Peningamál - 01.11.2002, Page 67

Peningamál - 01.11.2002, Page 67
66 PENINGAMÁL 2002/4 Lagaáhætta 1. Lagarammi Verðbréfauppgjörskerfi ættu að byggja á traustum, skýrum og gegnsæjum lagaheimildum. For-uppgjörsáhætta 2. Staðfesting viðskipta Staðfesting viðskipta milli beinna markaðsaðila ætti að eiga sér stað eins fljótt og kostur er á eftir að viðskipti hafa átt sér stað, en ekki síðar en á viðskiptadegi (T+0). Ef gerð er krafa um staðfestingu viðskipta óbeinna markaðs- aðila (svo sem stofnanafjárfesta) ætti staðfestingin að eiga sér stað eins fljótt og kostur er á eftir að viðskipti hafa átt sér stað, helst á viðskiptadegi (T+0) en eigi síðar en á deginum þar á eftir (T+1). 3. Uppgjörstími Uppgjör ætti að eiga sér stað að tilteknum dagafjölda liðnum eftir viðskiptadag (e. rolling settlement). Endan- legt uppgjör ætti að eiga sér stað eigi síðar en á T+3. Meta ætti kosti og kostnað við styttri uppgjörstíma en T+3. 4. Milligönguaðilar (e. central counterparties, CCPs) Meta ætti kosti þess og kostnað við að koma á fót milli- gönguaðila. Þar sem slíkri tilhögun er komið á ætti milli- gönguaðilinn að stýra með virkum hætti þeirri áhættu sem í því felst. 5. Lán verðbréfa Hvetja ætti til töku og veitingar lána á verðbréfum (eða samninga um endurhverf viðskipti eða sambærileg við- skipti) sem leið til að flýta uppgjöri verðbréfaviðskipta. Fella ætti niður hömlur á verðbréfalánum í þessum til- gangi. Uppgjörsáhætta 6. Verðbréfamiðstöðvar (e. central securities depositories, CSDs) Breyta ætti hefðbundnum verðbréfum í rafbréf sem skráð yrðu í verðbréfamiðstöð eftir því sem kostur er á. 7. Afhending gegn greiðslu (e. delivery versus payment, DvP) Verðbréfamiðstöðvar ættu að útiloka höfuðstólsáhættu með því að tengja afhendingu verðbréfa við greiðslu þannig að skilyrði afhendingar sé að greiðsla sé innt af hendi. 8. Tímamark efndaloka í uppgjöri (e. settlement finality) Efndalok í uppgjöri ættu að eiga sér stað eigi síðar en í lok uppgjörsdags. Taka ætti upp efndalok innan dags (e. intra- day) eða í rauntíma (e. real time) þar sem slíkt er nauð- synlegt til þess að draga úr áhættu. 9. Áhættustýring verðbréfamiðstöðva varðandi vanefnd þátttakenda við uppgjör Verðbréfamiðstöðvar sem veita þátttakendum lán innan dagsins, þ.m.t. verðbréfamið- stöðvar sem reka jöfnunarkerfi, ættu að taka upp áhættu- stýringu sem tryggi tímanlegt uppgjör a.m.k. þegar sá þátttakandi sem hefur hæstu greiðsluskuldbindinguna getur ekki gert upp. Áreiðanlegasta eftirlitsaðferðin felst í kröfu bæði um veðtryggingu og hámarksgreiðslustöðu. 10. Eignir sem notaðar eru við peningauppgjör Eignir sem notaðar eru til þess að gera upp endanlegar greiðsluskuldbindingar vegna verðbréfaviðskipta ættu að fela í sér litla eða enga greiðslufallsáhættu og lausafjár- áhættu. Ef seðlabankafé er ekki notað við uppgjörið þarf að vernda aðila verðbréfamiðstöðvar fyrir tjóni og lausa- fjárvanda sem orsakast kann af vanefnd peningauppgjörs- aðila sem á eignir sem notaðar eru við uppgjörið. Rekstraráhætta 11. Rekstraröryggi Greina og lágmarka ætti rekstraráhættu sem myndast í uppgjörsferlinu með því að þróa viðeigandi kerfi, eftirlit og starfsferli. Kerfi ættu að vera áreiðanleg og örugg og hafa hæfilega og mælanlega vinnslugetu. Koma ætti á viðbúnaðaráætlunum og varakerfi til að bregðast við brestum í rekstri kerfisins og tryggja að hægt sé að ljúka uppgjöri. Vistunaráhætta 12. Verndun verðbréfa viðskiptavina Aðilar sem vista verðbréf ættu að taka upp reikningsskila- aðferðir og varðveisluaðferðir sem tryggja örugga vernd- un verðbréfa viðskiptavina. Nauðsynlegt er að verðbréf viðskiptavina séu vernduð fyrir kröfum lánardrottna vist- unaraðilans. Rammi 2 Tilmæli CPSS og tækninefndar IOSCO fyrir verðbréfauppgjörskerfi1 1. Tilmæli CSPP/IOSCO, bls. 4-6.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.