2% verðbólgu yfir árið 2004. Veikari eftirspurn gæti bent til minni verðbólgu en spáð er... Samkvæmt ofangreindri spá mun launakostnaður á unna einingu verða nokkru minni en sem nemur verðbólgumarkmiðinu næstu tvö árin. Það má rekja til töluverðs slaka á vinnumarkaði sem endurspeglast m.a. í auknu atvinnuleysi. Sum líkön sem notuð eru við spágerðina gefa til kynna að þessar aðstæður geti stuðlað að því að launaskrið verði enn minna en gert er ráð fyrir í meginspánni, og jafnvel neikvætt, og að því muni draga nokkru hraðar úr verðbólgu á næstu tveimur árum en gert er ráð fyrir í meginspá bankans. Á meðfylgjandi mynd, sem sýnir árlega meðal- verðbólgu, eru bornar saman meginspá bankans og 24 PENINGAMÁL 2002/4 Tafla 3 Helstu verðforsendur verðbólguspár (%) Síðasta spá Nýjasta spá 2002 2003 2004 2002 2003 2004 Launakostnaður vegna launasamninga† ............... 4¼ 3¼ 3 4¼ 3¼ 3 Launaskrið† ..................... ½ 0 1 ½ 0 ½ Innlend framleiðni‡ ......... ¼ 1 1½ ½ 1 1½ Innflutningsgengisvísitala krónunnar†.......................-10¼ 0 0 -8 0 0 Innflutningsverð í erlendri mynt‡ ............... -1 2 1½ -1 1 1½ † táknar prósentubreytingu yfir árið. ‡ táknar prósentubreytingu milli ársmeðaltala.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.