Peningamál - 01.11.2002, Síða 88

Peningamál - 01.11.2002, Síða 88
sjálfstæði og kanna síðan hvert sé samband þess við ýmsar mikilvægar hagstærðir.13 Hvað iðnríki varðar virðast þessar rannsóknir benda til þess að aukið lagalegt seðlabankasjálfstæði fari með tölfræðilega marktækum hætti saman við lægri verðbólgu (sjá t.d. meðfylgjandi mynd sem sýnir þetta fyrir 18 iðnríki á árunum 1980-89) en ekkert samband virðist vera við hagvöxt. Hins vegar er jákvætt samband á milli seðlabankasjálfstæðis og hagvaxtar í þróunarríkjum. Sú niðurstaða gæti verið í samræmi við þá tilgátu að þegar verðbólga fer upp fyrir ákveðið stig (virðist vera í kringum 15%) verður neikvætt samband á milli hennar og hagvaxtar. Það eykur sem sagt árangur við stjórn peninga- mála ef seðlabankar hafa fullt sjálfstæði til þess að beita stjórntækjum sínum til að ná markmiði um verðstöðugleika. Það eiga hins vegar að vera stjórn- völd sem skilgreina markmið seðlabanka en ekki þeir sjálfir. Hin hliðin á sjálfstæði seðlabanka er að þeir standi reikningsskil gerða sinna í tvíþættri merkingu, þ.e. að þeir séu gerðir ábyrgir fyrir að ná þeim mark- miðum sem þeim hafa verið sett og að þeir útskýri stefnuna í peningamálum fyrir stjórnvöldum og almenningi. Til að auðvelda reikningsskil peninga- stefnunnar og til að stuðla að auknum trúverðugleika hennar þarf hún að vera gagnsæ. Þannig þarf seðla- banki að útskýra opinberlega hvernig hann sér fyrir sér áhrif peningastefnunnar á efnahagslífið og lýsa því hvernig hann hyggst ná markmiði sínu. Hann þarf einnig að útskýra vel hvernig þær aðgerðir sem hann grípur til hverju sinni tengjast markmiði hans annars vegar og mati hans á ástandi og horfum í efnahagsmálum, einkum varðandi verðbólgu, hins vegar. Ákvarðanir í peningamálum Ákvörðun seðlabanka í vaxtamálum er veigamesta þjóðfélagslega ákvörðunin sem hann tekur. Í raun og veru er vald seðlabanka að öðru leyti takmarkað. Sem dæmi má taka Seðlabanka Íslands. Að slepptri ákvörðun í vaxtamálum tekur hann ákvarðanir um inngrip á gjaldeyrismarkaði, stærð og samsetningu gjaldeyrisforða, bindiskyldu, lausafjárkvöð og reglur um gjaldeyrisjöfnuð lánastofnana. Þá getur bankinn veitt lánastofnunum í erfiðleikum lán ef hann telur þess þörf til að varðveita traust á fjármálakerfi landsins. Í öllum öðrum málum sem Seðlabankinn kann að hafa afskipti af er hann ráðgjafi eða verktaki ríkisstjórnar eða einstakra ráðherra og háður ákvörð- unarvaldi þeirra. Það er í sjálfu sér mjög eðlilegt, enda ná rökin fyrir sjálfstæði seðlabanka ekki til þessara sviða. Það er því mikill misskilningur að bankastjórar seðlabanka fari með einhvers konar órætt allsherjarvald á sviði hagstjórnar. Vald seðla- banka er miklu takmarkaðra en vald ríkisstjórna, enda eðlilegt þar sem þeir hafa ekki sama lýðræðis- lega umboð. Ríkisstjórnir ráða yfir miklu fleiri tækjum og ráðstafa miklu meiri fjármunum. Þær hafa því miklu meiri áhrif á framvindu efnahagsmála, einkum að því er varðar langtímaþróun. Það eru því hálfgerðar goðsagnir þegar verið er að halda því fram að seðlabankastjórar séu valdamestu menn í efna- hagsmálum einstakra landa. Hvað sem þessu líður skiptir miklu máli hvernig ákvarðanir í peningamálum eru teknar. Sú skipan sem algengust er orðin í iðnríkjum allavega, er að þessar ákvarðanir eru teknar af fjölskipuðum peningastefnunefndum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið benda einnig til þess að ákvarðanir teknar af nefndum séu yfirleitt betri en þegar um sé að ræða einn einstakling.14 Óvissan sem ég ræddi um hér að framan er einnig í mínum huga viðbótarröksemd fyrir nefndarfyrirkomulaginu. PENINGAMÁL 2002/4 87 14. Nýleg rannsókn af þessu tagi var framkvæmd af starfsmönnum Englandsbanka með þátttöku hagfræðistúdenta við London School of Economics. Niðurstöður er að finna í Lombardelli og Talbot (2002). Tilraunir af þessu tagi voru lengi vel ekki tíðkaðar í hagfræði en Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár voru einmitt veitt fyrir þróun tilrauna í hagfræði.. Mynd 3 0,1 0,2 0,3 0,4 0,5 0,6 0,7 0 2 4 6 8 10 12 14 Verðbólga (%) Samband verðbólgu og lagalegs sjálfstæðis seðlabanka í nokkrum ríkjum 1. Á mælikvarðanum 0 (minnsta sjálfstæði) til 1 (mesta sjálfstæði). Heimild: Cukierman (1992). Lagalegt sjálfstæði seðlabanka1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.