Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 63

Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 63
62 PENINGAMÁL 2002/4 Inngangur Verðbréf og verðbréfaviðskipti gegna veigamiklu hlutverki í gangverki íslensks efnahagslífs. Mikil- vægir fjármálalegir og eignarréttarlegir hagsmunir eru jafnan tengdir viðskiptum með verðbréf. Almenn umræða um verðbréfaviðskipti tengist oft eignar- haldi á tilteknum hlutafélögum, verðþróun hlutabréfa og vaxtamálum. Minna fer hins vegar fyrir umræðu um innviði eða kerfislæga þætti verðbréfaviðskipt- anna. Í nútímalegu fjármálakerfi byggjast verðbréfa- viðskipti jafnan á tiltölulega flóknu samspili kerfis- lægra vinnsluþátta sem mynda ferli uppgjörs við- skiptanna. Slík kerfi eru nefnd verðbréfauppgjörs- kerfi (e. securities settlement systems). Mikilvægi öruggs og hagkvæms verðbréfa- uppgjörs fyrir íslenskt efnahagslíf og fjármálakerfi er óumdeilt. Nauðsynlegt er að gera grein fyrir þeim grundvallaratriðum sem íslenska verðbréfauppgjörs- kerfið byggist á til þess að greiða fyrir umræðu og stefnumótun á þessu sviði. Í þessari grein verður fjallað um uppgjör verð- bréfa. Gerð verður grein fyrir eðli og uppbyggingu verðbréfauppgjörskerfa, þýðingu þeirra fyrir fjár- málakerfið og nauðsyn þess að unnið sé að öryggi þeirra og hagkvæmni. Fjallað verður um alþjóðlega samvinnu um þróun verðbréfauppgjörskerfa og gerð staðals um öryggi þeirra. Þá verður íslenska verð- bréfauppgjörskerfinu lýst og gerð grein fyrir þróun þess. Uppgjörsferlið Hugtakið verðbréfauppgjörskerfi er yfirleitt skil- greint með víðtækum hætti og nær þannig til allra þátta í uppgjörsferlinu, þ.e. staðfestingar viðskipta- skilmála vegna verðbréfaviðskipta (e. confirmation), útreiknings og ákvörðunar réttinda og skyldna vegna viðskiptanna (e. clearance/clearing), uppgjörs við- skipta (e. settlement) og varðveislu eða vistunar verðbréfa (e. custody/safekeeping). Uppgjör í þrengri merkingu er skilgreint sem frá- gangur og lok viðskiptafærslu með afhendingu verðbréfa (e. delivery) og greiðslu peninga (e. pay- ment) milli kaupanda og seljanda. Samspil þessara þátta er nánar skýrt á mynd 1. Stofnanaleg uppbygging verðbréfauppgjörskerfaa Nokkrar stofnanir geta annast mismunandi þætti uppgjörsferlisins. Á flestum mörkuðum hefur verið stofnuð miðlæg verðbréfavistun eða verðbréfa- miðstöð (e. central securities depository, CSD) sem breytir hefðbundnum verðbréfum í rafbréf og skráir eignarréttindi yfir þeim með rafrænum hætti. Aðrar stofnanir annast jafnframt mikilvæga þætti í upp- gjörsferlinu. Staðfesting viðskipta fer yfirleitt fram í kauphöll fremur en í verðbréfamiðstöð. Sums staðar hefur sérstakur milligönguaðili (e. central counter- party, CCP) milligöngu milli kaupanda og seljanda. Milligönguaðilinn verður þannig kaupandi gagnvart öllum seljendum og seljandi gagnvart öllum kaup- endum. Uppgjörsreikningar hjá viðkomandi seðla- banka eða hjá einum eða fleiri viðskiptabönkum eru notaðir til uppgjörs og millifærslna á greiðslum. Til er einnig að greiðslur séu færðar milli reikninga hjá verðbréfamiðstöð. Hægt er að vista eða skrá verðbréf hjá verðbréfamiðstöð eða hjá vistunaraðila. Vistunar- aðilinn getur vistað bréf viðskiptavinar hjá undirvist- unaraðila.2 Hallgrímur Ásgeirsson1 Uppgjör verðbréfaviðskipta – ný viðmið 1. Höfundur starfar á fjármálasviði Seðlabanka Íslands sem staðgengill framkvæmdastjóra. 2. Tilmæli CSPP/IOSCO, bls. 2 og 37-38.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.