Peningamál - 01.11.2002, Síða 44

Peningamál - 01.11.2002, Síða 44
PENINGAMÁL 2002/4 43 um í að lækka kostnaðarhlutfallið hjá ýmsum bönk- um og sparisjóðum. Samanburður kostnaðarhlutfalls frá einu ári til annars gefur ekki skýra mynd þar sem sveiflur í tekjum hafa mikil áhrif á hlutfallið. Í þessu sambandi má benda á kostnaðarhlutfall sex stærstu sparisjóð- anna árið 2000 en þá seldu nokkrir þeirra hlut í eða tekjufærðu gengishagnað sem hafði myndast í bók- um þeirra vegna Kaupþings hf. og fór kostnaðar- hlutfall þeirra niður í 49% en hækkaði svo í um 70% árið eftir. Dregið hefur úr stækkun efnahagsreiknings en hjöðn- un útlánaaukningar virðist hafa náð lágmarki Á árunum 1997 til 2001 stækkaði efnahagsreikn- ingur viðskiptabankanna og sex stærstu sparisjóða gríðarlega en nú hefur verulega hægt á. T.d. stækkaði efnahagsreikningur viðskiptabankanna frá síðustu áramótum til júníloka aðeins um 3,4% og sex stærstu sparisjóðanna um 1,6%.14 Tólf mánaða nafnvöxtur útlána innlánsstofnana dróst saman á fyrri hluta ársins en nú virðist sem ákveðnu lágmarki sé náð. Tólf mánaða aukning út- lána til septemberloka var um 4,6%.15 Ríflega 41% útlána innlánsstofnana var gengisbundið í lok sept- ember á þessu ári samanborið við 44% í árslok 2001. Frá áramótum til loka september hafa gengisbundin útlán innlánsstofnana í krónum talið dregist saman um 8% en á sama tíma styrktist gengi krónunnar um ríflega 10% og því varð raunaukning í gengis- bundnum útlánum á þessu tímabili. Um 6,4% af útlánum innlánsstofnana voru til erlendra aðila í lok september samanborið við 4% í árslok 2001. Þetta var um 47,1 ma.kr. í lok september. Það sem vekur athygli er samsetning þessara útlána en í árslok 2001 voru nær öll þessi lán til erlendra aðila í erlendri mynt en í lok september voru um 22% þeirra í krónum sem bendir til þess að umsvif erlendra aðila 15. Tekið er tillit til útlána Kaupþings banka hf. þótt hann hafi ekki orðið viðskiptabanki fyrr en í upphafi árs 2002. 14. Efnahagsreikningur fjögurra stofnana dregst saman frá áramótum til júníloka, þ.e. Íslandsbanka hf. (8%, útlán og markaðsverðbréf), Spari- sjóðabanka Íslands hf. (8%, kröfur á lánastofnanir og útlán), Spari- sjóðs Hafnarfjarðar (0,6%) og Sparisjóðs Kópavogs (5,2%, markaðs- verðbréf). Ef af yfirtöku Kaupþings banka hf. á JP Nordiska verður mun efnahagsreikningur Kaupþings banka hf. stækka töluvert. Ef reiknað er með yfirtökunni á JP Nordiska og sameiningunni við Auð- lind hf. er áætlað að efnahagsreikningur Kaupþings banka hf. muni stækka um 56% frá hálfsársuppgjörinu. Mynd 11 1990 91 92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 2002/6 40 45 50 55 60 65 70 75 80 85 % 0 10 20 30 40 50 60 70 % Kostnaðarhlutfall viðskiptabanka og sparisjóða 1990-2002/6 Heimild: Fjármálaeftirlitið. Kostnaðarhlutfall (vinstri ás) og munur á hæsta og lægsta (hægri ás) 6 stærstu sparisj. Viðskiptabankar Viðsk.bankar og 6 stærstu sparisj. Viðsk.bankar og allir sparisj. Munur á hæsta og lægsta Mynd 12 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002/6 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 Ma.kr. 0 5 10 15 20 25 30 35 40 %Viðskiptabankar (v.ás) Sex stærstu sparisjóðir (v.ás) Allir (v.ás) Aukning milli tímabila (h.ás) Þróun efnahagsreiknings viðskiptabanka og sparisjóða 1995-2002/6 Heimild: Fjármálaeftirlitið. 1. Tekið er tillit til útlána Kaupþings banka hf. aftur í tímann. Heimild: Seðlabanki Íslands. J F M A M J J A S O N D J F M A M J J A S O 2001 2002 0 5 10 15 20 25 30 35 40 % 0 1 2 3 4 5 -1 -2 -3 % 1 mán. nafnbr. (h. ás) 1 mán. breyt. án uppf. (h. ás) 12 mán. nafnbreyting (v. ás) 12 mán. breyt. án uppf. (v. ás) Vöxtur útlána innlánsstofnana með og án gengis- og verðvísitöluuppfærslu1 Mynd 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.