Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 69

Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 69
markaðsaðilar leiti leiða til að auka möguleika á tengingum milli uppgjörskerfa (e. interoperability) í einstökum ríkjum. Slík leið væri ekki eins tímafrek og ef stefnt væri að fullkomnum samruna uppgjörs- kerfa. Að því er síðari tvo flokkana varðar er hvatt til þess að stjórnvöld samræmi löggjöf í ESB-ríkjum á sviði skattamála og verðbréfaviðskipta. Í maí 2002 gaf Framkvæmdastjórnin út umræðu- skjal (e. Communication) til ráðsins og Evrópuþings- ins um stefnumótun varðandi verðbréfauppgjör í Evrópusambandinu.11 Í skjalinu eru tilgreindir tveir meginþættir sem vinna beri að í því skyni að efla þróun hagkvæms verðbréfauppgjörs í Evrópu: Í fyrsta lagi beri að afnema hindranir á verðbréfa- viðskiptum milli ríkja og í öðru lagi að auðvelda markaðsaðilum að koma sér upp hagkvæmari uppgjörskerfum fyrir verðbréfaviðskipti milli ríkja. Í umræðuskjalinu lýsir Framkvæmdastjórnin í fyrsta skipti heildarstefnu sinni í þessum málaflokki og kynnir mögulegar leiðir til þess að koma á hagkvæm- ari tilhögun uppgjörs verðbréfaviðskipta milli ríkja. Ekki er tilgreint hvers konar uppgjörskerfi þurfi að koma á í Evrópu heldur er fjallað um hvernig skapa megi forsendur fyrir markaðsaðila að þróa hagkvæm- ustu lausnina í þeim efnum. Skoðað er hvernig af- nema megi þær hindranir sem tilgreindar voru í Giovannini-skýrslunni og hvaða aðilar séu í bestri aðstöðu til þess. Bent er á að nauðsynlegt kunni að vera að skilgreina verðbréfauppgjör með samræmd- um hætti til þess að skapa jöfn skilyrði gagnvart þeim sem annast verðbréfauppgjör í ríkjum ESB. Því er í umræðuskjalinu óskað eftir áliti viðkomandi aðila á þörfinni fyrir því að setja grunnreglur á þessu sviði. Í október 2001 ákváðu bankaráð (e. Governing Council) Evrópska seðlabankans og Samstarfsnefnd evrópskra eftirlitsaðila á verðbréfamarkaði (e. Com- mittee of European Securities Regulators, CESR) að hefja samvinnu um sameiginleg hagsmunamál varðandi verðbréfauppgjörskerfi. Skipaður var vinnuhópur fulltrúa Evrópska seðlabankans og seðla- banka aðildarríkjanna sem og fulltrúa CESR.12 Stefnt er að því að þróa staðla eða tilmæli fyrir verð- bréfauppgjörskerfi og milligönguaðila í Evrópu. Verður þar byggt á tilmælum CPSS og tækninefndar IOSCO. Hlutverk Seðlabanka Íslands Í flestum ríkjum hafa seðlabankar það hlutverk að efla þróun áreiðanlegra og skilvirkra verðbréfa- uppgjörskerfa sem og greiðslukerfa. Eitt af lögmælt- um hlutverkum Seðlabanka Íslands er að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd.13 Þessi skilgreining laganna á hlutverki Seðlabankans varðandi fjármálastöðug- leika og greiðslukerfi nær m.a. til þess að stuðla að virku og öruggu verðbréfauppgjörskerfi. Íslenska verðbréfauppgjörskerfið gegnir lykilhlutverki fyrir verðbréfamarkaðinn, fjármálakerfið og fjármála- stöðugleika hér á landi. Seðlabankinn notar einnig uppgjörskerfið í viðskiptum sínum með verðbréf og er kerfið því sem slíkt mikilvægt fyrir framkvæmd peningastefnunnar. Vera kann að bregðast þurfi við skyndilegum atvikum er varða stefnuna í peninga- málum og reynir þá á að fyrir hendi sé áreiðanlegt verðbréfauppgjörskerfi. Seðlabanki Íslands hefur mikilvægu hlutverki að gegna í því að stuðla að öruggu og virku verð- bréfauppgjörskerfi hér á landi. Greina má þetta hlut- verk í eftirfarandi þætti: Mótun stefnu varðandi þróun kerfisins (e. policy-making role), eftirlit með kerfinu í samræmi við alþjóðlega staðla (e. oversight role), setningu reglna fyrir kerfið (e. regulatory role) og stuðning við markaðslausnir og frumkvæði á þessu sviði (e. catalyst role). Auk þess annast Seðla- bankinn mikilvægan stofnanalegan þátt í uppgjörs- ferlinu, þ.e. uppgjör á greiðslufyrirmælum vegna verðbréfaviðskipta. Íslenska verðbréfauppgjörskerfið Íslenska verðbréfauppgjörskerfið er rekið á grund- velli samkomulags um samskipti Seðlabanka Íslands, Verðbréfaskráningar Íslands hf. og Verðbréfaþings Íslands hf. (nú Kauphallar Íslands hf.) frá 25. maí 2000. Helstu lagareglur sem kerfið byggist á er að finna í lögum nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða, lögum nr. 131/1997 um rafræna eignarskráningu verðbréfa, lögum nr. 68 PENINGAMÁL 2002/4 11. Á ensku: Communication from the Commission to the Council and the European Parliament. Clearing and settlement in the European Union – Main policy issues and future challenges, 28. maí 2002, COM(2002)257. 12. Fjármálaeftirlitið er meðlimur í CESR og tekur þátt í starfi hópsins. 13. Sjá 4. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.