Peningamál - 01.11.2002, Síða 83

Peningamál - 01.11.2002, Síða 83
82 PENINGAMÁL 2002/4 útlánsviðskipti og vegna þess að hann hefur yfir að ráða eigin sjóðum sem hann getur notað til að hafa áhrif á jafnvægi framboðs og eftirspurnar á peninga- eða gjaldeyrismörkuðum.4 Flestir seðlabankar í iðn- ríkjum nota þetta afl til að stýra vöxtum á peninga- markaði, þ.e. skammtímanafnvöxtum. Í flestum til- fellum gerist það með því að seðlabankar taka ákvarðanir um eigin vexti í viðskiptum sínum við banka og aðrar lánastofnanir. Þegar fjármagnshreyf- ingar eru frjálsar á milli landa, eins og raunin er hér á landi, verður náið samband á milli innlendra vaxta og gengis. Við þessar aðstæður má líta svo á að seðlabanki hafi aðeins eitt tæki til að reyna að ná þeim þjóðhagslegu markmiðum sem honum hafa verið sett (eða hann hefur sett sér).5 Almennt gildir sú regla að með einu tæki er aðeins hægt að ná einu markmiði. Þar sem fjármagnsmarkaðir eru þróaðir og opnir felst því stjórn peningamála fyrst og fremst í því að taka ákvarðanir um stýrivexti seðlabanka með eitt meginmarkmið í huga. Í æ fleiri tilfellum er það markmið um litla verðbólgu. Verðbólga er peningalegt fyrirbæri Af hverju skyldi lítil verðbólga vera eðlilegasta markmið peningastefnu, en ekki t.d. hátt atvinnustig eða sem mestur hagvöxtur? Ástæðan er sú að verð- bólga er þegar öllu er á botninn hvolft peningalegt fyrirbæri. Þegar seðlabankar breyta skammtímanafn- vöxtum hafa þeir áhrif á nafnvexti til lengri tíma. Þeir hafa einnig áhrif á raunvexti, þar sem verð og laun eru tregbreytanleg til skemmri tíma. Breyting raun- vaxta hefur síðan áhrif á neyslu og fjárfestingu, bæði beint og í gegnum áhrif á eignaverð, t.d. verð fasteigna og hlutabréfa. Heildareftirspurn breytist, sem síðan hefur áhrif á launamyndun og verðbólgu. Peningastefnan virkar einnig í gegnum gengið. Þannig valda t.d. hærri vextir hærra gengi um hríð. Það virkar síðan á verðbólgu með þrennum hætti. Í fyrsta lagi þrengir hærra gengi að útflutnings- og samkeppnisgreinum, sem dregur úr umsvifum þeirra og eftirspurn eftir vinnuafli. Í öðru lagi beinir það eftirspurn að innflutningi og dregur þannig úr inn- lendum verðbólguþrýstingi. Í þriðja lagi hefur það bein áhrif á innlent neysluverð í gegnum lægra verð á innfluttum vörum. Áhrif peningastefnunnar á raunvexti, raungengi, eftirspurn, atvinnustig og hagvöxt hverfa hins vegar smám saman þegar væntingar markaðsaðila lagast að nýjum aðstæðum og laun og verð yfirvinna treg- breytanleika sinn til skamms tíma. Eftir sitja þá áhrifin á verðbólgu. Samandregið getum við því sagt að peningastefna hafi áhrif á verðbólgu til lengdar en geti til skamms tíma sveiflað framleiðslu og atvinnu- stigi í kringum jafnvægi sem ræðst af öðrum þáttum sem eru að mestu óháðir peningastefnunni, eins og tækniþróun, sparnaðarhneigð, áhættusækni, virkni markaða og atvinnuþátttöku.6 Hvað getur peningastjórnun gert og hvað ekki? Þótt seðlabankar geti ekki við venjulegar aðstæður haft áhrif á hagvöxt til lengdar, þá geta þeir það til skamms tíma með áhrifum sínum á heildareftirspurn. Peningastefnan virkar einmitt með þeim hætti að sveifla landsframleiðslu og atvinnustigi í kringum jafnvægisgildi sín sem síðan hefur áhrif á verðbólgu. Þegar landsframleiðsla fer upp fyrir jafnvægisgildi myndast framleiðsluspenna og verðþrýstingur en framleiðsluslaki og lægri verðbólga þegar hún fer niður fyrir. Þetta er ástæðan fyrir því að tímabundinn samdráttur hefur oft verið fylgifiskur þess að verð- bólga er kæfð í iðnríkjum. Ein algengasta kveikja samdráttartímabila í Bandaríkjunum á eftirstríðs- árunum hefur einmitt verið sú að bandaríski seðla- bankinn hækkaði vexti til að draga úr verðbólgu sem komist hafði á skrið. Það á þó ekki við um núveandi efnahagslægð. Möguleiki seðlabanka til að hafa áhrif á hagvöxt til skamms tíma gerir þeim jafnframt kleift að vinna gegn samdrætti með vaxtalækkunum þegar verðbólga er ekki vandamál. Þetta er einmitt staðan í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þetta hefur hins vegar ekki verið staðan hér á landi fyrr en síðustu mánuði. Verðbólgan var há og Seðlabankinn þurfti að einbeita sér að henni. Svig- 6. Nánari lýsingu á miðlunarferli peningastefnunnar er að finna í grein Þórarins G. Péturssonar (2001). 4. Í þessu sambandi skipta tvö fyrrnefndu atriðin í raun meira máli þar sem eigin sjóðir seðlabanka eru alltaf takmarkaðir. Þannig getur seðla- banki notað t.d. gjaldeyrisforða sinn til að hamla gegn lækkun gengis, en ef lækkunartilhneigingin er viðvarandi kemur að því að forðann þrýtur og bankinn verður þá annaðhvort að hækka vexti eða láta gengið lækka. 5. Þá er horft framhjá kaupum og sölu seðlabankans á gjaldeyri með því að nota eigin gjaldeyrisforða, en slík viðskipti geta aðeins haft tíma- bundin áhrif á gengið vegna þess að gjaldeyrisforði þjóða hefur í reynd bæði neðri og efri mörk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.