Peningamál - 01.11.2002, Side 91

Peningamál - 01.11.2002, Side 91
90 PENINGAMÁL 2002/4 Stofnun og hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á rætur að rekja til ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Bretton Woods í New Hampshire í Bandaríkjunum árið 1944.2 Þar var lagður grunnur að þremur alþjóðlegum stofnunum, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (e. International Mone- tary Fund), Alþjóðabankanum (e. World Bank)3 og Heimsviðskiptastofnuninni (e. International Trade Organization). Síðastnefnda stofnunin komst þó ekki á laggirnar en GATT-samkomulagið4 kom í staðinn, uns Alþjóðaviðskiptastofnunin (e. World Trade Organization) tók til starfa árið 1995. Á ráðstefnunni í Bretton Woods voru samankomnir fulltrúar frá 45 þjóðríkjum og samþykktu þeir að mynda nýjan vett- vang fyrir efnahagssamvinnu sem gæti unnið gegn óheppilegri framvindu efnahagsmála eins og þeirri sem átti sinn þátt í kreppunni miklu fyrr á öldinni. Hinum nýja vettvangi var ætlað að efla alþjóðlega samvinnu í gjaldeyrismálum, stuðla að stöðugu gengi mynta og greiða fyrir frjálsari gjaldeyrisviðskiptum.5 Ísland er eitt 29 stofnríkja Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins en nú eru aðildarríki hans 184 talsins. Starf- semi sjóðsins er fjármögnuð með framlögum (e. quotas) aðildarríkjanna samkvæmt reglum sem taka tillit til efnahagslegrar stærðar þeirra og er því hlutur iðnríkjanna stærstur. Upphaflegt hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var að tryggja stöðugleika í heimsviðskiptum með því að veita lán til að jafna tímabundinn viðskiptahalla aðildarríkjanna ef þörf krefði. Þessu hlutverki hefur sjóðurinn sinnt með því að fylgjast með þróun efnahagsmála aðildarríkjanna. Hann hefur einnig veitt aðildarríkjum sínum lána- fyrirgreiðslu og tæknilega aðstoð í þeim tilgangi að styrkja hagkerfi þeirra. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þróast í takt við breytingar á alþjóðlegu efna- hagsumhverfi og tekist á hendur ný verkefni án þess að vanrækja meginverkefni sitt. Undanfarin ár hefur mikið verið lagt upp úr aðgerðum sem tryggja stöð- ugleika fjármálakerfa og koma í veg fyrir fjármála- kreppu. Jafnframt hefur sjóðurinn í samvinnu við aðrar alþjóðastofnanir tekið þátt í því að létta skulda- byrði fátækustu ríkjanna með markvissum hætti. Stjórnskipulag Æðsta vald í málefnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er hjá sjóðráði (e. Board of Governors) sem er skipað einum fulltrúa frá hverju landi, venjulega fjármála- ráðherra eða seðlabankastjóra. Sjóðráð kemur saman að jafnaði einu sinni á ári. Næst sjóðráði stendur fjár- Lilja D. Alfreðsdóttir og Þorbjörn Jónsson1 Starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og samstarf Norður- landa og Eystrasaltsríkja 1. Höfundar starfa á alþjóðasviði Seðlabanka Íslands og vinna að mál- efnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 2. Vefslóð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: http://www.imf.org. 3. Alþjóðabankinn heitir réttu nafni „International Bank for Recon- struction and Development“ (IBRD). 4. General Agreement on Tariffs and Trade. 5. Stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Stj.tíð. C, nr. 18/1978, Seðla- banki Íslands 1979. Í þessari grein verður stuttlega greint frá meginstarfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, einkum því sem hæst ber um þessar mundir. Einnig er sagt frá samstarfi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á vettvangi sjóðsins en árin 2002-2003 leiðir Ísland samstarf þessara ríkja þar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.