Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 38

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 38
PENINGAMÁL 2002/4 37 sjónmáli. Þótt staða lánastofnana hafi almennt batnað er mikilvægt að gera ráð fyrir að vanskil kunni að aukast frekar og útlánatap geti haft áhrif til lækkunar á eiginfjárhlutfalli lánastofnana. Við þær aðstæður sem nú ríkja verður því að telja æskilegt að lána- stofnanir haldi áfram að treysta eiginfjárhlutfall sitt og fari varlega í að auka útlán. Þjóðhagsvísbendingar Ytri skilyrði stöðugleika eru enn góð þótt efnahags- batinn í viðskiptalöndunum láti á sér standa Nokkuð hefur hægt á efnahagsbata í helstu viðskipta- löndum Íslands, eins og getið er um í greininni Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum hér að fram- an. Áætlanir og spár um hagvöxt sýna nú nokkru minni hagvöxt á þessu og næsta ári, en einnig hefur endurmat leitt í ljós að hagvöxtur var minni í Banda- ríkjunum í fyrra en áður var talið. Þrátt fyrir þetta hefur útflutningsverðlag sjávaraf- urða haldist hátt, þótt það hafi lækkað nokkuð síðla sumars. Standi alþjóðlega efnahagslægðin lengi, einkum ef verulega hægir á vexti einkaneyslu í við- skiptalöndunum, gæti það stuðlað að frekari verð- lækkun, auk þess sem sérstakar aðstæður á evrópskum matvælamarkaði á sl. ári, sem héldu uppi verði sjávarafurða, fjara út með tímanum. Málmar hafa lækkað í verði, þar á meðal ál. Samkvæmt CRU Group International2 eru horfur á að álverð lækki enn meira. Vegna þess að íslensku álbræðslurnar eru í eigu erlendra aðila sem fjármagna starfsemina að mestu leyti erlendis án milligöngu innlendra fjár- málastofnana hefur íslenskt fjármálakerfi fremur lítilla hagsmuna að gæta á sviði málmframleiðslu og því ekki ástæða til að hafa áhyggjur af slíkri þróun frá sjónarhóli fjármálastöðugleika. Á heildina litið eru viðskiptakjör áfram hagstæð og engin veruleg áföll í útflutningi fyrirsjáanleg, þótt draga muni úr vexti hans skv. þjóðhagsspám, eins og fjallað er um á bls. 20-23. Hjöðnun viðskiptahallans, aukinn gengisstöðugleiki og ört minnkandi verðbólga skjóta stoðum undir stöðugleika í fjármálakerfinu Hjöðnun viðskiptahallans hefur orðið enn hraðari en reiknað var með í síðustu úttekt Seðlabankans á fjár- málastöðugleika í Peningamálum 2002/2. Sam- kvæmt fyrirliggjandi spám, sem ekki gera ráð fyrir álversframkvæmdum, verður hallinn árið 2003 mjög lítill og fyllilega sjálfbær. Samdráttur þjóðarútgjalda er áætlaður um 3,5% í ár, eftir 3% samdrátt í fyrra, sem er ívið meira en áður var gert ráð fyrir. Gengisstöðugleiki hefur í aðalatriðum ríkt frá því í vor, en þá hafði gengi krónunnar hækkað verulega frá lágmarkinu í lok nóvember 2001. Gengið styrktist nokkuð í maí og aftur síðla sumars, en hefur á haust- mánuðum verið svipað og í maí. Síðan í vor hefur dregið hratt úr verðbólgu og á gengisþróunin stóran þátt í því. Frá sjónarhóli fjármálalegs stöðugleika er það mikilvægt, því að það hefur komið í veg fyrir umtalsverða kaupmáttarrýrnun og stuðlað að friði á vinnumarkaði. Slök erlend skammtímastaða þjóðarbúsins hefur þótt nokkurt áhættumerki undanfarin tvö ár, enda gerir hún hagkerfið viðkvæmara fyrir brestum í fram- boði lánsfjár og getur valdið sveiflum í gengisþróun. Verst var staðan í lok þriðja fjórðungs sl. árs, þegar hún var neikvæð um 76,3 ma.kr., þar af 40,2 ma.kr. á vegum lánastofnana. Í lok annars ársfjórðungs 2002 hafði staðan batnað um meira en helming. Því hefur dregið verulega úr áhættu að þessu leyti, þótt enn vanti töluvert á að jafnvægi ríki í erlendri lausafjár- stöðu þjóðarbúsins. Á meðan kjör erlendra skamm- Mynd 1 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 1997 1998 1999 2000 2001 2002 0 20 40 -20 -40 -60 -80 -100 -120 Ma.kr. Seðlabankinn Lánastofnanir Hið opinbera Atvinnufyrirtæki Alls Erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins 1997-2002 Heimild: Seðlabanki Íslands. 2. CRU Group International í London er leiðandi fyrirtæki í heiminum á sviði upplýsingamiðlunar og ráðgjafar um málma, orku og jarðefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.