Peningamál - 01.11.2002, Síða 35

Peningamál - 01.11.2002, Síða 35
34 PENINGAMÁL 2002/4 Gengi krónunnar hefur sveiflast á tiltölulega þröngu bili ... Í lok júlí varð loks lát á tiltölulega samfelldri styrk- ingu íslensku krónunnar frá því fyrir síðustu áramót. Vísitala gengisskráningar hefur þó sveiflast á fremur þröngu bili allt frá því í vor eins og sjá má á mynd 6. Þokkalegt jafnvægi virðist vera á streymi gjaldeyris og sveiflur hafa að jafnaði verið mildar. Í lok ágúst varð skammvinn veiking sem að einhverju leyti var sögð tengjast aðgerðum Seðlabankans og lýst er hér neðar. Hinn 20. október var tilkynnt um endurmat Moody's á lánshæfi erlendra skuldbindinga ríkissjóðs og olli sú frétt ásamt fréttum af sölu á stórum hlut ríkisins í Landsbanka Íslands styrkingu á gengi krón- unnar. Bilun á sæstreng 28. ágúst varð til þess að við- skipti á innlendum gjaldeyrismarkaði féllu niður í heilan viðskiptadag og er nú leitað leiða til að draga úr röskun á starfsemi markaðar komi þetta ástand upp aftur. ... þrátt fyrir viðskipti Seðlabankans Seðlabankinn tilkynnti í byrjun ágúst að til stæði að hefja hófleg kaup á gjaldeyri til að draga úr skamm- tímafjármögnun gjaldeyrisforðans. Bankinn átti síðan viðræður við fulltrúa viðskiptavaka á gjald- eyrismarkaði og ræddi við þá um væntanlegt umfang. Í samræmi við niðurstöður þessara samtala kynnti bankinn 27. ágúst með hvaða hætti yrði staðið að kaupunum. Það kom því Seðlabankanum nokkuð á óvart þegar ástæða veikingar á gengi krónunnar hinn 28. ágúst var talin vera áðurnefnd tilkynning. Bæði hafði bankinn mótað fremur varfærna stefnu sem var vel innan þeirra marka sem fulltrúar við- skiptavaka höfðu tilgreint sem eðlilega og einnig hafði það legið fyrir frá byrjun ágúst að þetta stæði til og því hefði tilkynningin ekki átt að koma á óvart. Seðlabankinn hóf síðan 2. september að kaupa gjald- eyri á markaði í smáum skömmtum. Keyptur er gjaldeyrir að fjárhæð 1,5 milljón Bandaríkjadala tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum og hugsanlegt er að einnig verði keyptur gjaldeyrir á föstudögum. Viðskiptin fara fram fyrir opnun gjald- eyrismarkaðar. Hringt er í alla viðskiptavaka og leitað tilboða og því besta tekið. Stefnt er að því að kaupa allt að 20 ma.kr. á 16 mánaða tímabili til loka árs 2003. Frá byrjun september til loka október hafði bankinn keypt gjaldeyri af viðskiptavökum 18 sinn- um, alls 27 milljónir Bandaríkjadala. Seðlabankinn lýsti sig jafnframt reiðubúinn til að kaupa gjaldeyri beint af viðskiptavökum að þeirra frumkvæði í hærri fjárhæðum en forsenda þess er að gengi krónunnar hafi styrkst frá síðustu skráningu. Hinn 27. ágúst gerði Seðlabankinn framvirka sölusamninga um gjaldeyri við Íslandsbanka hf. að fjárhæð alls um 3 ma.kr. Afhendingardagar gjald- eyrisins eru þrír, í september 2002 og í janúar og mars 2003. Gjaldeyrisviðskiptin voru gerð í sam- ræmi við þá stefnu Seðlabankans sem lýst var í 1. hefti Peningamála 2002, þ.e. að bankinn væri reiðubúinn til að eiga einstök stórviðskipti á gjald- eyrismarkaði með það að markmiði að draga úr verð- sveiflum. Lausafjárstaða lánastofnana er rúm ... Lausafjárstaða lánastofnana hefur verið rúm á síð- ustu mánuðum og hafa vextir á skammtímaskuld- bindingum á millibankamarkaði með krónur oftast legið nokkuð fyrir neðan stýrivexti Seðlabankans. Í byrjun september seldi ríkissjóður Seðlabankanum gjaldeyri að andvirði 2 ma.kr. sem ríkissjóður ráð- stafaði og jók þannig lausafé í umferð sem leiddi til fremur rúmrar stöðu á markaði. Þegar óvænt innflæði kemur á markaðinn bregðast bankar jafnan við með því að bjóða það á millibankamarkaði með krónur en ef gnótt er jafndreifð hafa hinir aðilarnir lítinn áhuga og því er oftast gripið til þess ráðs að leggja féð inn á bindireikninga í Seðlabankanum og draga þar með úr hugsanlegri spennu sem getur myndast við lok binditímabils. Vextir á millibankamarkaði gefa oftast nokkuð góðar vísbendingar um lausafjárstöðu markaðarins en stöku sinnum eykst eða minnkar Maí | Júní | Júlí | Ágúst | September| Október | 124 125 126 127 128 129 130 131 132 31. des. 1991=100 Mynd 6 Vísitala gengisskráningar Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 2. maí - 31. okt. 2002
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.