Peningamál - 01.11.2002, Page 28

Peningamál - 01.11.2002, Page 28
Samkvæmt þessu mati eru u.þ.b. 60% líkur á að verðbólga tvö ár fram í tímann verði undir verð- bólgumarkmiði bankans, en til samanburðar voru taldar líkur á að verðbólgan væri undir eða yfir verðbólgumarkmiðinu væru nokkurn vegin jafnar þegar síðasta spá Seðlabankans var gefin út. Með- fylgjandi tafla sýnir mat á líkum þess að verðbólga næsta ársfjórðungs og eitt og tvö ár fram í tímann lendi á mismunandi bili. III. Fjármálaleg skilyrði og stefnan í peninga- málum Aðhaldsstig peningastefnunnar hefur minnkað á undanförnum mánuðum í framhaldi af vaxtalækk- unum Seðlabankans og önnur fjármálaleg skilyrði hafa á heildina litið þróast til minna aðhalds að eftir- spurn. Raunvextir Seðlabankans voru í lok október yfir líklegu mati á jafnvægisvöxtum og hærri en efnahagshorfur án stóriðjuframkvæmda gefa tilefni til. Ekki er heppilegt að miða peningastefnuna nú í marktækum mæli við möguleikann á stóriðjufram- kvæmdum, þar sem of mikil áhætta er tekin ef þær skyldu frestast og tímatafir fram að framkvæmda- toppi og viðbragðsflýtir peningastefnunnar gefur nægilegt svigrúm til réttra viðbragða síðar. Fjármálaleg skilyrði og aðhaldsstig peninga- stefnunnar Aðhaldsstig peningastefnunnar hefur minnkað og fjármálaleg skilyrði slaknað á heildina litið Aðhaldsstig peningastefnunnar eins og það birtist í raunstýrivöxtum Seðlabankans hefur minnkað um- talsvert á síðustu mánuðum, eins og nánar er útskýrt hér að framan. Önnur fjármálaleg skilyrði eru einnig rýmri, enda hafa óverðtryggðir og verðtryggðir skuldabréfavextir lækkað, svo og óverðtryggðir vextir bankalána, gengi krónunnar hefur lækkað lítil- lega síðan í ágúst og verð hlutabréfa hefur hækkað. Megindrifkrafturinn á bak við þessa slökun eru vaxtalækkanir Seðlabankans sem voru alls fjórar á tímabilinu ágúst til október, um samtals 1,7 pró- sentur. Lækkun stýrivaxta hefur skilað sér í lækkun raun- stýrivaxta, en ekki að fullu þar sem verðbólgu- væntingar hafa einnig lækkað eftir því sem dregið hefur úr verðbólgu. Raunstýrivextir Seðlabankans, mældir með verðbólguálagi, voru í lok október u.þ.b. 4½% en voru u.þ.b. 5½% undir lok júlí. Séu raun- vextir hins vegar metnir út frá nýrri verðbólguspá bankans, þar sem gert er ráð fyrir tæplega 3% verð- bólgu eitt ár fram í tímann, eru raunstýrivextir 3,8%. Stýrivaxtalækkunin hefur einnig skilað sér nánast að fullu í minnkandi vaxtamun við útlönd og stuðlað að lægra gengi. Nánar er fjallað um skammtíma- samband stýrivaxtabreytinga og gengisbreytinga í rammagrein 4. Miðlun breytinga á stýrivöxtum í gegnum vaxta- rófið tekur töluverðan tíma. Einkum getur orðið töf á að verðtryggðir bankavextir lækki til jafns við stýri- vexti.12 Fleira en breytingar á skammtímavöxtum PENINGAMÁL 2002/4 27 Tafla 6 Mögulegt bil ársverðbólgu til næstu tveggja ára Verðbólga undir á bilinu á bilinu undir yfir 1% 1% - 2½% 2½% - 4% 2½% 4% Ársfjórð. 2002:4 ........ < 1 71 29 71 < 1 2003:3 ........ 5 31 45 36 18 2004:3 ........ 29 31 25 60 15 Taflan sýnir mat Seðlabankans á líkum á því að verðbólga verði á ákveðnu bili í prósentum. Mynd 21 Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0 % Raunstýrivextir Seðlabankans 2000-2002 Heimild: Seðlabanki Íslands. Miðað við verðbólguálag M.v. verðbólguálag ríkisbréfa (nú til um 4½ árs) eða verðbólguspá 4 ársfjórðunga fram í tímann 2000 | 2001 | 2002 Miðað við verðbólguspá 12. Þórarinn G. Pétursson (2001), „The transmission mechanism of mon- etary policy: Analysing the financial market pass-through“, Seðla- banki Íslands, Working Papers, nr. 14/2001.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.