Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 58

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 58
Tafla 2 sýnir vægi mismunandi undirliða í heildarvísitölunni og framlag þeirra til verðbólgu alls tímabilsins og tímabilsins frá janúar 1998 til október 2002 (u.þ.b. helmingur heildartímabilsins). Vægi einstaka undirliða breytist lítið yfir allt tímabilið. Án húsnæðis vega undirliðirnir um ¼ í vísitölunni en tæplega 40% sé húsnæðisliðurinn tekinn með. Yfir allt tímabilið má rekja tæplega helming um 39% hækkunar vísitölu neysluverðs til þessara fjögurra undirþátta (um ¼ án húsnæðisliðar) en frá 1998 má rekja tæplega þriðjung af 23% hækkun vísitölu neysluverðs til þeirra (tæplega 20% án húsnæðisliðar). 3.2. Meðalverðbólga og sveiflur Tafla 3 sýnir meðalverðbólgu og sveiflur í verðbólgu fyrir allt tímabilið, miðað við eins mánaðar og tólf mánaða breytingar verðvísitalnanna. Sem mælik- varða á sveiflur er sýnt einfalt staðalfrávik og skilyrt staðalfrávik, sem mælir staðalfrávik ófyrirséðra verðbreytinga miðað við einfalt tímaraðalíkan.8 Að lokum sýnir taflan skilyrt ferilris (e. kurtosis) verð- breytinga sem gefur vísbendingu um tíðni ófyrirséðra stórra verðbreytinga (hækkana og lækkana), þ.e. verðbreytinga sem eru umfram það sem gæti sam- ræmst því að verðbreytingarnar væru normaldreifðar. Við samanburð á sveiflum í mismunandi verð- vísitölum fyrir mat á heppilegum mælikvarða á kjarnaverðbólgu skiptir samanburður á skilyrtum staðalfrávikum meira máli en samanburður á óskil- yrtum staðalfrávikum, þar sem sá fyrrnefndi gefur mælikvarða á sveiflur í ófyrirséðum verðbreytingum sem er sá hluti verðbreytinga sem flækir mótun peningastefnunnar fremur en sveiflur í fyrirséðum verðbreytingum. Með sama hætti ætti túlkun verð- breytinga að verða erfiðari að öðru óbreyttu, ef stórar ófyrirséðar verðbreytingar eru tíðar. Því er sýnt skil- yrt ferilris verðbreytinga fremur en óskilyrt ferilris þeirra. Eins og sjá má eru töluverðar verðsveiflur í undirliðunum, ef opinber þjónusta er undanskilin, sem breytist tiltölulega sjaldan og þá oft í stórum stökkum, sbr. hátt ferilris verðbreytinga opinberrar þjónustu. Verðsveiflur verðvísitölu neysluverðs án mismunandi undirliða eru hins vegar mjög áþekkar. Þegar miðað er við einfalt staðalfrávik er erfitt að finna mælikvarða á kjarnavísitölu sem sveiflast minna en heildarvísitalan. Aðeins vísitalan án mat- vöru og bensíns hefur lægra staðalfrávik í eins mánaðar breytingum. Í tólf mánaða breytingum hefur hins vegar engin verðvísitala lægra staðalfrávik en 57 PENINGAMÁL 2002/4 Tafla 2 Vægi undirliða og framlag til verðbólgu Vægi í Framlag til verðbólgu Verðhækkun vísitölu (%) Prósentustig í % í % Undirliður Tímabilið nóvember 1992 til október 2002 Grænmeti, ávextir og búvörur.......................................................... 9 2,2 6 24,6 Bensín............................................................................................... 4 2,7 7 64,0 Opinber þjónusta .............................................................................. 11 4,8 12 44,4 Húsnæði............................................................................................ 13 7,7 20 58,8 Samtals ............................................................................................. 7 17,4 45 - Vísitala neysluverðlags .................................................................... 100 38,8 100 38,8 Tímabilið janúar 1998 til október 2002 Grænmeti, ávextir og búvörur.......................................................... 8 1,1 5 13,0 Bensín............................................................................................... 4 1,2 5 27,9 Opinber þjónusta .............................................................................. 11 2,1 9 18,8 Húsnæði............................................................................................ 13 6,5 28 48,7 Samtals ............................................................................................. 36 10,9 47 - Vísitala neysluverðlags .................................................................... 100 23,1 100 23,1 8. Líkanið inniheldur fasta, eins mánaðar töf breytingar viðkomandi verðvísitölu (og árstíðargervibreytur í tilviki eins mánaðar breytinga).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.