Peningamál - 01.11.2002, Page 29

Peningamál - 01.11.2002, Page 29
28 PENINGAMÁL 2002/4 kann að hafa áhrif á þessa vexti, t.d. útlánaáhætta, sem kann að aukast þegar samdráttur er í þjóðar- búskapnum. Verðtryggðir bankavextir hafa enn sem komið er lækkað töluvert minna en vextir á verð- tryggðum skuldabréfum með ríkisábyrgð. Seðlabankinn birtir nú í þriðja sinn niðurstöður könn- unar á mati sérfræðinga á fjármálamarkaði á horfum í efnahagsmálum til næstu tveggja ára. Rétt er að taka fram að mat sérfræðinganna er byggt á þeirri forsendu að ekki komi til stóriðjuframkvæmda, sem er í sam- ræmi við forsendur spár Seðlabankans. Fyrst sýnir taflan mat sérfræðinganna á verðbólgu- horfum fyrir þetta og næsta ár. Eins og sjá má eru verðbólguspár þeirra yfir ár og milli ársmeðaltala mjög svipaðar spá Seðlabankans. Fyrir árið í ár eru spárnar nánast eins, en fyrir árið 2003 er meðaltalsspá mark- aðsaðilanna örlitlu lægri en spá bankans. Í könnuninni voru sérfræðingarnir einnig spurðir um horfur varðandi aðrar lykilstærðir efnahagsfram- vindunnar. Í svörum þeirra kemur fram að mat þeirra á hagvaxtarhorfum þessa og næsta árs eru að meðaltali ekki fjarri þjóðhagsspá Seðlabankans. Töluverður munur reyndist þó á spám einstakra aðila. Fimm af sex sérfræðingum telja að gengi krón- unnar haldist því sem næst óbreytt næstu tólf mánuði og þegar litið er tvö ár fram í tímann er helmingurinn enn sama sinnis. Almennt eru menn öllu bjartsýnni á gengi krónunnar til lengri tíma en í fyrri spám þessa árs. Sérfræðingarnir álíta jafnframt að Seðlabankinn muni halda áfram að lækka vexti og að stýrivextir bankans verði komnir niður fyrir 6% eftir eitt ár. Eins og í síðustu könnun telja þeir flestir að umskipti verði á vaxtalækkunarferlinu innan tveggja ára og að vextir taki að hækka lítillega á ný seinni hluta tímabilsins, enda þótt ekki sé gert ráð fyrir stóriðjuframkvæmdum í spánum. Að lokum benda niðurstöður könnunarinnar til þess að sérfræðingarnir hafi ólíkar skoðanir á þróun hlutabréfaverðs til næstu tveggja ára. Flestir þeirra telja að hlutabréfaverð muni hækka næstu tólf mánuði, á bilinu 6-34%. Sumir sérfræðingar eru svartsýnni og samkvæmt lægsta gildi er talið að hlutabréfaverð muni falla um 7% næstu tólf mánuði. Þegar litið er lengra fram á veginn eru þeir hins vegar allir sammála um að hlutabréfaverð muni hækka, en mismikið. Skiptar skoðanir eru einnig um fasteignaverð sem menn telja ýmist að muni hækka eða lækka. Rammagrein 3 Könnun á mati sérfræðinga á fjármálamarkaði á horfum í efnahagsmálum Yfirlit yfir spár sérfræðinga á fjármálamarkaði1 Meðaltal Hæsta gildi Lægsta gildi Meðaltal Hæsta gildi Lægsta gildi 2002 2003 Verðbólga (yfir árið) ............................................. 1,8 2,1 1,6 2,2 2,6 1,5 Verðbólga (milli ársmeðaltala) ............................. 4,9 5,0 4,8 2,3 2,8 1,5 Hagvöxtur ............................................................. -0,1 0,3 -0,8 1,8 2,3 1,5 Eitt ár fram í tímann Tvö ár fram í tímann Gengisvísitala erlends gjaldmiðils......................... 129,0 130,0 124,0 129,2 132,0 120,0 Stýrivextir Seðlabankans ...................................... 5,8 6,2 5,2 6,1 6,5 5,0 Langtímanafnvextir2 ............................................. 6,4 7,0 5,5 6,6 7,0 5,3 Langtímaraunvextir3 .............................................. 4,7 5,2 4,2 4,8 5,0 4,3 Úrvalsvísitala Aðallista ......................................... 5,8 16,8 -7,0 19,1 34,2 0,0 Breyting fasteignaverðs ........................................ 1,5 5,0 -1,5 1,4 4,0 -2,5 1. Taflan sýnir prósentubreytingar, nema fyrir vexti (prósentur) og gengisvísitölu erlendra gjaldmiðla (stig). Þátttakendur í könnuninni eru greiningar- deildir Búnaðarbanka Íslands, Íslandsbanka, Kaupþings, Landsbanka Íslands, SPRON og Ráðgjöf og efnahagsspár. 2. Ávöxtunarkrafa í tilboðum við- skiptavaka í ríkisbréf (RIKB 07 0209). 3. Ávöxtunarkrafa í tilboðum viðskiptavaka í húsbréf (IBH 41 0315). Heimild: Seðlabanki Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.