Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 53

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 53
52 PENINGAMÁL 2002/4 1. Inngangur Við mótun peningastefnunnar þarf Seðlabankinn að reyna að meta hversu mikið af mældum verðbreyt- ingum má rekja til þátta sem endurspegla viðvarandi eða almenna þróun verðbólgu og hversu mikið rekja má til þátta sem líklega hafa einungis tímabundin áhrif á verðbólguþróun. Þar sem slíkar verðbreyt- ingar endurspegla yfirleitt breytingar á verðhlut- föllum, skattabreytingar eða mjög tímabundna fram- boðshnykki sem breyta verðlagi án þess að hafa áhrif á viðvarandi verðbólgu er almennt rétt að líta fram hjá þeim við mótun peningastefnunnar. Áhrif slíkra verðbreytinga á verðbólguvæntingar ættu yfirleitt að vera takmörkuð en áhrif verðbreytinga sem hafa meiri viðvarandi áhrif á almenna verðbólgu ættu að vera mun meiri. Til að auðvelda aðgreiningu milli þessara tveggja aðskildu orsaka verðbreytinga hafa margir seðlabankar gripið til þess ráðs að skilgreina mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu. Þessir mæli- kvarðar eiga að auðvelda bönkunum mótun peninga- stefnunnar og útskýringu ákvarðana sinna fyrir almenningi og stjórnvöldum. Það ætti að auka líkurnar á því að verðbólguvæntingar almennings endurspegli fremur undirliggjandi verðlagshorfur en tímabundnar sveiflur í verðlagi sem leiðréttast munu innan skamms tíma.2 Þetta ætti að draga úr þeim sveiflum í framleiðslu og stýrivöxtum sem að jafnaði fylgja því að halda verðbólgu í námunda við verð- bólgumarkmið bankans. Sú leið sem oftast er farin við mótun á mæli- kvarða á undirliggjandi verðbólgu er að reyna að undanskilja þá þætti sem helst endurspegla tíma- Þórarinn G. Pétursson1 Mat á kjarnaverðbólgu og notkun við mótun peningastefnunnar 1. Höfundur er deildarstjóri rannsóknardeildar hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands og lektor við Háskólann í Reykjavík. Höfundur vill þakka Rós- mundi Guðnasyni aðstoð við gagnaöflun og Má Guðmundssyni gagn- legar ábendingar. Þær skoðanir sem hér koma fram eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands. Í samræmi við sameiginlega yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabanka Íslands frá 27. mars 2001 um verðbólgumarkmið og breytta gengisstefnu hefur Seðlabankinn, í samráði við Hagstofu Íslands, mótað tvo mælikvarða á undirliggjandi verðbólguþróun sem bankinn ætlar að hafa til hliðsjónar við mótun peningastefnunnar með vísitölu neysluverðs, sem verðbólgumarkmið bankans miðast við. Í þessari grein er fjallað um rökin fyrir því að notast við slíka mælikvarða við mótun peningastefnunnar og aðferðina við val þeirra. Sá fyrri undanskilur verð grænmetis, ávaxta, búvöru og bensíns og sá seinni útilokar einnig verð opinberrar þjónustu. 2. Vel má hugsa sér að almenningur hafi þegar lært að líta framhjá slíkum verðsveiflum í almennri vísitölu neysluverðs og byggi þar með ákvarðanir sínar í raun á einhverjum mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu. Miðað við reynslu undanfarinna ára virðist hins vegar mega ætla að nokkuð skorti á að almenningur hafi yfir að ráða slíkri þekkingu. Það er því mikilvægt hlutverk Seðlabankans að kenna almenningi að líta framhjá slíkum sveiflum og horfa frekar til lengri tíma og undirliggjandi verðbólguþróunar. Hluti af slíkri kennslu er ein- mitt að miða peningastefnuna að einhverju leyti við mælikvarða á kjarnaverðbólgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.