Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 66

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 66
PENINGAMÁL 2002/4 65 hóp um verðbréfauppgjörskerfi (e. Task Force on Securities Settlement Systems) með það að markmiði að vinna að framgangi þessa verkefnis. Í hópinn voru skipaðir 28 sérfræðingar seðlabanka og verðbréfa- eftirlitsyfirvalda frá 18 ríkjum og héruðum Evrópu- sambandsins. Þá átti hópurinn samstarf við aðra seðlabanka og verðbréfaeftirlitsaðila frá um 30 ríkjum sem og við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins IMF (e. International Monetary Fund) og Alþjóða- bankans (e. World Bank). Starfshópurinn hefur einn- ig átt samstarf við markaðsaðila og rekstraraðila verðbréfauppgjörskerfa. Starfshópnum var fengið það verkefni að þróa starfsaðferðir fyrir verðbréfa- uppgjörskerfi sem dragi úr áhættu, auki alþjóðlegan fjármálastöðugleika, efli hagkvæmni og stuðli að öryggi fjárfesta. Talið var að þessu markmiði yrði best náð með því að setja viðmið eða meginreglur um hönnun, rekstur og eftirlit með verðbréfauppgjörs- kerfum.5 Alþjóðleg tilmæli CPSS/IOSCO fyrir verðbréfa- uppgjörskerfi Forsenda markviss og samræmds eftirlits með verðbréfauppgjörskerfum er að þróaðir verði alþjóð- lega viðurkenndir staðlar um öryggi og hagkvæmni slíkra kerfa. Í slíkum stöðlum þarf m.a. að fjalla um lagaramma fyrir kerfið, innri reglur, áhættustýringu, hagkvæmni, stjórnun, þátttökuskilyrði, gegnsæi og eftirlit. Þegar um er að ræða uppgjör verðbréfa- viðskipta milli landa (e. cross-border trade) verða sum þessara atriða flóknari en ella, svo sem laga- atriði, vörsluáhætta, efndalok og eftirlit. CPSS og IOSCO hafa gegnt lykilhlutverki í þróun slíkra staðla. Í nóvember 2001 gáfu CPSS og tækninefnd IOSCO út skýrslu um tilmæli fyrir verðbréfa- uppgjörskerfi. Í skýrslunni er að finna tilmæli um gerð, starfsemi og eftirlit með verðbréfauppgjörs- kerfum sem ætlast er til að verðbréfauppgjörskerfi framfylgi í þeim tilgangi að draga úr áhættu í þeim, auka skilvirkni og vernda fjárfesta. Tilmælin ná til einstakra kerfa sem og tenginga milli kerfa í mis- munandi löndum. Vegna þess hversu stofnanaleg uppbygging einstakra kerfa er ólík er lögð áhersla á verkþættina í uppgjörsferlinu en ekki einstök kerfi. Tilmælin eru, á sama hátt og kjarnareglurnar fyrir greiðslukerfi, mikilvægt framlag til alþjóðlegrar umræðu um það hvernig taka eigi á veikleikum í hinu alþjóðlega fjármálakerfi. Í skýrslunni eru sett fram 19 tilmæli ásamt skýr- ingum þar sem tilgreindir eru lágmarksstaðlar sem verðbréfauppgjörskerfi ættu að uppfylla. Tilmælun- um er ætlað að ná til uppgjörskerfa fyrir hvers kyns verðbréf, t.d. hlutabréf, skuldabréf fyrirtækja og ríkja, jafnt iðnríkja sem þróunarríkja, og peninga- markaðsbréf. Tilmælin ná bæði til verðbréfaviðskipta innan lands og milli landa. Tilmælin eru mikilvæg fyrir þær stofnanir og þá aðila sem koma að verðbréfauppgjörinu þótt þýðing tilmælanna fyrir hverja og eina stofnun geti verið mismikil. Helstu stofnanir sem tilmælin varða eru verðbréfamiðstöðvar, seðlabankar, kauphallir, mil- ligönguaðilar, vistunaraðilar, verðbréfafyrirtæki og fjárfestar. Gert er ráð fyrir samvinnu seðlabanka og verðbréfaeftirlitsaðila við að ákvarða hvernig fram- fylgja eigi tilmælunum. Nánar er gerð grein fyrir tilmælunum í ramma 2. Matsaðferðir Þeim yfirvöldum sem ábyrg eru fyrir setningu reglna fyrir verðbréfauppgjörskerfi og eftirliti með þeim er ætlað að meta hvort markaðir í viðkomandi ríki hlíti tilmælunum. Ef svo er ekki, er ætlast til þess að yfir- völdin móti áætlun um það hvernig tilmælunum verður framfylgt. Í skýrslunni eru settar fram spurn- ingar um grundvallaratriði varðandi tilmælin. Svörin við þessum spurningum mynda grunninn að mati á því hvort tilmælunum sé framfylgt. Skýrslunni verður fylgt eftir með því að ákvarða aðferðafræði við mat á því hvort farið sé eftir tilmælunum. Gert er ráð fyrir að búið verði að þróa þessa aðferðafræði á árinu 2002. Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn og Alþjóðabankinn taka þátt í mótun þessarar aðferðafræði sem ætlað er að verða eitt af tækjunum við mat þeirra á fjármálastöðugleika (e. Financial Sector Assessment Program, FSAP) sem og við sjálfsmat yfirvalda í hverju ríki. Að því er Ísland varðar mun Seðlabanki Íslands undirbúa gerð mats á því hvort íslenska verðbréfauppgjörskerfið uppfylli tilmælin. Búast má við að vinna við matið hefjist árið 2003. 5. Tilmæli CSPP/IOSCO, bls. 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.