Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 36

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 36
PENINGAMÁL 2002/4 35 lausafé óvænt og stundum þannig að breytingin er lítt sýnileg og þá riðlast þetta samband. Við túlkun þess- ara vísbendinga ber þó að taka tillit til þess að endur- hverf viðskipti Seðlabankans eru til tveggja vikna og skekkja þau því vaxtamyndunina til sama tíma á krónumarkaði. ... og lítil þörf fyrir fyrirgreiðslu í Seðlabanka ... Samkvæmt upplýsingum sem Seðlabankinn hefur yfir að ráða má ætla að u.þ.b. tveir þriðju hlutar stöðunnar í endurhverfum viðskiptum um þessar mundir séu notaðir til áhættuvarna vegna erlendra afleiðuviðskipta með innlend markaðsskuldabréf. Erlendir fjárfestar virðast hafa lítinn áhuga á því að taka stöðu í íslensku krónunni og vilja einungis kaupa ávöxtun af innlendum skuldabréfum. Við- skiptin fara því þannig fram að innlend lánastofnun kaupir bréfin á markaði og tekur síðan lán hjá Seðla- bankanum fyrir andvirði kaupanna og leggur bréfin fram sem veð í þeim viðskiptum. Síðan er gerður samningur við erlenda kaupandann um ávöxtunina. Áhættan í viðskiptunum er tiltölulega lítil og greini- legt er að hægt er að hagnast á þeim. Þetta hefur tíðkast um nokkurt skeið og hefur Seðlabankinn ekki amast við því þar sem aðrir aðilar á innlendum markaði virðast enn ekki færir um að leysa þennan þátt markaðsviðskipta. Það hlýtur þó að vera umdeil- anlegt að kalla viðskipti af þessu tagi „sölu á íslenskum skuldabréfum til erlendra fjárfesta“, þar sem erlendi aðilinn leggur lítið fé fram til kaupanna og tekur hvorki gengis- né höfuðstólsáhættu. Vaxtamunur hefur minnkað vegna lægri vaxta hér- lendis Vaxtamunurinn við útlönd hefur minnkað verulega á undanförnum mánuðum vegna lækkunar vaxta hér á landi. Í lok júlí var vaxtamunur, eins og hann er mældur miðað við þriggja mánaða ríkisvíxla hér og erlendis, 5,26 prósentur og vaxtamunur á millibanka- markaði mældist 4,83 prósentur. Í lok október var vaxtamunurinn á ríkisvíxlunum 3,15 prósentur og 3,29 prósentur á millibankamörkuðum. Seðlabankar í öðrum löndum, hafa haldið að mestu að sér höndum við vaxtabreytingar síðustu vikur utan hvað sviss- neski seðlabankinn lækkaði vaxtabilið, sem hann notar til viðmiðunar, um 0,5 prósentur og danski seðlabankinn lækkaði 14 daga útlánsvexti sína tvisvar í ágúst um 0,05 prósentur hvort skipti. Þessi aðgerð danska seðlabankans er nokkuð óvenjuleg þar sem hann hefur að jafnaði fylgt nákvæmlega eftir vaxtabreytingum evrópska seðlabankans. Hins vegar hafði danska krónan styrkst og þar sem danski seðla- bankinn hafði keypt gjaldeyri á tímabilinu maí til ágúst fyrir tæpa 16 milljarða danskra króna var ákveðið að minnka þrýstinginn á genginu og lækka vextina. Þessi þróun hefur nú að einhverju leyti snúist við. Verðbréfaviðskipti eru mikil um þessar mundir Verðbréfaviðskipti hafa verið lífleg að undanförnu bæði á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði. Septem- ber var metmánuður í skuldabréfaviðskiptum og var veltan rétt tæplega 100 ma.kr. eins og sjá má á mynd 7. Mikið hefur verið gefið út af húsbréfum og húsnæðisbréfum upp á síðkastið og stefnir í metár í útgáfu þeirra, alls um 49,3 ma.kr. en áætlun í janúar sl. gerði ráð fyrir 47,2 ma.kr. útgáfu á árinu. Þetta segir þó ekki alla söguna því að 36,7 ma.kr. fara í endurgreiðslur eldri lána. Íbúðalánasjóður gerir ráð fyrir eitthvað meiri útgáfu á næsta ári, eða 52,5 ma.kr., en endurgreiðslur munu þá nema 40,5 ma.kr. Hlutabréfaverð hefur verið tiltölulega stöðugt og hefur vísitala aðallista Kauphallarinnar sveiflast frá því í febrúar á þessu ári á bilinu 1.250 til 1.330 stig. S O N D J F M A M J J A S O 2001 2002 0 20 40 60 80 100 120 140 Ma.kr. Skuldabréf Hlutabréf Mynd 7 Viðskipti í Kauphöll Íslands Heimild: Kauphöll Íslands. Mánaðarleg gögn september 2001 - október 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.