Peningamál - 01.08.2003, Síða 26

Peningamál - 01.08.2003, Síða 26
PENINGAMÁL 2003/3 25 Viðauki 1 Viðkvæmnistuðull verðhjöðnunar Á síðustu árum hefur athygli hagfræðinga beinst í auknum mæli að verðhjöðnun1 og þeirri hættu á al- mennum samdrætti í efnahagslífinu sem af henni gæti leitt. Telja sumir að verðhjöðnun sé helsta ástæða langvarandi efnahagserfiðleika í Japan upp á síð- kastið, en talsverður þrýstingur hefur verið á verð- lagslækkanir þar og víðar í Asíu. Nú eru menn einnig farnir að sjá ýmis merki þróunar í sömu átt sumstaðar á Vesturlöndum. Mikil gengislækkun á hluta- bréfamörkuðum, vaxandi framleiðsluslaki ásamt ýmsum ytri áföllum og hægari efnahagsbata en vonir stóðu til eru allt þættir sem valdið hafa mönnum áhyggjum um komandi verðlagsþróun. Síðastliðið vor gaf Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) út skýrslu þar sem fjallað er um verðhjöðnun í heiminum í dag.2 Í þeirri skýrslu er gerð tilraun til að meta hverjar eru orsakir og afleiðingar verðhjöðnun- ar, hversu mikil hætta er á slíku ástandi í ýmsum löndum og hvernig best megi bregðast við ef ákveðin hættumerki eru komin fram í viðkomandi hagkerfi. Áhættumatið var framkvæmt með þrennum hætti. Í fyrsta lagi var reiknaður út svonefndur „viðkvæm- istuðull verðhjöðnunar“ (e. index of deflation vulner- ability) fyrir hvert ríki sem könnunin náði til, en það voru 35 ríki sem í heild ná yfir 90% af vergri lands- framleiðslu (VLF) heimsins. Í öðru lagi var notast við væntingabætta Phillipskúrfu til að meta hve mikla aukningu í framleiðsluslaka og atvinnuleysi þurfi til að koma af stað verðhjöðnun í sjö af stærstu iðnríkj- um heims.3 Loks var efnahagsástandið í Kína skoðað sérstaklega og lagt mat á hversu mikla hættu megi telja af útbreiðslu verðhjöðnunar yfir í fleiri hagkerfi þaðan. Viðkvæmnistuðull verðhjöðnunar var reiknaður út með því að skoða þróunina í verðlagi, framleiðslu, peninga- og fjármálastærðum og á hlutabréfamörk- uðum út frá ákveðnum afmörkuðum forsendum sem taldar voru vísar að tilhneigingu til almenns samdrátt- ar. Í heild voru athugaðar 11 mismunandi mælingar og fékk hver mæling gildið 1 ef hún var talin vísir að verðhjöðnun en annars gildið 0. Eftirfarandi atriði voru mæld: 1. Hvort árshækkun vísitölu neysluverðs hafi verið minni en 0,5%. 2. Hvort árshækkun verðvísitölu VLF hafi verið minni en 0,5%. 3. Hvort árshækkun kjarnavísitölu neysluverðs hafi verið minni en 0,5%. 4. Hvort lækkun framleiðsluspennu eða aukning framleiðsluslaka hafi verið meiri en 2 prósentur síðastliðna fjóra ársfjórðunga. 5. Hvort núverandi framleiðsluslaki sé meiri en 2%. 6. Hvort hagvöxtur síðastliðinna þriggja ára hafi verið minni en meðalhagvöxtur áratugarins þar á undan. 7. Hvort lækkun hlutabréfavísitölu hafi verið meiri en 30% á síðastliðnum þremur árum. 8. Hvort hækkun á raungengi gjaldmiðils viðkom- andi ríkis hafi verið yfir 4% s.l. ár. 9. Hvort vöxtur útlána til atvinnuvega og heimila sl. ár hafi verið minni en vöxtur VLF yfir sama tíma- bil. 10. Hvort útlánaaukning síðastliðinna þriggja ára til atvinnuvega og heimila hafi verið minni en 10%. 11. Hvort peningamagn (M3) hafi vaxið hægar en grunnfé sem nemur 2% eða meira síðastliðna átta ársfjórðunga. Viðkvæmnistuðull viðkomandi lands fékkst síðan með því að reikna hlutfall mældra gilda af heild.4 Þetta hlutfall var mælt með tvennum hætti. Annars vegar óvegið þannig að mælingarnar 11 voru allar jafngildar og hins vegar vegið þannig að mælingar á þróun hlutabréfaverðs og útlánum fengu hærri gildi eftir mikilvægi þeirra stærða í viðkomandi hagkerfi. 4. Þannig væri t.d. land þar sem allar mælingar skilgreindust sem vísir að verðhjöðnun með viðkvæmnistuðulinn 11/11=1 o.s.frv. 1. Verðhjöðnun er skilgreind sem viðvarandi lækkun almenns verðlags, þ.e.a.s. andstæða verðbólgu sem er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags. Til nánari útskýringar á hugtakinu er hér vísað í rammagrein 3 bls. 26 í Peningamálum 2003/1 þar sem hugtakinu verðhjöðnun eru gerð nokkuð ítarleg skil. 2. Skýrslan heitir ,,Deflation: Determinants, Risks, and Policy Options – Findings of an Interdepartmental Task Force“ og er að finna á síðunni http://www.imf.org/external/pubs/ft/def/2003/eng/043003.htm 3. Þ.e. Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Japan, Kanada og Þýskalandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.