Peningamál - 01.09.2005, Side 14

Peningamál - 01.09.2005, Side 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 14 botnfisks (þorsks og grálúðu) hefur dregist saman, en ýsu-, ufsa- og karfaafli hefur aukist. Þá hefur afli úthafskarfa dregist saman um 20 þúsund tonn. Aflaverðmætið á þessu sama tímabili var 1,7% minna á föstu verðlagi en það var á sama tíma í fyrra og munar þar mest um óhagstæðari aflasamsetningu botnfisks, verulegan samdrátt í úthafs- karfa og mun minni rækjuafla. Aflaheimildir í botnfiski á núverandi fiskveiðiári, sem hófst í septemberbyrjun, eru um 18 þúsund tonnum meiri en á síðasta fisk- veiðiári. Aukningin er aðallega í ýsu og ufsa, en aflaheimildir í þorski drógust saman. Hámarksafli úr norsk-íslensku síldinni var aukinn töluvert eða um 43 þúsund tonn í 158 þúsund tonn. Nokkru minni kolmunnaafla var úthlutað í ár, en það mun ekki koma að sök þar sem aflahámarki hefur ekki verið náð á undanförnum árum. Einnig hefur aflahámark rækju verið lækkað um helming. Rækjuveiði hefur verið með eindæmum dræm og líklegt að aflahámarkið verði ekki nýtt. Ekki hefur enn verið gefinn út hámarksafli í loðnu þar sem stofnrannsóknir hafa gengið illa hingað til. Hámarksafli í öðrum tegundum er svipaður og í fyrra. Í júníspá Peningamála var gengið út frá nokkru meiri þorskafla en reyndin hefur verið og forsendur hámarksafla á nýbyrjuðu kvótaári gera ráð fyrir. Þá liggur fyrir að úthafskarfaaflinn verði um 20 þúsund tonnum minni í ár en í fyrra og verulega minni en væntingar stóðu til. Lítill hluti hámarksafla kolmunna mun nást og loðnuaflinn verða minni en vonir stóðu til. Þetta ásamt hruni í rækjuveiðum veldur því að spá um útflutningsframleiðslu sjávarafurða hefur lækkað töluvert. Nú er spáð að enginn vöxtur verði á þessu ári en í júníspánni var reiknað með 3% vexti. Á árinu 2006 er gert ráð fyrir um 3% vexti, einkum vegna aukningar í botnfiskafla, og 2% vexti árið 2007. Horfur um vöxt útflutnings í ár svipaðar og áður þrátt fyrir minni vöruútflutning Horfur eru á aðeins meiri vexti útflutnings á þessu ári en í júníspánni, nokkru minni vexti vöruútflutnings en meiri vexti þjónustuútflutnings. Ein helsta ástæða minni vöruútflutnings er að horfur eru á að sjávar- vöruútflutningur verði minni en áður var gert ráð fyrir, eins og nefnt var hér að ofan. Horfur eru á að útflutningur áls verði svipaður og fyrri spá gerði ráð fyrir en útflutningur annarrar iðnaðarvöru mun minni. Í júní var reiknað með því að útflutningur almennrar iðnvöru myndi aukast verulega á þessu ári. Fyrstu sjö mánuði ársins dróst þessi útflutningur hins vegar saman um tæplega 13%. Þetta frávik skýrist að verulegu leyti af miklum samdrætti í útflutningi lyfja og rafeindavoga. Einnig varð samdráttur í útflutningi ýmiss konar iðnaðarvöru þvert á fyrri spár. Ástæður samdráttarins virðast vera að einhverju leyti tímabundnar. Til að mynda hefur framleiðsla nýrra lyfja tafist. Einnig má gera ráð fyrir að hækkun raungengis hafi haft töluverð áhrif. Á móti slakari horfum um vöruútflutning í ár hefur útflutningur þjónustu aukist verulega. Á fyrri helmingi ársins jókst þjónustuútflutningur um 6½% að raungildi, sökum aukinna tekna af samgöngum. Í heild er gert ráð fyrir að útflutningur vöru og þjónustu aukist um tæplega 4½% á þessu ári og um 6% á því næsta, en þá fer einnig að gæta aukins álútflutnings síðari hluta ársins. Á árinu Vöxtur vöruútflutnings janúar 2003 - júlí 20051 Mynd II-6 Sjávarafurðir Iðnaðarvörur 1. Á föstu gengi m.v. vöruútflutningsvog. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -40 -20 0 20 40 60 80 100 2003 2004 2005 Breyting frá sama mánuði á fyrra ári (%) 1997 1999 2001 2003 2005 2007 Vöruútflutningur 1997-2007 Mynd II-7 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 50 100 150 200 250 300 Útflutningur alls, núverandi spá 2005-2007 Áætlun/spá PM 2005/2 Ma.kr. Samanburður á núverandi spá og spá í Peningamálum 2005/2 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 Útflutningur vöru og þjónustu á fyrri helmingi árs og allt árið 1997-2005 Mynd II-8 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Útflutningur allt árið Útflutningur á 1. og 2. ársfjórðungi 0 50 100 150 200 250 300 350 Ma.kr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.