Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 40

Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 40
muni einnig fjölga á næsta ári. Hátt hlutfall launa í vergum þáttatekjum og samsvarandi lágt hlutfall hagnaðar gæti verið vísbending um undirliggjandi vanda hjá öðrum fyrirtækjum en þeim sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Hjöðnun verðbólgu styrkir stöðu heimilanna en aukinna fjárhagserfiðleika gætir vegna hærri greiðslubyrðar Eftir mikla skuldasöfnun árum saman og ört vaxandi greiðslubyrði á sl. ári má búast við að þeim heimilum fjölgi sem eiga í verulegum fjárhagslegum erfið- leikum. Vísbending um þetta er fjölgun árangurs- lausra fjárnáma hjá einstaklingum. Fyrstu 9 mánuði ársins voru þau 28% fleiri en á sama tíma í fyrra og meira en tvöfalt fleiri en að jafnaði árin 1996-1999.4 Eigi að síður eru aðstæður heimilanna að mörgu leyti betri en horfur voru á um tíma. Hjöðnun verðbólgunnar á árinu leiddi til þess að kaupmáttur launa varð meiri á árinu en talið var í byrjun þess. Horfur eru á að á árinu hækki laun nokkru meira en spáð var í ársbyrjun og verðlag minna. Frá sjónarhóli fjármálastöðugleika verður hins vegar að taka með í reikninginn að launahækkunum er nokkuð misdreift, þ.e.a.s. þær hafa verið mun meiri í opinbera geiran- um en einkageiranum. Á fyrsta fjórðungi ársins hafði kaupmáttur launa í einkageiranum rýrnað u.þ.b. um 2% frá fyrra ári, en á þeim þriðja mældist 1,5% kaup- máttarauki og horfur eru á að á árinu í heild haldist kaupmáttur í einkageiranum u.þ.b. óbreyttur frá fyrra ári. Atvinnuleysi heldur hins vegar áfram að aukast jafnt og þétt, að teknu tilliti til árstíðarsveiflu. Frá því í apríl sl. hefur þróunin verið svipuð á höfuðborgar- svæðinu og landsbyggðinni. Í nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans er gengið út frá litlum vexti kaupmáttar ráðstöfunartekna á þessu og næsta ári.5 Vöxtur kaupmáttar ráðstöfunartekna verður því það lítill að kaupmáttur sumra heimila mun rýrna milli ára. Skattalegar breytingar, t.d. umtalsverð lækkun vaxtabóta vegna hækkunar á fasteignamati sakir eignatengingar, ýtir undir mis- munandi kaupmáttarþróun. Raunvaxtabyrði heimil- anna hefur aukist enn frekar á þessu ári. Kaupmáttur ráðstöfunarfjár eftir nettólántökur og vexti, sem töluvert var fjallað um í Peningamálum 2002/2, minnkar því líklega enn frekar á milli áranna 2001 og 2002. Skuldir heimilanna hafa í ár aukist enn frekar í hlutfalli við ráðstöfunartekjur. Gera má ráð fyrir að í lok þessa árs muni skuldirnar nema ríflega 175% af ráðstöfunartekjum, samanborið við 170% um sl. ára- mót. Að undanförnu hefur aukningin orðið hvað mest í húsnæðislánum, sem jafnan eru til langs tíma. Þessar tölur benda til þess að þótt heimilin hafi orðið að draga umtalsvert úr neyslu sinni í fyrra og á þessu ári hefur enn ekki komið til þess að þau dragi úr skuldsetningu líkt og gerst hefur víða erlendis við svipaðar aðstæður. Verð íbúðarhúsnæðis hefur haldist hærra en reiknað var með en verð atvinnuhúsnæðis hefur lækkað um- talsvert Eins og fjallað er um í greininni Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum hefur verð íbúðarhús- næðis haldist hærra en reiknað var með. Að raungildi lækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu töluvert á sl. ári, en á yfirstandandi ári hefur það hækkað nokk- uð. Raktar hafa verið hér að framan ýmsar ástæður þessarar þróunar, svo sem hækkun hámarkslána, breytingar á félagslega íbúðakerfinu sem komu til PENINGAMÁL 2002/4 39 4. Kröfuhafar (Tollstjórinn í Reykjavík vegur þar þyngst) gera almennt ekki lengur kröfur um gjaldþrot nema eignir séu fyrir hendi, annars eru árangurslaus fjárnám látin duga. Á það einkum við um einstaklinga og skýrir fækkun gjaldþrota þeirra árin 2001 og 2002. Heimild: Lánstraust hf. 716 704 1.019 1.123 1.350 1.730 896 849 841 829 1.326 1.775 556 638 756 820 1.055 1.281 751 810 1.046 1.169 1.662 1997 1998 1999 2000 2001 2002 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 3.500 4.000 4.500 5.000 5.500 Fjöldi 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. Fjöldi árangurslausra fjárnáma hjá einstaklingum 1997-2002 Mynd 3 5. Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytis í október var gert ráð fyrir nokkru meiri kaupmáttaraukningu ráðstöfunartekna eða um 1,5% milli 2001 og 2002 og 2% á næsta ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.