Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 94

Peningamál - 01.11.2002, Qupperneq 94
PENINGAMÁL 2002/4 93 Spilling er þrengra hugtak sem snýr að hugsanlegri misnotkun valdhafa á almannafé eða aðstöðu. Þessi tvö hugtök eru nátengd því að það umhverfi sem skortir stjórnfestu getur verið gróðrarstía fyrir hvers kyns spillingu. Orsök spillingar er oft efnahagslegs eðlis og afleiðingarnar líka, því að spilling er skaðleg öllu efnahagskerfinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur mikið upp úr því að góð stjórnfesta ríki hjá aðildarlöndum sínum og hefur látið þessi mál til sín taka. Góðir stjórnarhættir auka líkurnar á því að efna- hagskerfið sé skilvirkt. Sjóðurinn hefur stuðlað að vönduðum stjórnunarháttum meðal annars með því að aðstoða aðildarríkin við að auka gagnsæi opin- berrar stjórnsýslu og hindra spillingu. Fjallað er um þennan málaflokk í árlegum skýrslum um efnahags- mál í aðildarríkjunum í kjölfarið á reglubundnum heimsóknum sérfræðinga sjóðsins. Auk þess hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í samvinnu við Alþjóða- bankann unnið skipulega að því að hindra peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka. 7. Gagnsæi Mikið hefur verið lagt upp úr því undanfarin misseri að auka gagnsæi (e. transparency) bæði hjá opinber- um aðilum og fyrirtækjum. Góður og greiður að- gangur að upplýsingum er mikilvægur fyrir hvers kyns stefnumótun og aðhald enda virðist hagsæld vera meiri hjá ríkjum sem hafa tileinkað sér slík vinnubrögð. Sjóðurinn hefur m.a. beitt sér fyrir setn- ingu reglna um gagnsæi peningamála og ríkisfjár- mála.7 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur einnig lagt sitt af mörkum til að auka gagnsæi stofnunarinnar. Fyrir tæpum tíu árum birti sjóðurinn aðeins brot af þeim gögnum sem þar urðu til. Nú er hins vegar greiður aðgangur að vinnu sérfræðinga sjóðsins á heimasíðu hans.8 Nánast öll stefnumótandi vinna er birt á heimasíðunni og um 60% skýrslna sem fjalla um hagkerfi einstakra ríkja eru gefnar út á opinberum vettvangi. Öll iðnríkin láta birta sínar skýrslur og flest ríkin í Mið- og Austur-Evrópu. Aftur á móti birta aðeins 20% ríkja í Mið-Austurlöndum, 36% í Asíu og 46% í Afríku skýrslur sjóðsins um hagkerfi viðkomandi ríkja. Sjóðurinn hvetur aðildarríki sín eindregið til að birta opinberlega skýrslur sem hann vinnur. Jafnframt er birt opinberlega öll innri endur- skoðun á starfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkja Ísland á samstarf við Norðurlöndin og Eystrasalts- ríkin á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Norður- löndin hafa starfað saman í áratugi á vettvangi sjóðs- ins en Eystrasaltsríkin gengu til liðs við þau árið 1992 eftir að þau höfðu hlotið aðild að sjóðnum. Saman mynda þessi ríki eitt af 24 svokölluðum kjör- dæmum (e. constituencies) sjóðsins. Ísland gegnir forystuhlutverki í kjördæminu árin 2002 og 2003. Í fjárhagsnefnd sjóðsins á hvert kjördæmi einn fulltrúa sem er ráðherra eða seðlabankastjóri. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, tók sæti í fjárhagsnefnd- inni fyrir hönd kjördæmisins til tveggja ára í upphafi árs 2002. Hvert kjördæmi velur einn fulltrúa í fram- kvæmdastjórn sjóðsins og í ársbyrjun 2002 tók Ólafur Ísleifsson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabankans, sæti í henni. Jafnframt stýrir Ólafur skrifstofu kjördæmisins í Washington en á henni starfa sérfræðingar frá Norðurlöndum og Eystrasalts- ríkjum. Fjárhagsnefnd Norðurlanda og Eystrasalts- ríkjanna (e. Nordic Baltic Monetary and Financial Committee) fjallar einkum um samstarf landanna á vettvangi sjóðsins og mótar megináherslur kjör- dæmisins. Í henni sitja tveir fulltrúar frá hverju land- anna. Ingimundur Friðriksson, nú seðlabankastjóri, varð formaður nefndarinnar í byrjun árs 2002 en auk hans situr Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri í for- sætisráðuneytinu í nefndinni fyrir hönd Íslands. Undir þessari nefnd starfar varafulltrúanefnd sem í sitja fulltrúar allra landanna átta. Forystuhlutverki Íslands í kjördæminu tilheyrir meðal annars að annast samræmingu á afstöðu kjör- dæmisins til helstu mála sem til umfjöllunar koma í framkvæmdastjórn sjóðsins hverju sinni og er það viðfangsefni í höndum Seðlabankans. Fyrir fundi framkvæmdastjórnar eru sjónarmið kjördæmisins í mikilvægum málum samræmd á vettvangi seðla- banka og fjármála- eða efnahagsráðuneyta Norður- landa og Eystrasaltsríkja. Að öðru leyti undirbýr skrifstofa kjördæmisins í sjóðnum afstöðu kjör- dæmisins í samræmi við viðurkennda stefnu þess.7. Sjá grein um gagnsæi í Peningamálum 2000/3. 8. http://www.imf.org.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.