Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 71

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 71
Uppgjörið miðast við innlend verðbréfaviðskipti og er eingöngu mögulegt í íslenskum krónum. Ís- lenska uppgjörskerfið er því almennt séð lokað, þ.e. virkni þess er takmörkuð við fjármálakerfið hér á landi. Afhending verðbréfa og greiðsluuppgjör fer fram á næsta bankadegi eftir að viðskiptin áttu sér stað, þ.e. á T+1. Tíminn fram að uppgjöri er þannig styttri en almennt tíðkast í erlendum uppgjörskerfum. Jafnframt er gert ráð fyrir að afhending verðbréfa fari ekki fram nema gegn greiðslu. Reikningsstofnanir hafa milligöngu um eignar- skráningu rafbréfa í verðbréfamiðstöð, þ.e. í Verð- bréfaskráningu Íslands hf. Eftirtaldar stofnanir hafa rétt til þess að hafa milligöngu um eignarskráningar í verðbréfamiðstöð: Seðlabanki Íslands, Lánasýsla rík- isins, viðskiptabankar og sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og lánastofnanir aðrar en við- skiptabankar og sparisjóðir. Viðskipti með verðbréf fara fram í Kauphöll Ís- lands frá kl. 10:00 til kl. 16:00 á almennum banka- dögum. Kauphöllin sendir Verðbréfaskráningu upp- lýsingar um staðfest viðskipti sem fram fara í við- komandi flokkum verðbréfa á vegum reikningsstofn- ana. Verðbréfaskráning sendir færslur áfram til reikn- ingsstofnana sem bæta við færsluna upplýsingum um þá reikninga sem uppgjör á að fara um. Eftir að Kauphöllin hefur lokað fyrir verðbréfaviðskipti á viðskiptadegi og endanleg viðskipti reikningsstofn- ana hafa verið staðfest sendir Verðbréfaskráning f.h. reikningsstofnana ójöfnuð greiðslufyrirmæli til Reiknistofu bankanna (RB). Greiðslufyrirmælin berast RB kl. 18:15. Um kl. 9:00 daginn eftir, þ.e. á T+1, gerir Seðlabankinn upp brúttó-greiðslufyrir- mælin sem Verðbréfaskráning sendi daginn á undan. Uppgjörið fer annaðhvort fram í jöfnunarkerfi Fjöl- greiðslumiðlunar (FGM) hf.15 eða í stórgreiðslukerfi Seðlabankans, eftir því hver fjárhæð greiðslufyrir- mælanna er. Samtímis þessu gengur Verðbréfaskrán- ing frá rafrænni afhendingu verðbréfanna. Tímasetn- ingar í uppgjörsferlinu eru skýrðar á mynd 3. Þróun íslenska uppgjörskerfisins Telja verður að íslenska verðbréfauppgjörskerfið sé að flestu leyti nútímalegt, traust og hagkvæmt. Engin meiri háttar áföll hafa átt sér stað í kerfinu. Það hefur þjónað íslenska verðbréfamarkaðnum vel og áunnið sér nauðsynlegt traust fjárfesta og markaðsaðila. Meðal kosta kerfisins má nefna uppgjörstíma á T+1 og afhendingu verðbréfa gegn greiðslu (DvP). Í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá apríl 2001 um mat á stöðugleika íslenska fjármálakerfisins, sem birt var opinberlega í júní 2001, kemur fram að lík- legt sé að íslenska verðbréfauppgjörskerfið uppfylli (á þeim tíma væntanleg) tilmæli CPSS/IOSCO. Í skýrslunni er bent á að utanþingsviðskipti með verð- bréf uppfylli ekki skilyrðið um afhendingu gegn greiðslu (DvP). Lagt er til að þessu verði breytt. Jafn- framt er lagt til að Seðlabanki Íslands öðlist heimild til að gefa út opinberar reglur á sviði greiðslukerfa og verðbréfauppgjörskerfa og að uppgjör verðbréfa fari fram í gegnum stórgreiðslukerfi Seðlabankans.16 Samkvæmt 15. gr. laga um rafræna eignarskrán- ingu verðbréfa nr. 131/1997 skal skipa samráðsnefnd verðbréfamiðstöðva, Verðbréfaþings Íslands (nú Kauphallar Íslands) og Seðlabanka Íslands. Seðla- bankinn fer með formennsku í nefndinni. Hlutverk samráðsnefndarinnar er að fjalla um samskipti þessar stofnana í tengslum við frágang viðskipta. Á vegum nefndarinnar hefur að undanförnu verið rætt um leiðir til að auka enn öryggi og virkni kerfisins. Enn hefur þó ekki verið framkvæmt sérstakt mat á því hvort íslenska verðbréfauppgjörskerfið uppfylli tilmæli CPSS og tækninefndar IOSCO. Af þeim at- riðum sem rædd hafa verið varðandi þróun kerfisins má nefna eftirfarandi: 70 PENINGAMÁL 2002/4 15. Fjölgreiðslumiðlun hf. er í eigu Búnaðarbanka Íslands hf., Greiðslu- miðlunar hf., Íslandsbanka hf., Landsbanka Íslands hf., Kreditkorta hf., Sambands íslenskra sparisjóða og Seðlabanka Íslands. 16. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Iceland: Financial Stability Assessment, bls. 59 og 64. Mynd 3 Tímasetningar í uppgjörsferlinu 10:00 T 16:00 18:15 9:00 Uppgjör greiðslna í Seðlabanka T+1 Afhending verðbréfa í Verð-bréfaskráningu Viðskipti í Kauphöll Skráning í Verðbréfaskráningu Verðbréfaskráning sendir greiðslufyrirmæli til Seðlabanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.