Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 92

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 92
PENINGAMÁL 2002/4 91 hagsnefndin (e. International Monetary and Financial Committee, áður Interim Committee) sem fundar að jafnaði tvisvar á ári, vor og haust. Nefndin er ráðgef- andi fyrir sjóðráð og mótar áherslur í starfi fram- kvæmdastjórnar sjóðsins (e. Executive Board)6. Dag- leg yfirstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er í höndum framkvæmdastjórnarinnar sem heldur fundi tvisvar til þrisvar í viku. Fyrir fundi framkvæmdastjórnar eru lagðar fram skýrslur sérfræðinga sjóðsins. Fram- kvæmdastjórnin fjallar meðal annars um framvindu og stöðu efnahagsmála í aðildarlöndunum og stöðu heimsbúskaparins, lánveitingar til einstakra ríkja, ráðstafanir til að fyrirbyggja fjármálakreppu, stuðn- ing við fátækustu aðildarríkin og síðast en ekki síst stefnu sjóðsins og eftirlitshlutverk hans. Helstu verkefni Meðal helstu mála sem unnið hefur verið að síðustu misserin eru leiðir til að koma í veg fyrir og leysa fjármálakreppu. Einnig má nefna umræður um eftir- litshlutverk sjóðsins, fjármálastöðugleika, fram- kvæmd áætlunar um skuldaeftirgjöf fátækra landa, lánastarfsemi sjóðsins og aðstoð við Tyrkland, Argentínu og Brasilíu. Umfjöllun um mikilvægi stjórnfestu (e. governance) og gagnsæis (e. trans- parency) hefur jafnframt verið áberandi hjá sjóðnum. Hér á eftir verður gerð nánari grein fyrir þessum verkefnum. 1. Lausn á greiðsluerfiðleikum Algengt er að skuldsett ríki, einkum þróunarríki og nýmarkaðsríki, lendi í greiðsluerfiðleikum. Þegar er- lend lán til ríkja voru aðallega sambankalán var tiltölulega einfalt að kalla saman lánardrottna og semja um skuldbreytingu. Með ört vaxandi útgáfu markaðsskuldabréfa þar sem kaupendur bréfanna eru fjölmennur og dreifður hópur er ekki jafn einfalt og áður að ná samkomulagi um skuldbreytingar. Því hefur verið talin þörf á að finna lausn á þessu vanda- máli. Annars vegar hefur verið fjallað um að setja upp samstarfsvettvang lánardrottna og skuldara með breytingum á viðbótarákvæði í skilmála skuldabréfa (e. Collective Action Clauses, CACs) sem heimila boðun funda þar sem meirihluti skuldabréfaeigenda getur samþykkt aðgerðir til að skuldbreyta. Hins vegar eins konar formlegt vinnuferli undir verndar- væng sjóðsins þar sem fylgt verður ákveðnu verklagi við lausn greiðsluerfiðleika ef ríki lýsa yfir greiðslu- stöðvun (e. Sovereign Debt Restructuring Mech- anism, SDRM). Hægt yrði að fara fram á greiðslu- stöðvun og leita eftir samkomulagi við alla lánar- drottna til að leysa úr fjárhagskreppu viðkomandi ríkis. Fylgt yrði svipuðum reglum og gilda um gjald- þrot fyrirtækja víða um lönd, einkum í Banda- ríkjunum. Tilgangurinn er að flýta fyrir og tryggja viðunandi lausn á greiðsluerfiðleikum ríkja og draga þannig úr truflandi áhrifum á alþjóðlega lánamarkaði og því langvarandi vantrausti sem getur fylgt því að ríki hætti að greiða af lánum sínum. 2. Eftirlitshlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Almennt eftirlit (e. surveillance) með efnahagslífi aðildarlandanna er eitt af meginverkefnum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Eftirlitið er einkum með tvennum hætti. Annars vegar eru aðildarríkin heimsótt árlega af sérfræðingum sjóðsins sem gera úttekt á stöðu og horfum í efnahagslífi og hins vegar er gerð heildstæð úttekt á stöðu og horfum á heimsbúinu og á alþjóða- fjármálakerfinu. Eftirlitið í aðildarríkjunum felst einkum í því að sjóðurinn metur hvort efnahagsþróun og efnahagsstefna í aðildarríkjunum leiði til sjálfbærs hagvaxtar og stöðugleika. Í viðræðunum við aðildar- ríkin er meðal annars fjallað um gengismál, ríkisfjár- mál, peningamál, greiðslujöfnuð og fjármálastöðug- leika. Í lok hverrar heimsóknar afhendir sendinefnd sjóðsins álit (e. concluding statement) og í kjölfar þess semur sendinefndin skýrslu. Fjölmörg aðildar- landa sjóðsins birta nú þessar skýrslur opinberlega, þ.m.t. Ísland. Hverju aðildarríki er í sjálfsvald sett hvort það fylgir efnahagsráðgjöf sjóðsins. Eftirlits- starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur þróast talsvert í tímans rás. Á fyrstu starfsárum sjóðsins var aðallega fylgst með peningamálum, ríkisfjármálum og viðskiptajöfnuði en í kjölfar frjálsari fjármagns- flutninga hefur eftirlit beinst í vaxandi mæli að öðrum þáttum, ekki síst fjármálastöðugleika og leið- um til þess að afstýra fjármálakreppu. 3. Lánastarfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býður aðildarríkjum sem eiga í greiðsluerfiðleikum lánafyrirgreiðslu. Þessi lán eru yfirleitt með hagstæðari kjörum en lán sem bjóð- 6. Ólafur Ísleifsson: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (seinni grein), Vís- bending 7. desember 2001, 48.tölublað 19. árgangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.