Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 56

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 56
Vísbendingargildi útilokaðra undirþátta Verðbólga 1-2 ár fram í tímann er meginviðmið peningastefnu seðlabanka með verðbólgumarkmið. Núverandi verðbólga hefur hins vegar áhrif á verð- bólgu í framtíðinni og er því mikilvæg vísbending við mótun peningastefnunnar. Því þarf að hafa í huga að þættir sem eru mikilvæg vísbending um fram- tíðarþróun almenns verðlags séu ekki undanskildir við mat á kjarnaverðlagi, þ.e. ekki má undanskilja þætti úr mælikvarðanum sem draga úr spágetu fyrir framtíðarþróun verðbólgu og þannig úr vísbending- argildi mældrar kjarnaverðbólgu fyrir aðhaldsstig peningastefnunnar. Undirþætti sem hafa lítil áhrif á almenna verðlagsþróun í nútíð og framtíð ætti hins vegar að vera óhætt að útiloka. 2.2. Yfirlit yfir mismunandi aðferðir Margvíslegar aðferðir eru notaðar við mat á kjarna- vísitölu. Í meginatriðum má skipta þessum aðferðum í tölfræðilegar aðferðir og aðferðir sem útiloka ákveðna undirliði úr almennri vísitölu neysluverðs (sjá t.d. Roger, 1998, og Hogan, 2000). Í fyrra tilvikinu eru tölfræðilegar aðferðir notaðar til að draga úr, að hluta eða öllu leyti, áhrifum liða sem hverju sinni sveiflast meira en fyrirfram er búið að skilgreina, óháð því um hvaða undirliði er að ræða hverju sinni. Ein algeng nálgun er að endurvega undirþætti vísitölunnar á grundvelli sögulegra staðal- frávika. Vægi undirliða sem hafa sveiflast mikið er því minnkað í föstu hlutfalli við staðalfrávik þeirra. Önnur leið er að notast við svokallað klippt meðaltal (e. trimmed mean) þar sem ákveðið hlutfall sveiflu- mestu undirþátta hverju sinni eru teknir út úr vísi- tölunni. Í báðum þessum tilvikum tekur samsetning vísitölunnar breytingum við hverja mælingu eftir því sem sveiflur í undirþáttum breytast. Þriðja leiðin er að nota margvíð tímaraðalíkön til að reyna að að- skilja verðbreytingar sem rekja má til breytinga á framboðshlið hagkerfisins frá verðbreytingum sem rekja má til breytinga á eftirspurnarhlið hagkerfisins (sjá t.d. Quah og Vahey, 1995). Í seinna tilvikinu eru ákveðnir undirliðir vísi- tölunnar teknir út úr henni í eitt skipti fyrir öll. Þessir liðir gætu t.d. verið liðir sem sveiflast mikið eða eru utan áhrifasviðs peningastefnunnar. Algengt er t.d. að taka út undirþætti eins og landbúnaðarvörur, en verð þeirra er töluvert sveiflukennt, bensínverð, en verð þess er bæði sveiflukennt og utan áhrifasviðs pen- ingastefnunnar, og aðra sveiflukennda undirþætti. Einnig er algengt að taka út verð háð opinberum ákvörðunum og reyna að leiðrétta fyrir áhrifum óbeinna skatta og niðurgreiðslna, sem eingöngu hafa tímabundin áhrif á verðbólgu. Kosturinn við þessa aðferð er að auðveldara er að túlka mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu byggða á þessari aðferð en ef byggt er á tölfræðilegum aðferðum þar sem erfitt er að sjá hvaða upplýsingar er verið að útiloka og hvaða upplýsinga er tekið tillit til. Gallinn er hins vegar sá að með útilokunaraðferðinni er verið að sleppa öllum upplýsingum sem þessir undirþættir geyma, einnig þeim sem geta endurspeglað raunverulegar breytingar í undirliggjandi markaðsaðstæðum. Þar að auki eru tímabundin áhrif undirþátta sem áfram eru í vísi- tölunni ekki undanskilin í mælikvarðanum á kjarna- verðbólgu. Því getur verið æskilegt að hafa fleiri en einn mælikvarða á kjarnaverðbólgu og túlka þróun þeirra í samhengi við þróun heildarvísitölunnar. 2.3. Mælingar kjarnaverðbólgu í einstökum löndum Nokkuð er misjafnt eftir löndum hvort mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu eru notaðir við ákvörðun 55 PENINGAMÁL 2002/4 Tafla 1 Mismunandi verðlagsviðmiðanir landa með formlegt verðbólgumarkmið Formleg viðmiðunarvísitala Lönd Vísitala neysluverðs Ástralía1, Brasilía, Chíle, Filippseyjar, Ísland, Ísrael, Kanada, Kólumbía, Mexíkó, Noregur, Nýja-Sjáland1, Perú, Pólland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland2, Ungverjaland Kjarnaverðsvísitala Bretland3, Suður-Afríka3, Suður-Kórea4, Tæland5 1. Seðlabankar Ástralíu og Nýja-Sjálands hættu að miða verðbólgumark- mið sitt við kjarnaverðbólgu 1998 (Ástralía) og 1999 (Nýja-Sjáland) þegar neysluverðsvísitala þeirra var endurskilgreind og vaxtakostn- aður húsnæðislána tekinn út úr vísitölunni. 2. Seðlabanki Tékklands miðaði verðbólgumarkmið sitt við kjarnaverð- bólgu (vísitölu neysluverðs án verðs háðs opinberum ákvörðunum og án beinna áhrifa óbeinna skatta og niðurgreiðslna) fram til apríl 2001 þegar bankinn hóf að miða stefnuna við almenna vísitölu neysluverðs. 3. Seðlabankar Bretlands og Suður-Afríku miða við vísitölu smásölu- verðs án vaxtakostnaðar húsnæðis. 4. Seðlabanki Suður-Kóreu miðar við vísitölu neysluverðs án verðs land- búnaðarvara og olíu. 5. Seðlabanki Tælands miðar við vísitölu neysluverðs án orkuverðs og verðs óunninnar matvöru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.