Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 84

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 84
PENINGAMÁL 2002/4 83 rúm hans til að örva hagvöxt til skamms tíma var nánast ekkert og reyndar ekki tilefni til slíks fyrr en á allra seinustu misserum. Reyndar sýna nýjustu tölur að mat þeirra sem ákafast kölluðu á vaxtalækkun á síðasta ári var hreinlega rangt. Hagvöxtur var 3,6% á sl. ári sem er umfram þann vöxt sem samrýmist óbreyttri framleiðsluspennu. Framleiðsluspenna jókst því og náði reyndar hámarki í þeirri uppsveiflu sem nú er lokið. Atvinnuleysi var ekki nema 1,3% að meðaltali og 1,7% árstíðarleiðrétt í lok síðasta árs. Það er í báðum tilfellum nokkuð undir líklegu mati á jafnvægisatvinnuleysi. Verðbólga var á uppleið og náði 9½% hámarki í byrjun 2002 og verðbólgu- væntingar fylgdu á eftir. Gengi krónunnar var undir miklum þrýstingi mest allt síðastliðið ár. Síðast en ekki síst lækkuðu raunvextir Seðlabankans um mitt síðasta ár vegna hærri verðbólguvæntinga samfara aukinni mældri verðbólgu og þannig slaknaði í raun á aðhaldsstiginu. Undir lok síðasta árs höfðu verðbólguvæntingar lækkað á ný og raunvextir Seðlabankans höfðu hækkað úr rúmum 4% í um 6½%. Í því ljósi og með tilliti til horfa um slaka í hagkerfinu á árinu 2002 lækkaði Seðlabankinn síðan vexti sína um 0,8 prósentur í nóvember 2001. Mest allt árið voru hins vegar ekki aðstæður fyrir slökun í peningamálum, og það var reyndar ekki fyrr en leið á þetta ár að for- sendur sköpuðust fyrir virkilegu vaxtalækkunarferli samfara því að raunverulegur slaki myndaðist og verðbólga lækkaði ört. Jafnskjótt hóf Seðlabankinn vaxtalækkunarferli og hefur á haustmánuðum tekið vaxandi tillit til hagvaxtarhorfa til skemmri tíma litið. Meðfylgjandi mynd sýnir samhengi fram- leiðsluspennu og verðbólgu hér á landi. Hún sýnir glögglega að sterk tengsl eru á milli verðbólgunnar og eftirspurnarstigsins í hagkerfinu. Ég hef hér farið yfir hvað peningastjórnun getur gert. En það er ekki síður mikilvægt að átta sig á því hvað hún getur ekki gert vegna þess að stundum heyrast raddir sem einmitt krefjast þess af henni. Peningastefnan getur ekki komið í veg fyrir hag- sveiflur, hún getur aðeins dempað þær ef hún er vel rekin og trúverðugleiki er til staðar. Peningastefnan getur ekki komið í veg fyrir eignaverðsbólur. Peningastefnan getur ekki skotið stoðum undir hluta- bréfaverð. Peningastefnan getur heldur ekki komið algjörlega í veg fyrir fjármálalegan óstöðugleika. Slæm peningastefna getur hins vegar stuðlað að honum og góð peningastefna getur dregið úr líkunum á honum. Síðast en ekki síst getur peningastefna almennt ekki haft áhrif á hagvöxt nema til skemmri tíma. Á þessu eru þó þrjár undantekningar. Ef peningastefnan er allt of slök og stuðlar að mjög mikilli verðbólgu yfir lengri tímabil getur það veikt hagvaxtargetuna. Með sama hætti getur allt of að- haldssöm peningastefna stuðlað að verðhjöðnun sem dæmi sanna að getur stuðlað að stöðnun eða sam- drætti (samanber þróunina í Japan síðastliðinn áratug). Í þriðja lagi getur allt of aðhaldssöm peningastefna sem tengist harðri fastgengisstefnu haldið raunvöxtum langt fyrir ofan það sem hæfir innlendu efnahagslífi nægilega lengi til að veikja það umtalsvert yfir lengra tímabil. Nýlegt dæmi um þetta er Argentína. Tímatafir, væntingar, trúverðugleiki og óvissa Tvennt blasir við þegar miðlunarferli peningastefn- unnar er lýst eins og ég hef gert hér að framan. Það fyrra er að það felur í sér töluverðar tímatafir, þ.e. það tekur tíma frá því að vöxtum seðlabanka er breytt þar til að áhrifin koma fram í verðbólgu. Alþjóðlegar rannsóknir benda til að 6-12 mánuðir líði þar til að áhrif á verðbólgu koma fram af þunga og allt að 2 ár þar til að þau koma fram að fullu. Rannsóknir hér á landi benda til að tafirnar séu svipaðar hérlendis.7 Það síðara er að væntingar aðila hagkerfisins leika töluvert hlutverk í ferlinu. 7. Sjá Þórarinn G. Pétursson (2001). Mynd 1 1991 92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 02 03 0 1 2 3 4 -1 -2 -3 -4 -5 % af VLF 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 % Framleiðsluspenna og verðbólga 1991-2003 Verðbólga (hægri ás) Framleiðsluspenna (vinstri ás) SpáHeimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.