Peningamál - 01.09.2005, Side 53

Peningamál - 01.09.2005, Side 53
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 53 Raunhæft er að Seðlabankinn geti að jafnaði haldið verðbólgu nálægt verðbólgumarkmiðinu en ósennilegt er að hann geti komið í veg fyrir sveiflur í efnahagslífinu Framsýni peningastefnunnar á næstu árum verða því takmörk sett. Að verulegu leyti þarf hún að bregðast við ófyrirséðum aðstæðum. Því er óraunsætt að gera ráð fyrir því að verðbólgan víki aldrei meira en 1,5% frá verðbólgumarkmiði bankans. Enn óraunsærra er að gera þá kröfu til Seðlabankans að hann geti að einhverju marki komið í veg fyrir sveiflur í einkaneyslu, sem óhjákvæmilega munu fylgja aðlögun að nýju jafnvægi. Hins vegar er raunhæf krafa að verðbólga verði til lengdar að meðaltali nálægt verðbólgumarkmiði bankans. Það felur í sér að frávik frá verðbólgumarkmiði verði ekki oftar eða meira yfir markmiðinu en undir. Samanburður við árangur annarra seðlabanka með verðbólgumark- mið er Seðlabankanum óhagstæður – en ekki eins mikið og virðast kann í fyrstu Um árangur með verðbólgumarkmið í ýmsum löndum er fjallað í viðauka 1 hér á eftir. Athugunin leiðir í ljós að ef horft er á allt tíma- bilið frá því að verðbólgumarkmið var tekið upp hefur árangurinn hér á landi verið öllu lakari en í flestum þróuðum löndum. Verðbólga hefur að meðaltali verið 1,7% yfir markmiðinu og tölugildi frávika utan þolmarka hefur einnig verið um 1,7% að meðaltali. Við þennan samanburð þarf að gera nokkra fyrirvara. Sumt í þessum samanburði er Seðlabankanum í óhag. T.d. tóku sumir seðla- bankar ekki upp tölusett verðbólgumarkmið fyrr en þeir höfðu náð tökum á verðbólgunni. Sumir hafa reyndar einnig breytt markmiðinu í takt við verðbólguhorfur, sem hefur leitt til minni frávika. Ef eingöngu er miðað við tímabilið eftir nóvember 2003, sem er að vissu leyti eðlilegri viðmiðun, því að fyrir þann tíma átti verðbólgumarkmiðinu sam kvæmt yfirlýsingu Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar frá mars árið 2001 að vera náð,15 er árangur Seðlabankans betri, en þó ekki fullnægjandi. Annað sem rétt er að hafa í huga er að meðalfrávikið eftir nóvember 2003 má fyllilega skýra með hækkun húsnæðisliðar. Ef miðað er við vísitölu neysluverðs án húsnæðis var meðalverðbólga á tímabilinu frá nóvember 2003 aðeins 1,6%, en 3,2% ef miðað er við allt tímabilið. Ef verðbólgumarkmiðið hefði verið skilgreint samkvæmt samræmdu vísitölunni hefði verðlagsþróun verið nokkurn veginn í samræmi við markmiðið frá þeim tíma sem því átti að vera náð. Í ljósi þess að fæstir seðlabankar telja sig færa um eða kæra sig um að hafa umtalsverð áhrif á eignaverðbólur má draga þá ályktun að árangur Seðlabankans til þessa hafi í reynd ekki verið svo slakur. Reynslan af verðbólgumarkmiðinu er hins vegar stutt og verulega mun reyna á úrræði Seðlabankans á næstu árum. Bankinn mun leggja metnað sinn í að markmiðið náist þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður, því að öðrum kosti mun það skaða trúverðugleika hans en það getur ýtt undir verðbólguvæntingar til lengri tíma. 15. Í reynd náðist verðbólgumarkmiðið ári fyrr, sem má telja góðan árangur miðað við það sem á undan gekk. 2001 2002 2003 2004 2005 Mynd IX-2 Frávik verðbólgu frá verðbólgu- markmiði Seðlabankans og þolmörk apríl 2001 - september 2005 Heimild: Seðlabanki Íslands. -4 -2 0 2 4 6 8 %
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.