Peningamál - 01.09.2005, Page 36

Peningamál - 01.09.2005, Page 36
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 36 VII Ytri jöfnuður Útlit er fyrir enn meiri viðskiptahalla á yfirstandandi ári en spáð var í júní. Ytri jöfnuður þjóðarbúsins hefur versnað mikið það sem af er árinu. Á fyrri helmingi ársins var metviðskiptahalli og er útlit fyrir að hann haldist svipaður á seinni hluta ársins. Ástæða meiri halla en áður var spáð er mun meiri innflutningur á sama tíma og útflutningsspá hefur hækkað aðeins. Einnig er gert ráð fyrir meiri viðskiptahalla fyrir árið 2006 en áður og enn töluverðum viðskiptahalla árið 2007. Metvöruskiptahalli á fyrri helmingi ársins Methalli var á vöruskiptajöfnuði fyrstu sjö mánuði ársins, 44,4 ma.kr. sem er meiri halli en á öllu árinu 2004. Verðmæti vöruinnflutnings jókst um 27,6% og vöruútflutnings um 5,6% á föstu gengi. Í júlí varð mesti halli sem orðið hefur í einum mánuði. Þá varð töluverð aukning í innflutningi á meðan útflutningur dróst saman og var hallinn 10,2 ma.kr. Vöruskiptahalli sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur ekki verið meiri á fyrri helmingi árs frá því að farið var að mæla landsframleiðslu ársfjórðungslega. Fyrstu sjö mánuði ársins 2005 var vöruskiptahallinn u.þ.b. þriðjungi meiri í hlutfalli af landsframleiðslu en á sama tíma metárið 2000 (sjá mynd VII-1). Viðskiptahalli heldur áfram að aukast Viðskiptahalli á fyrri helmingi ársins var um 65 ma.kr., eða sem nam rétt rúmlega 14% af vergri landsframleiðslu, sem er met. Stór hluti hallans var tilkominn vegna halla vöruviðskipta, en halli þjónustu- jafnaðar jókst einnig mikið. Undirliggjandi ójafnvægi er þó e.t.v. enn meira en þessar tölur gefa til kynna. Halli á þáttatekjum var minni en gera hefði mátt ráð fyrir í ljósi þess að hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa aukist hröðum skrefum. Þetta skýrist af sveiflum í endurfjárfestum hagnaði af erlendri fjárfestingu, sem á öðrum ársfjórð- ungi dró verulega úr hallanum. Vaxtajöfnuðurinn versnaði hins vegar, enda hækkuðu erlendar skuldir um tæplega 37% á fyrri helmingi ársins 2005, eftir 40% vöxt á árinu 2004. Vaxtajöfnuðurinn væri þó enn meiri ef erlendir vextir væru ekki nálægt áratuga lágmarki. Vaxtaberandi eignir hafa einnig aukist en ekki eins mikið. Spáð er meiri vexti innflutnings en í júní og að innflutningur muni ná hámarki sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á þessu ári. Vöxtinn má einkum rekja til mikils innflutnings varanlegrar neysluvöru og fjárfestingarvöru tengdrar framkvæmdum við byggingu álbræðslna og orkuvera. Aukin einkaneysla og hátt gengi krónunnar hafa ýtt undir innflutning varanlegrar neysluvöru. Á mynd VII-3 sést þróun innflutnings varanlegrar neysluvöru, landsframleiðslu, einkaneyslu og gengisþróunar undanfarin sjö ár. Þegar gengi krónunnar hefur hækkað hefur einkaneyslan vaxið hraðar en hagvöxtur og innflutningur varanlegrar neysluvöru aukist enn meira. Á tímabili gengislækkunar vex einkaneysla hægar en landsframleiðsla og innflutningur varanlegrar neysluvöru dregst saman eða stendur í stað. Á undanförnu ári hefur gengi krónunnar styrkst verulega og einkaneysla og innflutningur varanlegrar neysluvöru aukist hraðar en áður hefur sést. 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 Mynd VII-1 Vöruskiptajöfnuður á fyrri árshelmingi 1997-2005 Heimild: Hagstofa Íslands. % af vergri landsframleiðslu -35 -25 -15 -5 5 15 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 Mynd VII-2 Undirþættir viðskiptajafnaðar 1. ársfj. 1996 - 2. ársfj. 2005 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Þáttateknajöfnuður Þjónustujöfnuður Vöruskiptajöfnuður Rekstrarframlög talin með þáttatekjum Ma.kr. 75 100 125 150 175 200 225 250 275 300 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 Mynd VII-3 Þróun landsframleiðslu, einkaneyslu, gengis og innflutnings varanlegrar neysluvöru1 1. ársfj. 1999 - 2. ársfj. 2005 Verg landsframleiðsla Innflutningur varanlegrar neysluvöru Gengisvísitala (meðaltal ársfjórðungs) Einkaneysla 1. Árstíðarleiðrétt. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1. ársfjórðungur 1997 = 100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.