Peningamál - 01.11.2002, Side 65

Peningamál - 01.11.2002, Side 65
64 PENINGAMÁL 2002/4 gönguaðila og annarra aðila sem annast einstaka þætti í uppgjörsferlinu. Traust markaðsaðila á öryggi verðbréfauppgjörs er jafnframt nauðsynleg forsenda virkra fjármálamarkaða. Skilvirkni er annar mikilvægur eiginleiki verð- bréfauppgjörskerfa. Óskilvirkni í starfsemi slíkra kerfa leiðir til þess að kostnaður vegna verðbréfaút- gáfu hækkar og ávöxtun verður lægri en ella. Örugg og skilvirk verðbréfauppgjörskerfi stuðla þannig að skilvirku og traustu fjármálakerfi og fjár- málastöðugleika. Alþjóðleg samvinna um öryggi og skilvirkni verð- bréfauppgjörskerfa Á undanförnum árum hefur átt sér stað alþjóðleg samvinna um að stuðla að fjármálastöðugleika og traustu fjármálakerfi. Alþjóðaverðbréfaeftirlitsnefnd- in IOSCO (e. International Organization of Sec- urities Commissions) er vettvangur samstarfs verð- bréfaeftirlitsyfirvalda frá meira en eitt hundrað ríkjum. Tilgangur samstarfsins er að stuðla að vand- aðri reglusetningu fyrir innlenda og erlenda verð- bréfamarkaði. Tækninefnd IOSCO hefur mjög látið sig varða uppgjör verðbréfa og gefið út skýrslur um það efni. Greiðslu- og uppgjörsnefndin CPSS (e. The Committee on Payment and Settlement Systems) er samstarfsvettvangur seðlabanka frá 10 stærstu iðn- ríkjum heims (G10). Markmið nefndarinnar er að fylgjast með og greina þróun í tilhögun greiðslu- miðlunar og uppgjörs og móta stefnu í þeim efnum. Seðlabankar utan iðnríkjanna 10 hafa tekið virkan þátt í starfi nefndarinnar. Nefna má að árið 2001 gaf nefndin út skýrslu um svonefndar kjarnareglur fyrir kerfislega mikilvæg greiðslukerfi.3 Seðlabanki Íslands hefur lagt þessar reglur til grundvallar þróun- ar greiðslukerfa hér á landi.4 CPSS hefur samþykkt víðtæka áætlun um vinnu við stefnumótun varðandi verðbréfauppgjör. CPSS og tækninefnd IOSCO hafa átt samstarf um eflingu skilvirkni og öryggis verðbréfauppgjörskerfa. Í desember 1999 mynduðu CPSS og IOSCO starfs- Greiðslufallsáhætta (e. credit risk): Áhættan af því að mótaðili muni ekki að öllu leyti gera upp kröfu, annað- hvort þegar hún verður gjaldkræf eða einhverntíma eftir að hún varð gjaldkræf. Höfuðstólsáhætta (e. principal risk): Áhættan af því að seljandi afhendi verðbréf án þess að fá greiðslu eða að kaupandi greiði án þess að fá afhent verðbréf. Verðmæti verðbréfsins/verðbréfanna eða greiðslunnar er þá í hættu. Kerfisáhætta (e. systemic risk): Áhættan af því að vanefnd einnar stofnunar í verðbréfauppgjörskerfi leiði til þess að önnur stofnun í kerfinu geti ekki staðið við skuldbind- ingar sínar. Slíkur brestur getur leitt til lausafjár- eða eiginfjárvanda sem ógnað getur stöðugleika og trausti á mörkuðum. Lagaáhætta (e. legal risk): Áhættan af því að aðili verði fyrir tjóni vegna þess að lög eða reglugerðir eru ekki í samræmi við reglur verðbréfauppgjörskerfisins, uppgjörs- tilhögun eða eignarréttindi og aðra hagsmuni sem verð- bréfauppgjörskerfinu er treyst fyrir. Lagaáhætta skapast einnig ef beiting laga og reglugerða er óljós eða ómark- viss. Lausafjáráhætta (e. liquidity risk): Áhættan af því að mótaðili muni ekki gera upp kröfu að fullu þegar hún verður gjaldkræf heldur einhvern tíma eftir gjalddaga. Rekstraráhætta (e. operational risk): Áhættan af því að ágallar í upplýsingakerfum, ótraust innra eftirlit, mannleg mistök eða slæmir stjórnunarhættir valdi tjóni. Uppgjörsáhætta (e. settlement risk): Áhættan af því að uppgjör fari ekki fram eins og til var ætlast. Uppgjörs- áhætta er samheiti yfir greiðslufallsáhættu og lausafjár- áhættu. For-uppgjörsáhætta (e. pre-settlement risk): Áhættan af því að mótaðili verði gjaldþrota áður en að uppgjöri kemur. Vistunaráhætta (e. custody risk): Áhættan af því að verð- bréf sem varðveitt er hjá vistunaraðila glatist vegna gjaldþrots hans, gáleysis, misnotkunar eða svika. 1. Tilmæli CSPP/IOSCO, bls. 46-49. Rammi 1 Tegundir áhættu í verðbréfauppgjörskerfum1 3. Á ensku: BIS, CPSS: Core Principles for Systematically Important Payment Systems, janúar 2001. 4. Tómas Örn Kristinsson, bls. 58-63.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.