Peningamál - 01.11.2002, Síða 81

Peningamál - 01.11.2002, Síða 81
80 PENINGAMÁL 2002/4 Góðir málstofugestir! Ég kalla erindi mitt hér í dag Verkefni og starfshættir nútíma seðlabanka. Ég ætla því ekki að fjalla um gengisstefnuna og framtíð krónunnar, eins og þegar ég talaði síðast á þessum vettvangi, enda fór Seðla- banki Íslands á verðbólgumarkmið 20 dögum síðar. Né heldur mun ég fjalla um ástand og horfur í íslenskum efnahagsmálum eða stefnuna í peninga- málum, eins og ég geri gjarnan, nema þá til að út- skýra betur meginviðfangsefnið. Það er mér ánægja að geta fjallað um þetta efni hér í dag, því að mér hefur fundist á umræðunni að undanförnu, m.a. í tengslum við umfjöllun um skipun seðlabankastjóra, að nokkuð skorti á skilning á því hver verkefni Seðlabanka Íslands eru. Vandinn í þessu sambandi er hins vegar sá að það eru fyrst og fremst sérfræðingar og yfirstjórnendur Seðlabankans sem hafa mikla þekkingu á þessu máli. Þeir hafa lært þau fræði sem seðlabankastarfsemi byggist á og hafa síðan yfirleitt í mörg ár fylgst náið með þróun hins alþjóðlega seðlabankaheims. Það er hins vegar skiljanlegt að þeir vilji síður blanda sér í umræður sem snúast fyrst og fremst um skipun í ein- stakar seðlabankastjórastöður, en þá er áhuginn á málefnum Seðlabankans reyndar oft mestur. Í staðinn er þá oft leitað til aðila sem hafa stundum sorglega lítinn skilning á því hvað verkefni nútíma seðlabanka snúast um. Ég tel heppilegt að þróunin hér á landi fari í þessu efni í svipaðan farveg og í þeim löndum sem nú eru talin til mestrar fyrirmyndar varðandi starfsemi seðlabanka, eins og t.d. í Bretlandi og Svíþjóð. Þar halda stjórnendur og sérfræðingar seðlabankanna ótal erindi og kynningar, jafnvel nánast í viku hverri, til að útskýra fyrir almenningi, hagsmunaaðilum og stjórnmálamönnum hvað það er sem seðlabankarnir eru að gera og af hverju. Þekking og upplýsing er sjaldnast til hins verra og það er almennt viðurkennt að peningastefna virkar því betur sem skilningur á henni er meiri. Eðli og hlutverk seðlabanka Seðlabankar urðu yfirleitt til annaðhvort sem bankar ríkisins (Evrópa) eða sem miðbankar bankakerfisins (t.d. Bandaríkin). Í fyrra tilfellinu var þeim ætlað að styðja við bakið á ríkinu með margvíslegum hætti, t.d. varðandi lánsfjáröflun, en í því síðara var þeim ætlað að koma í veg fyrir fjármálakreppur.2 Hver sem uppruninn var varð seinna hlutverkið fljótlega mikil- vægara, sérstaklega eftir að þeir fengu einkarétt á útgáfu lögeyris. Þar sem seðlabankarnir voru bankar ríkisins, réðu yfirleitt yfir megninu af gjaldeyrisforða landanna og gátu í krafti ofangreindrar einokunar „prentað peninga” til að fleyta öðrum bönkum yfir lausafjárerfiðleika, urðu þeir bankar bankanna. Það Már Guðmundsson1 Verkefni og starfshættir nútíma seðlabanka Erindi á málstofu Viðskiptaháskólans á Bifröst, 17. október 2002. 1. Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Að meginstofni samhljóða erindi sem haldið var á málstofu Viðskiptaháskólans í Bifröst. Höfundur vill þakka Elínu Guðjónsdóttur, Ingimundi Friðrikssyni og Þórarni G. Péturssyni fyrir gagnlegar ábendingar. Skoðanir eru höfundar og þurfa ekki nauðsynlega að endurspegla skoðanir banka- stjórnar Seðlabanka Íslands. 2. Sjá t.d. Goodhart (1988).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.