Peningamál - 01.08.2003, Page 58

Peningamál - 01.08.2003, Page 58
PENINGAMÁL 2003/3 57 Hinn 7. febrúar var tilkynnt að Kaupþing banki hf. hefði fest kaup á fjármálafyrirtæki í London, BMY Corporate Finance Limited, en nafni félagsins var breytt í Kaupthing Limited. Félagið hefur leyfi breska fjármálaeftirlitsins (FSA) til fyrirtækjaþjón- ustu. Hinn 10. febrúar tilkynnti Seðlabanki Íslands um 0,5 prósentna vaxtalækkun sem tók gildi 11. og 18. febrúar. Eftir lækkunina voru stýrivextir bankans 5,3%. Hinn 12. febrúar var tilkynnt að breska fjármálaeftir- litið (FSA) hefði samþykkt breytingu á yfirráðum Heritable Bank Limited sem stafaði af kaupum Sam- son eignarhaldsfélags ehf. á 45,8% hlut í Landsbanka Íslands hf. FSA staðfesti þar með kaup Samson eign- arhaldsfélags ehf. á Landsbanka Íslands hf. að því leyti sem snýr að starfsemi Landsbankans í Bret- landi. Hinn 25. febrúar lauk sölu ríkissjóðs á 2,5% hlutafjár í Landsbanka Íslands. Eignarhlutur ríkissjóðs í Landsbankanum er enginn eftir þessa sölu. Hinn 28. febrúar tilkynnti Seðlabanki Íslands um breytingu á bindiskyldu lánastofnana í Seðlabanka Íslands. Hinn 21. mars verða bindihlutföll, þ.e. hlut- föll innlánsbindingar lánastofnana, sem voru 1,5% og 4%, lækkuð í 1% og 3%. Frá 1. apríl er svigrúm lánastofnana til að nýta bundið fé til tryggingar fyrir uppgjöri í greiðslukerfum takmarkað við helming umsaminnar tryggingarfjárhæðar. Þessi takmörkun er til þess ætluð að tryggja að lánastofnanir hafi svig- rúm á bindireikningi til að mæta sveiflum í lausa- fjárstöðu. Mars 2003 Hinn 7. mars lauk sölu ríkissjóðs á 9,11% hlutafjár í Búnaðarbanka Íslands hf. Eignarhlutur ríkissjóðs í Búnaðarbankanum hf. er enginn eftir þessa sölu. Hinn 18. mars staðfesti Fjármálaeftirlitið hæfi Eglu hf., Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga hf., Samvinnulífeyrissjóðsins og Vátryggingafélags Ís- lands hf. til að fara með virkan eignarhlut í Búnaðar- banka Íslands hf. Hinn 27. mars var tilkynnt að stjórn Kaupþings banka hf. og bankaráð Búnaðarbanka Íslands hf. hefðu ákveðið að hefja formlegar viðræður um sam- vinnu eða sameiningu bankanna. Hinn 31. mars staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lánshæfiseinkunnir Íslands, AA- fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt, AAA fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum og F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt. Horfunum á mati langtímaskuldbindinga var breytt úr neikvæðum í stöðugar. Helstu ástæður fyrir breyt- tu mati eru styrkur íslenska hagkerfisins og hröð aðlögun þjóðarbúsins í átt til jafnvægis. Að mati Fitch er erlend skuldastaða helsta hindrunin fyrir bættu lánshæfismati. Apríl 2003 Hinn 8. apríl tilkynnti alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investors Service að lánshæfismat Íslands- banka hf. hefði verið hækkað. Langtímaeinkunn bankans var hækkuð úr A2 í A1, einkunn vegna víkj- andi lána úr A3 í A2 og einkunn vegna fjárhagslegs styrkleika úr C+ í B-. Einnig var skammtímaeink- unnin P-1 staðfest. Hinn 10. apríl tilkynnti alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investors Service að skammtímaeinkunn Búnaðarbanka Íslands hf. hefði verið hækkuð úr P-2 í P-1. Langtímaeinkunn bankans var staðfest og er A3 og fjárhagslegur styrkleiki er C. Hinn 10. apríl tilkynnti alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investors Service hækkun á lánshæfiseink- unn Landsbanka Íslands hf. til skamms tíma úr P-2 í P-1. Jafnframt var staðfest lánshæfismatseinkunn A- 3 til langs tíma. Hinn 14. apríl var tilkynnt að bankaráð Búnaðar- banka Íslands hf. og stjórn Kaupþings banka hf. hefðu samþykkt að leggja til við hluthafafundi bank- anna að þeir yrðu sameinaðir. Fyrirhugað heiti hins nýja sameinaða banka er Kaupþing Búnaðarbanki hf. Hinn 28. apríl var tilkynnt að Búnaðarbanki Íslands hf. hefði gengið frá samkomulagi um sölu á starfsemi sinni í Lúxemborg. Kaupandinn er Landsbanki Ís- lands hf. Samkomulagið er háð fyrirvara um að sam- runi Búnaðarbanka Íslands hf. og Kaupþings banka hf. verði að veruleika eigi síðar en 1. júní 2003.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.