Peningamál - 01.11.2002, Side 90

Peningamál - 01.11.2002, Side 90
stjórn heldur að minnsta kosti mánaðarlega fundi með nokkrum yfirmönnum bankans til að leggja mat á framvindu efnahagsmála, horfur og það hvort stefnan í peningamálum samrýmist markmiðinu eða ekki. Þá sendir bankinn frá sér fréttatilkynningu í hvert skipti sem vöxtum er breytt, sem inniheldur rökstuðning fyrir ákvörðuninni. Starf Seðlabankans á þessu sviði er auðvitað enn í þróun. Þannig vinnur bankinn að því að efla starf- semi sína á sviði yfirvöku efnahagsmála, spágerðar og mats á væntingum aðila hagkerfisins. Í nokkrum atriðum víkja þær reglur sem bankinn starfar eftir frá því sem margir hagfræðingar telja vera „besta praxís“. Dæmi um þetta er að Seðlabanki Íslands er eini seðlabankinn sem uppfyllir öll skilyrði til að teljast hafa verðbólgumarkmið, en hefur ekki opin- berlega tilkynnta vaxtaákvörðunarfundi.18 Bankinn taldi óvarlegt að hafa slíka fundi meðan verið var að stíga fyrstu skrefin í nýju kerfi, en hefur jafnframt lýst því yfir að hann telji það koma til greina í framtíðinni þegar núverandi skipan hefur öðlast traustari sess. Rökin fyrir því að hafa ekki slíka fundi eru meðal annars þau að hugsanlegt er að þeir skapi óróa á mörkuðum um það leyti sem þeir eru haldnir. Rökin fyrir því að hafa slíka fundi eru hins vegar nokkur. Í fyrsta lagi gerir það Seðlabankanum kleift að útskýra betur en ella þegar hann tekur ákvarðanir um að halda vöxtum óbreyttum, en nú eru aðeins sendar út fréttatilkynningar þegar hann breytir vöxtum. Í öðru lagi losar það Seðlabankann undan stöðugri og ótímasettri umræðu um hvort hann ætli nú ekki að fara að breyta vöxtum, því að hann getur einfaldlega vísað til þess hvenær næsti fundur sé. Í þriðja lagi stuðlar það að meira gagnsæi peninga- stefnunnar þar sem markaðsaðilar vita allir sem einn hvenær þeir eiga að meta líklegar aðgerðir Seðla- bankans. Góðir málstofugestir! Seðlabankastarfsemi hefur tekið mikilli þróun á undanförnum árum og áratugum. Sú þróun mun halda áfram. Seðlabanki Íslands hefur sem betur fer orðið fyrir miklum áhrifum af fræðilegri framþróun og alþjóðlegri þróun. Hann á því örugglega eftir að þróast og breytast áfram. Heimildir Blinder, Alan S., (1998), Central Banking in Theory and Practice, MIT Press. Buiter, Willem H., (1999), „Alice in Euroland“, Journal of Common Market Studies 37, No. 2, bls. 181-209. Cukierman, Alex, (1992), Central Bank Strategy, Credibility, and Independence: Theory and Evidence, MIT Press. Goodhart, Charles, (1988), The Evolution of Central Banks, MIT Press. Lombardelli, Clare, og James Talbot (2002), „Committees versus individuals: an experimental analysis of monetary policy decision- making“, Bank of England Quarterly Bulletin, haust 2002, Bank of England. Schmidt-Hebbel, Klaus, og Matías Tapia (2002), „Monetary poli- cy implementation and results in twenty inflation-targeting coun- tries“, Central Bank of Chile Working Papers, nr. 166. Seðlabanki Íslands (2002), „Starfsreglur um undirbúning, rök- stuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum“, Peningamál 2002/1, bls. 30-32. Þórarinn G. Pétursson (2000a), „Gengis- eða verðbólgumarkmið við stjórn peningamála“, Peningamál 2000/1, bls. 32-40. Þórarinn G. Pétursson (2000b), „Nýjar áherslur í starfsemi seðla- banka: Aukið sjálfstæði, gagnsæi og reikningsskil gerða“, Peningamál 2000/4, bls. 45-57. Þórarinn G. Pétursson (2001), „Miðlunarferli peningastefnunnar“, Peningamál 2001/4, bls. 59-74. PENINGAMÁL 2002/4 89 18. Sjá t.d. Schmidt-Hebbel og Tapia (2002).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.