Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 54

Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 54
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 54 Gagnsæi eykur virkni peningastefnu... Liður í því að halda verðbólguvæntingum í skefjum og skapa traust um peningastefnuna er að framkvæma hana á eins gagnsæjan hátt og frekast er unnt. Seðlabankinn hefur stuðlað að þessu með útgáfu ársfjórðungsritsins Peningamála, þar sem bankinn hefur lýst sjónarmiðum sínum opinskátt. Markaðsaðilar geta hins vegar ekki gert þá kröfu að aðgerðir bankans séu ævinlega algerlega fyrirsjáanlegar, enda eru þær ekki alltaf fyrirsjáanlegar þeim sem taka ákvarðanir í peningamálum. Á hverjum tíma þarf bankinn að vega og meta þörf fyrir peningalegt aðhald með hliðsjón af spám, öðrum gögnum sem fyrir liggja og röksemdum. Hvort eða hvenær breyta þarf vöxtum er hins vegar ekki einfalt reikningsdæmi, þótt stuðst sé við margvísleg líkön við gerð spáa sem hafðar eru til hliðsjónar við ákvarðanir, heldur byggist ákvörðunin á innsæi og mati sérfræðinga bankans og að lokum bankastjórnar. Ákvarðanir geta aldrei verið fyllilega fyrirsjáanlegar, hvorki meðal þeirra sem að þeim koma né aðila utan Seðlabankans, allra síst þegar þær eru teknar af fjölskipaðri bankastjórn, eins og í Seðlabanka Íslands, eða peningastefnuráði, eins og víða í öðrum seðlabönkum. Þegar Seðlabankinn hefur kynnt ákvarðanir í vaxtamálum í ársfjórðungsritinu Peningamálum hefur hann jafnan gefið til kynna hvaða hugmyndir hann hefur á hverjum tíma um líklega fram- tíðarþróun stýrivaxta. Slíkar vísbendingar geta gegnt mikilvægu hlutverki við miðlun peningastefnunnar um vaxtarófið og stuðlað þannig að framgangi peningastefnunnar. Bankinn hefur hins vegar birt grunnspár sem byggja á óbreyttum vöxtum og gengi. Fyrir því eru einkum tvær ástæður. Í fyrsta lagi hefur reynst ógerlegt að spá fyrir um gengisbreytingar til skamms tíma jafnvel þótt sterk rök séu fyrir langtímahreyfingu gengis og þar með raunar einnig þróun stýrivaxta, því að gengisþróun hefur sterk áhrif á verðbólguhorfur sem aftur hafa áhrif á þróun stýrivaxta, og öfugt. Í öðru lagi gegnir slík spá leiðbeinandi hlutverki við ákvarðanir í vaxtamálum þ.e.a.s. með því að gefa til kynna verðbólguhorfur til næstu tveggja ára að óbreyttum stýrivöxtum. Birting slíkrar spár ætti því að stuðla að gagnsæi ákvarðana í peningamálum. ...en verðbólguspár sem byggjast á föstum vöxtum og gengi geta haft neikvæð hliðaráhrif Þessi háttur á að gera grein fyrir þeirri sýn sem liggur að baki ákvörðunum í peningamálum er þó ekki gallalaus. Um nokkurt skeið hafa þessar spár sýnt meiri verðbólgu en samrýmist verðbólgumarkmiðinu en það gerir forsenduna um óbreytta stýrivexti á spátímabilinu æ óraun- hæfari. Þótt Seðlabankinn hafi ítrekað lagt áherslu á að um skilyrtar spár sé að ræða og að vaxtastefna Seðlabankans muni miða að því að koma í veg fyrir að þær rætist virðist sá boðskapur ekki hafa komist fyllilega til skila. Því er hugsanlegt að spár sem um langt skeið sýna meiri verðbólgu en samrýmist verðbólgumarkmiðinu geti aukið verðbólguvæntingar og að því leyti grafið undan aðhaldi peninga- stefnunnar. Seðlabankinn hefur reyndar einnig birt frávikaspár sem byggjast á fólgnum framvirkum vöxtum og gengisþróun er byggist á óvörðu vaxtajafnvægi.16 Slíkar spár hafa að undanförnu sýnt minni % 2003 2004 2005 1 2 3 4 5 6 7 Mynd IX-3 Raunstýrivextir miðað við ýmsa mælikvarða Verðbólguspá 1 ár fram í tímann Verðbólguspá 2 ár fram í tímann Verðbólguvæntingar almennings Verðbólguspár sérfræðinga á markaði Raunstýrivextir miðað við: Daglegar tölur 19. september 2002 - 19. september 2005 Verðbólguvæntingar almennings voru kannaðar í maí og um mánaða- mót ágúst og september, verðbólguspá sérfræðinga á markaði miðast við tólf mánaða verðbólgu til loka árs 2006. Heimild: Seðlabanki Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.