Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 86

Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 86
lýsingar og mat. Þannig ræða t.d. bankastjórar Seðlabankans reglulega við yfirstjórnendur annarra fjármálastofnana. Mig langar hér til að segja örfá orð um spár og hlutverk þeirra í þessu ferli, þar sem mér hefur oft þótt gæta misskilnings í því efni. Þótt ég vinni mikið við spár og telji þær mikilvægar má ekki ofmeta hlutverk þeirra. Spár eru ekki endilega besta ágiskun spámanna varðandi það sem muni gerast heldur eru þær alltaf skilyrtar ákveðnum forsendum sem sumar eru tæknilegar eða gefnar af hefð. Dæmi um þetta er að verðbólguspár byggjast yfirleitt á óbreyttu gengi. Sama má reyndar segja um þjóðhagsspár. Það þýðir ekki endilega að þeir sem spá telji líklegast að gengið verði óbreytt. Þetta skapaði nokkurn vanda við spágerð hér á landi þegar viðskiptahallinn var hvað mestur og líkur voru verulegar á að gengi félli umtalsvert ef ekki kæmi eitthvað annað til, eins og síðar kom rækilega í ljós. Þetta hafði það í för með sér að spár um verðbólgu urðu of lágar en spár um viðskiptahalla of háar miðað við það sem varð reyndin, en ekki endilega miðað við hinar gefnu forsendur. Það er hefð á Íslandi að spá verðbólgu, hagvexti og því um líku upp á punkt og prik. En það er að mínu mati mjög villandi. Það er oft vítt óvissubil í kringum spárnar og því verður að halda til haga. Seðlabankinn hefur reynt að afla þessu skilnings með því að birta líkindadreifingu í kringum verðbólguspá sína. Sama skilningi þarf að vinna sess varðandi t.d. þjóðhagsspár. Spár eru þegar öllu er á botninn hvolft „bara spár“. Það er m.a. þess vegna sem Seðlabanki Íslands, eins og aðrir seðlabankar, breyta ekki pen- ingastefnunni einungis á grundvelli spáa, heldur horfa einnig á hvernig hagstærðir líðandi stundar eru að staðfesta eða grafa undan spánni. Þetta leiðir mig að seinna dæminu, sem fjallar um vaxtabreytingar. Seðlabankar hafa tilhneigingu til að breyta vöxtum í mörgum smáum skrefum fremur en fáum stórum, sbr. meðfylgjandi myndir af nokkrum vaxtalækkunarferlum. Að hluta til liggur ástæðan í því að þeir vilja taka tillit til fjármálastöðugleika og vilja því ekki stuðla að allt of skyndilegum breytingum á vöxtum og eignaverði. Meginástæðan að mínu mati liggur hins vegar í óvissunni. Það sem bankarnir gera er annars vegar að þreifa sig áfram með áhrif vaxtabreytinganna á hagkerfið og hins vegar að endurmeta stöðugt stöðuna í ljósi innkom- inna upplýsinga. Í ljósi óvissunnar er öruggara að gera það oftar en sjaldnar. Seðlabankar sem hafa formlega auglýsta vaxtaákvörðunarfundi hafa þá yfirleitt oft á ári. Það væri miklu flóknara út frá óvissunni ef seðlabankar gætu t.d. einungis tekið ákvarðanir einu sinni á ári. Vaxtalækkunarferillinn á Íslandi að undanförnu er á meðfylgjandi mynd borinn saman við þrjú dæmi, en myndin sýnir stýrivexti viðkomandi seðlabanka á hverjum tíma. Fyrsta dæmið er lækkun vaxta í Sví- þjóð á tímabilinu frá desember 1992 til júní 1994, þ.e. eftir að gengi sænsku krónunnar féll í gjaldeyris- kreppu og vextir eru síðan smám saman lækkaðir samfara því að verðbólga lækkar og slaki ágerist. Skrefin eru alls 17 og er meðallækkunin í hverju skrefi 0,33 prósentur. Hin tvö sýna lækkun vaxta í Bretlandi og Bandaríkjunum í upphafi tíunda áratug- arins. Myndin sýnir að skrefin hér á landi hafa enn sem komið er yfirleitt verið færri og stærri en í þess- um tilfellum. Undantekningin er lækkun vaxta í Bret- landi eftir gjaldeyriskreppuna í september 1992, enda miklu hærri en eðlilegt var miðað við stöðu innlents efnahagslífs.10 Stjórnskipuleg staða eða sjálfstæði seðlabanka Margvísleg rök hafa verið færð fyrir því að seðla- bankar skuli vera sjálfstæðir að því að beita stjórn- tækjum sínum til að ná þeim markmiðum sem stjórn- völd setja þeim. Þetta er auðvitað að því tilskildu að markmiðin séu á valdi þeirra, þ.e. séu markmið eins og stöðugt verðlag, tiltekin lítil verðbólga eða stöðugt gengi. Skilyrði þess að seðlabanki geti talist sjálfstæður í ofangreindri merkingu er að hann ákveði sjálfur beitingu stjórntækja sinna, að honum sé óheimilt að taka við fyrirmælum frá stjórnvöldum nema að undangengnu ákveðnu ferli,11 að bann sé við beinum lánveitingum hans til ríkissjóðs og að hann þurfi ekki að vinna að öðrum markmiðum nema að svo miklu leyti sem þau samræmast meginmark- miði bankans. PENINGAMÁL 2002/4 85 10. Á myndina vantar tilkynnta hækkun vaxta í Bretlandi úr 12% í 15% í september 1992 þegar Bretar reyndu að verja gengi pundsins innan ERM. Sú hækkun kom hins vegar aldrei til framkvæmda þar sem Bretland hrökklaðist áður út úr ERM. 11. Þannig getur t.d. Bandaríkjaþing með lagasetningu breytt ákvörðunum seðlabanka Bandaríkjanna. Ferlið myndi hins vegar eiga sér stað fyrir opnum tjöldum og yrði meirihluta þingsins pólitískt mjög kost- naðarsamt nema hann hefði tiltölulega augljóslega rétt fyrir sér. Þessi öryggisventill hefur því aldrei verið notaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.