Peningamál - 01.08.2003, Side 17

Peningamál - 01.08.2003, Side 17
Verðið hefur heldur farið hækkandi á undanförnum vikum þannig að nú er áætlað að eldsneytisverð hækki um 9% á þessu ári en lækki hins vegar um 14% á næsta ári (hvort tveggja í erlendri mynt). Þetta er talsverð hækkun frá því í síðustu spá þar sem gert var ráð fyrir 3% hækkun á þessu ári. Hins vegar er spáin óbreytt fyrir árið 2004. Búist er við að þróun viðskiptakjara vöru og þjónustu verði aðeins hag- stæðari á þessu ári en gert var ráð fyrir í síðustu spá, en í raun er þó um tilfærslu frá síðasta ári að ræða. Á næsta ári er reiknað með að viðskiptakjör muni batna frá þessu ári en um ½ prósentu minna en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Forsendum um þróun erlendra vaxta er ekki breytt frá síðustu spá bankans. Gert er ráð fyrir að er- lendir skammtímavextir verði 3% á þessu ári og 3½% á því næsta. Hagvöxtur eykst lítillega frá síðustu spá... Samkvæmt spá Seðlabankans verður 2¾% hagvöxtur á þessu ári og 3½% hagvöxtur á því næsta. Þetta er í báðum tilfellum ¼ prósentu meiri hagvöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans. Spáð er að einka- neysla vaxi um 2% á þessu ári, sem er mun meira en spáð var í maí, en áfram er gert ráð fyrir 3% vexti á næsta ári. Talið er að samneyslan muni aukast lítil- lega á þessu ári frá fyrri spá. Hins vegar er talið að fjármunamyndun þessa árs muni aukast um 10¾% sem er nokkru minna en spáð var í maí. Spá bankans um fjárfestingu í íbúðarhúsnæði er óbreytt. Útflutn- ingur eykst um 2% á þessu ári og um 4% á því næsta samkvæmt spánni. Aukninguna má rekja til aukinna aflaheimilda eins og rakið var hér að framan. Talið er að vöxtur innflutnings verði óbreyttur frá síðustu spá á árinu 2004, en aukist lítillega á þessu ári miðað við spána í maí. 16 PENINGAMÁL 2003/3 Tafla 4 Þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands Milljarðar króna Magnbreytingar Breyting frá síðustu á verðlagi hvers árs frá fyrra ári (%)1 spá (prósentur)1 2002 2003 2004 2002 2003 2004 2002 2003 2004 Einkaneysla ........................................................ 419,5 436,0 457,7 -1¼ 2 3 - 1 - Samneysla .......................................................... 194,7 206,5 221,9 3 2½ 2½ - ½ - Fjármunamyndun ............................................... 146,5 167,4 191,2 -12¾ 10¾ 11¼ - -¾ ½ Atvinnuvegafjárfesting .................................. 79,4 93,6 116,5 -19½ 14 20¾ - -½ 1 Án stóriðju, skipa og flugvéla................... 64,5 65,2 73,1 -9 -2 9¼ - - -¼ Fjárfesting í íbúðarhúsnæði ........................... 37,4 39,8 42,2 5¼ 3 3½ - - - Fjárfesting hins opinbera ............................... 29,7 34,1 32,5 -8¼ 11¼ -7 - -2¾ - Þjóðarútgjöld, alls .............................................. 760,6 809,9 870,7 -2½ 3¾ 4¾ - ¼ ¼ Útflutningur vöru og þjónustu ........................... 307,3 289,5 303,6 3 2 4 - ¾ ¼ Innflutningur vöru og þjónustu .......................... 293,5 285,1 304,8 -2½ 4½ 7 - ½ - Verg landsframleiðsla......................................... 774,4 814,4 869,5 -½ 2¾ 3½ - ¼ ¼ Viðskiptajöfnuður sem % af VLF...................... . . . ½ -1¼ -2½ ¼ -¼ -¼ Vergur þjóðhagslegur sparnaður sem % af VLF . . . 18¾ 18¼ 18 - -1 -1½ Hrein erlend skuld sem % af VLF ..................... . . . 100½ 94¼ 94 . . . Hrein erlend staða þjóðarbúsins sem % af VLF . . . -78¼ -73 -73 . . . Launakostnaður á alm. vinnumarkaði, %-br. milli ársmeðaltala ..................................... . . . 5¾ 5 4¼ - - - Framleiðni vinnuafls, %-br. milli ársmeðaltala . . . . 1 2 1½ - ½ - Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann, %-br. milli ársmeðaltala ..................................... . . . 1 2¼ 3½ - - 1¼ Atvinnuleysi sem % af mannafla ....................... . . . 2½ 3¼ 2½ - ¼ - Framleiðsluspenna sem % af VLF..................... . . . -¼ -½ ¼ -¾ -½ -¼ 1. Stutt lárétt strik (-) táknar að breyting er engin.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.