Peningamál - 01.08.2003, Qupperneq 58

Peningamál - 01.08.2003, Qupperneq 58
PENINGAMÁL 2003/3 57 Hinn 7. febrúar var tilkynnt að Kaupþing banki hf. hefði fest kaup á fjármálafyrirtæki í London, BMY Corporate Finance Limited, en nafni félagsins var breytt í Kaupthing Limited. Félagið hefur leyfi breska fjármálaeftirlitsins (FSA) til fyrirtækjaþjón- ustu. Hinn 10. febrúar tilkynnti Seðlabanki Íslands um 0,5 prósentna vaxtalækkun sem tók gildi 11. og 18. febrúar. Eftir lækkunina voru stýrivextir bankans 5,3%. Hinn 12. febrúar var tilkynnt að breska fjármálaeftir- litið (FSA) hefði samþykkt breytingu á yfirráðum Heritable Bank Limited sem stafaði af kaupum Sam- son eignarhaldsfélags ehf. á 45,8% hlut í Landsbanka Íslands hf. FSA staðfesti þar með kaup Samson eign- arhaldsfélags ehf. á Landsbanka Íslands hf. að því leyti sem snýr að starfsemi Landsbankans í Bret- landi. Hinn 25. febrúar lauk sölu ríkissjóðs á 2,5% hlutafjár í Landsbanka Íslands. Eignarhlutur ríkissjóðs í Landsbankanum er enginn eftir þessa sölu. Hinn 28. febrúar tilkynnti Seðlabanki Íslands um breytingu á bindiskyldu lánastofnana í Seðlabanka Íslands. Hinn 21. mars verða bindihlutföll, þ.e. hlut- föll innlánsbindingar lánastofnana, sem voru 1,5% og 4%, lækkuð í 1% og 3%. Frá 1. apríl er svigrúm lánastofnana til að nýta bundið fé til tryggingar fyrir uppgjöri í greiðslukerfum takmarkað við helming umsaminnar tryggingarfjárhæðar. Þessi takmörkun er til þess ætluð að tryggja að lánastofnanir hafi svig- rúm á bindireikningi til að mæta sveiflum í lausa- fjárstöðu. Mars 2003 Hinn 7. mars lauk sölu ríkissjóðs á 9,11% hlutafjár í Búnaðarbanka Íslands hf. Eignarhlutur ríkissjóðs í Búnaðarbankanum hf. er enginn eftir þessa sölu. Hinn 18. mars staðfesti Fjármálaeftirlitið hæfi Eglu hf., Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga hf., Samvinnulífeyrissjóðsins og Vátryggingafélags Ís- lands hf. til að fara með virkan eignarhlut í Búnaðar- banka Íslands hf. Hinn 27. mars var tilkynnt að stjórn Kaupþings banka hf. og bankaráð Búnaðarbanka Íslands hf. hefðu ákveðið að hefja formlegar viðræður um sam- vinnu eða sameiningu bankanna. Hinn 31. mars staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings lánshæfiseinkunnir Íslands, AA- fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt, AAA fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum og F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt. Horfunum á mati langtímaskuldbindinga var breytt úr neikvæðum í stöðugar. Helstu ástæður fyrir breyt- tu mati eru styrkur íslenska hagkerfisins og hröð aðlögun þjóðarbúsins í átt til jafnvægis. Að mati Fitch er erlend skuldastaða helsta hindrunin fyrir bættu lánshæfismati. Apríl 2003 Hinn 8. apríl tilkynnti alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investors Service að lánshæfismat Íslands- banka hf. hefði verið hækkað. Langtímaeinkunn bankans var hækkuð úr A2 í A1, einkunn vegna víkj- andi lána úr A3 í A2 og einkunn vegna fjárhagslegs styrkleika úr C+ í B-. Einnig var skammtímaeink- unnin P-1 staðfest. Hinn 10. apríl tilkynnti alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investors Service að skammtímaeinkunn Búnaðarbanka Íslands hf. hefði verið hækkuð úr P-2 í P-1. Langtímaeinkunn bankans var staðfest og er A3 og fjárhagslegur styrkleiki er C. Hinn 10. apríl tilkynnti alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s Investors Service hækkun á lánshæfiseink- unn Landsbanka Íslands hf. til skamms tíma úr P-2 í P-1. Jafnframt var staðfest lánshæfismatseinkunn A- 3 til langs tíma. Hinn 14. apríl var tilkynnt að bankaráð Búnaðar- banka Íslands hf. og stjórn Kaupþings banka hf. hefðu samþykkt að leggja til við hluthafafundi bank- anna að þeir yrðu sameinaðir. Fyrirhugað heiti hins nýja sameinaða banka er Kaupþing Búnaðarbanki hf. Hinn 28. apríl var tilkynnt að Búnaðarbanki Íslands hf. hefði gengið frá samkomulagi um sölu á starfsemi sinni í Lúxemborg. Kaupandinn er Landsbanki Ís- lands hf. Samkomulagið er háð fyrirvara um að sam- runi Búnaðarbanka Íslands hf. og Kaupþings banka hf. verði að veruleika eigi síðar en 1. júní 2003.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.