Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 55

Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 55
langs tíma er hins vegar mjög æskilegt að kjarnavísi- tala endurspegli þróun framfærslukostnaðar. Því er æskilegt að mæld kjarnaverðbólga og verðbólga mæld með vísitölu neysluverðs sýni sams konar langtímahegðun. Túlkun verðbreytinga við mótun peningastefnunnar Við ákvörðun peningastefnunnar er æskilegt að verð- vísitalan sem notuð er til viðmiðunar hafi sem nánust tengsl við stefnuna. Í þessu samhengi þarf að hafa í huga að vísitala neysluverðs inniheldur fjölda undir- liða sem eru töluvert sveiflukenndir og aðra sem eru utan áhrifasviðs peningastefnunnar. Því getur stundum verið erfitt að túlka og móta peninga- stefnuna á grundvelli breytinga á vísitölu neyslu- verðs. Með því að útiloka liði sem eru töluvert sveiflukenndir má því draga úr skammtímasveiflum í mældri verðbólgu og auðvelda þannig mótun peningastefnunnar. Að sama skapi geta viðbrögð sumra undirliða almennrar vísitölu neysluverðs við aðgerðum í peningamálum verið þess eðlis að flækja túlkun seðlabankans á tímabundnum áhrifum aðgerða sinna. Því getur verið heppilegt að útiloka slíka undirliði út úr almennri vísitölu neysluverðs. Dæmi um slíkan undirlið er vaxtakostnaður íbúðalána sem í sumum löndum er mældur sem framfærslukostnaður heimila, þó ekki hér á landi. Þar sem þessi kostnaðarþáttur er mældur í almennri vísitölu neysluverðs fylgir t.d. vaxtahækkun viðkomandi seðlabanka hækkun þess hluta framfærslukostnaðar sem gæti í sumum tilvik- um jafnvel leitt til tímabundinnar hækkunar mælds verðlags í kjölfar aukins aðhalds peningastefnunnar. Þetta getur gert mótun peningastefnunnar erfiðari en ella og gæti jafnvel leitt til rangra stefnuviðbragða, þ.e. ef aðhaldsstig peningastefnunnar er aukið aftur þannig að hún er í raun farin að elta skottið á sér. Því hafa þau lönd sem byggja stefnu sína á formlegu verðbólgumarkmiði, þar sem vaxtakostnaður hús- næðislána er inni í vísitölunni, tekið þennan þátt út í mælingum sínum á kjarnaverðbólgu. Í sumum þeirra hefur vísitala neysluverðs jafnvel verið endurskil- greind þannig að þessi þáttur er tekinn út. Önnur tegund undirliggjandi verðbreytinga sem erfitt getur verið að túlka og gerir því mótun peninga- stefnunnar erfiðari eru verðbreytingar sem orsakast af breytingum á óbeinum sköttum og niðurgreiðslum hins opinbera. Hækkun óbeinna skatta leiðir t.d. til tímabundinnar hækkunar mældrar verðbólgu m.v. vísitölu neysluverðs sem ekki er rétt að peninga- stefnan bregðist beint við, a.m.k. ekki í fyrstu umferð.5 Áhrif peningastefnunnar á undanskilda þætti Óheppilegt er að gripið sé til aðgerða í peninga- málum vegna fyrstu áhrifa undirþátta verðvísitölunn- ar sem peningastefnan hefur í raun engin áhrif á. Dæmi um þetta er t.d. bensínverð. Því getur verið rétt að undanskilja bein áhrif bensínverðs í mælikvarða á kjarnaverðlagi. Með því gæti túlkun skammtíma- verðbreytinga og mótun peningastefnunnar orðið auðveldari. Önnur rök fyrir því að undanskilja undirþætti eins og bensínverð er að bensínverðsbreyting er dæmi um breytingu á hlutfallslegu verðlagi sem vel mótuð peningastefna á almennt séð ekki að bregðast við. Þvert á móti er eðlilegt að hleypa slíkum viðskipta- kjaraskellum út í verðlag. Hækkun bensínverðs (versnandi viðskiptakjör) fylgir yfirleitt að það hægir á hjólum efnahagsstarfseminnar á sama tíma og verð- lag hækkar. Bregðist peningastefnan við með auknu aðhaldi er hættan sú að hún dragi enn frekar úr efna- hagsstarfseminni. Því er það góð peningastefna sem hleypir slíkum framboðsskellum að hluta eða öllu leyti út í verðlag. Það getur því auðveldað fram- kvæmd peningastefnunnar að undanskilja úr kjarna- verðlagi undirþætti, eins og bensínverð, sem verða fyrir miklum áhrifum af framboðsskellum. Megin- viðfangsefni peningastefnunnar er að halda verð- bólgu í skefjum og bregðast við eftirspurnarskellum en ekki framboðsskellum. Annað dæmi um undirþætti sem peningastefnan hefur lítil sem engin áhrif á er verð háð opinberum ákvörðunum. Slíkt verð bregst lítið við undir- liggjandi markaðsaðstæðum og lýtur yfirleitt öðrum sjónarmiðum en verðákvarðanir fyrirtækja á mark- aði.6 PENINGAMÁL 2002/4 54 5. T.d. gæti peningastefnan aukið aðhaldsstig efnahagsstefnunnar óþarf- lega mikið ef skattahækkanirnar eru liður í auknu aðhaldi í ríkisfjár- málum og peningastefnan brygðist við tímabundnu verðbólguskoti þeirra með vaxtahækkun. 6. Að sama skapi væri óeðlilegt að bregðast t.d. við afnámi niður- greiðslna og opinbers verðlagseftirlits, sem hefði í för með sér tíma- bundnar verðhækkanir, með auknu aðhaldi í peningamálum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.