Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 61

Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 61
Því virðist sem ekki tapist miklar upplýsingar um framtíðarþróun verðbólgu við að útiloka matvörur og opinbera þjónustu við mat á kjarnaverðbólgu. Hins vegar tapast miklar upplýsingar við að taka út hús- næðislið vísitölunnar. Ekki er eins ljóst hvort mikil- vægar upplýsingar tapist við að taka út bensínverð. Þróun bensínverðs hefur ágætis vísbendingargildi fyrir framtíðarverðbólgu eitt og sér en það virðast hins vegar ekki tapast miklar upplýsingar við að sleppa bensínverði þar sem vísbendingargildi vísitölu neysluverðs án bensíns er ekkert síðra en annarra verðvísitalna. 3.4. Val á kjarnavísitölum: Almennar niðurstöður Eins og áður hefur komið fram getur verið heppilegt við mat á kjarnaverðbólgu að undanskilja þætti sem eru töluvert sveiflukenndir, eru utan áhrifasviðs peningastefnunnar eða endurspegla hlutfallslegar verðbreytingar sem ekki er rétt að peningastefnan bregðist við. Hins vegar er æskilegt að viðkomandi mælikvarði á kjarnaverðbólgu sýni sams konar lang- tímahegðun og almennur mælikvarði á fram- færslukostnað, þ.e. meðalverðbólga mæld út frá kjarnavísitölu ætti að vera nokkurn veginn sú sama og meðalverðbólga mæld út frá almennu neysluverð- lagi. Að sama skapi er mikilvægt að ekki sé dregið úr vísbendingargildi verðbólgu líðandi stundar fyrir framtíðarverðbólgu með því að útiloka stærðir sem hafa töluvert forsagnargildi fyrir framtíðarverðbólgu. Ofangreind greining gefur þá niðurstöðu að þeir þættir sem helst stuðla að því að draga úr ófyrir- séðum sveiflum í verðbólgu eru matvörur og bensín. Að sama skapi eru þetta allt undirliðir sem eru meira eða minna utan áhrifasviðs peningastefnunnar, ýmist vegna þess að um verð háð opinberum ákvörðunum er að ræða, eða það er ákvarðað á alþjóðlegum mörkuðum, eins og bensínverð sem þar að auki endurspeglar hlutfallslegar verðbreytingar sem ekki er talið heppilegt að peningastefnan bregðist við. Þrátt fyrir að verð opinberrar þjónustu sé ekki mjög sveiflukennt og útilokun þess því ekki líkleg til að draga úr ófyrirséðum sveiflum í verðbólgu, getur einnig verið heppilegt að undanskilja þennan undirlið þar sem hann er, samkvæmt orðanna hljóðan, háður opinberum verðákvörðunum, auk þess sem verð- ákvarðanir á opinberri þjónustu ráðast í megin- atriðum af öðrum þáttum en verðlagning þjónustu á markaði og er því í stórum dráttum utan áhrifasviðs peningastefnunnar. Þá eru það viðbótarrök að opin- berar verðákvarðanir hafa haft tilhneigingu til að þjappast saman á ákveðnum dagsetningum. Í þessu ljósi var ákveðið að fyrri mælikvarðinn á kjarnaverðbólgu, kjarnaverðvísitala 1, sé vísitala neysluverðs án matvöru (þ.e. grænmetis, ávaxta og búvöru) og bensíns. Miðað við stöðuna í október sl. inniheldur þessi vísitala um 89% þeirra útgjaldaþátta sem vísitala neysluverðs inniheldur. Seinni mæli- kvarðinn, sem nefndur verður kjarnavísitala 2, undanskilur til viðbótar verð opinberrar þjónustu. Miðað við stöðuna í október sl. inniheldur þessi vísi- tala um 82% þeirra útgjaldaþátta sem vísitala neyslu- verðs inniheldur.10 Greiningin hér að ofan bendir til þess að mikil- vægar upplýsingar um framtíðarþróun almennrar verðbólgu tapist ekki við að undanskilja þessa undir- þætti út úr vísitölu neysluverðs. Hins vegar þótti ekki rétt að taka húsnæðisverð út við mat á kjarna- verðbólgu þar sem það skilaði engum ábata í minni sveiflum auk þess sem mikilvægar upplýsingar um framtíðarverðbólgu virtust tapast.11 Mynd 1 sýnir verðbólguþróun frá 1994, mælda með þessum tveimur kjarnavísitölum, ásamt verð- PENINGAMÁL 2002/4 60 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 0 2 4 6 8 10 % Verðbólga á mælikvarða vísitölu neysluverðs og kjarnavísitalna janúar 1994 - október 2002 Heimild: Hagstofa Íslands. Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Vísitala neysluverðs 10. Vægið jókst úr um 75% í um 82% í apríl sl. þegar öll símaþjónusta var skilgreind sem samkeppnisrekstur en ekki sem opinber þjónusta. 11. Þar að auki eru ýmis hagræn rök fyrir því að horfa til þróunar hús- næðisverðs við mat á undirliggjandi verðbólguþróun þar sem hækkun húsnæðisverðs getur endurspeglað eftirspurnarþenslu sem kemur til- tölulega fljótt fram í hækkun húsnæðisverðs sem gæti brotist fram síðar í aukningu almennrar verðbólgu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.